Eining - 01.11.1948, Blaðsíða 7

Eining - 01.11.1948, Blaðsíða 7
E I N I N G 7 hrifa. En eins og rafmagnstæki þurfa að samsvara fyllilega þeim straumi, sem í þau er leiddur, þannig verða mannleg líffæri að svara á eðlilegan hátt þeim áhrifum, sem þau verða fyrir, frá hinni miklu sameiginlegu orkustöð náttúrunn- ar. Spenna og spennuþol verður að sam- svara hvort öðru. Þegar líkami manns er sljóvgaður með áfengi, lækkar spennuþol hans, en jafnframt verður hann fær um að birta um stundarsakir ýmsa eiginleika, sem alls ekki koma fram undir venjulegum kringumstæðum. Hinu eðlilega sam- bandi sálar og líkama hefur verið rask- að. I byrjun drykkju ber fremur lítið á þessari röskun réttra hlutfalla, en sé mikið drukkið, lækkar viðnám líkamans jafnt og þétt, en að sama skapi streyma fram hugsanir og tilfinningar og stund- um há-andleg áhrif, allt eftir upplagi ^ og lundarfari hvers einstaklings, en lík- aminn verður meira og meir aukaat- riði og ósjálfbjr.rga. Að síðustu getur svo farið að hann „deyi“ eins og það heitir á máli drykkjumanna. Það, sem þá gerist er ekki ólíkt því þegar raf- magnspera, sem gerð er fyrir lága spennu, er sett í samband við sterkari straum og springur, eftir að hafa litla stund miðlað sterkara Ijósi en gerð hennar leyfði. Af þessu má draga merkilega álykt- , un. Með víndrykkjunni erum við að bola líkamanum frá. Við erum að losa okkur við hann. Að vísu aðeins að nokkru leyti og aðeins um stundarsakir. Þetta er ekki fullkomið sjálfsmorð, en það er spor í þá átt, og getur stundum orðið full al- vara úr, ef illa tekst til. Líkami mannsins er farartæki og starfstæki hans í efnisheiminum. En hann er um leið allþung byrði. Þessa byrði tekur hver einstaklingur á sig við fæðinguna og varpar henni af sér *" við andlátið. Án þessarar líkamsbyrði gætum við ekki starfað í efnis heimin- um, án líkamans getum við ekki innt af hendi ákveðið hlutverk í jarðlífinu. Þannig má líta á jarðlífið sem skóla. En það ber oft við í þessum skóla, eins og öðrum, að innanum eru nemendur, sem eru latir og hafa ýms brögð í frammi til að slæpast og skrópa. Það segir sig sjálft að sá, sem oft skrópar, , nýtur ekki skólans, eins vel og hinn, sem stundar vel sitt nám. Skróparinn skilar ekki því, sem honum var sett fyrir og verður ef til vill að sitja eftir þegar skólabræðurnir ganga upp í næsta bekk. Á sama hátt getur vínnautnin gert heilt jarðlíf í þróunarskeiði einstaklingsins að engu. Vínnautn er flótti frá skyldustörfum * i jarðlífsins og jarðneskum vitundará- standi. Þeim, sem latir eru í skóla lífs- ins, hættir oft til að grípa til flöskunn- ar. Áfengið er eitt af áhrifamestu að- ferðum til að losa sig við líkamsbyrð- ina. Ópíum, kokain og ýms önnur eitur- nautnalyf, eru þar á meðal, en öllum slíkum nautnalyfjum er það sameigin- , legt, að þau eyðilecjgja líkamann og starfskrafta mannsins fyrr eða síðar, sé nautninni haldið áfram. Fátt er aumkunarverðara en líkami drukkins manns. Hér hefur átt sér stað ofbeldisfull röskun á dásamlegu sköp- unarverki. Sambandi líkama og sálar hefur verið raskað. Svo dinglar vesl- ings kroppurinn eftir stjórnlaus og kann ekki fótum sínum forráð. — Þetta var þá tilgangurinn með því að bergja á guðaveigunum. Að losna við líkams- byrðina um stund og allar þær flóknu áhyggjur, sem henni fylgja. Að kom- ast úr þessum heimi inn í annan, þar sem líkamsbyrðin er ekki til. Að breyta um vitundar ástand. Að segja skilið við það, sem fylgir efnisheimi og efnislík- ama og svifta af sér viðjum rúms og tíma. Þarna er orsökin til allra fórnanna, sem Bakkusi eru færðar. í þetta fóru allar hinar óteljandi milljónir, heimilis- friðurinn, framtíð barnanna, hamingja konunnar, heilsa eiginmannsins, hreysti kynslóðanna. Svo sterk er þessi þrá og svo mikil er fullnæing sú, sem Bakkus veitir á fyrsta stigi drykkjunnar, að meðan hún stendur yfir virðist engin fórn af stór. Allt annað getur orðið svo nauða lítils virði og þýðingarlítið. — Að þeir yfir- gefi allt og fylgi honum. En frá þeirri stundu liggur leiðin nið- ur á við og hallar stöðugt undan fæti. Eitt af því, sem vekur athygli þeirra, sem hafa opinn hug, er hið dásamlega jafnvægi í ríki náttúrunnar. Jafnvægi þessu er að vísu hægt að raska og marg- ir eru þeir, sem reyna það, en það tekst ekki nema aðeins um stundarsakir. Allt leitar jafnvægis á ný, eins og öldur hafs- ins, þegar storminn lægir. Vitundará- stand manna er að sjálfsögðu háð þessu jafnvægi. Hver einstaklingur gengur að heita má eftir afmarkaðri línu. Fæstir munu þó vera svo jafnlyndir að hin hversdagslega jafnvægislína sé alveg bein og hlykkjalaus, þegar gleði og sog- ir daglega lífsins leika á strengina. En í heild sinni er þessi röskun mjög lítil, aðeins dálítið öldukvik — nema þegar eitthvað sérstakt kemur fyrir — stór vinningur í happdrætti, heppni í ást- um, eða þá hins vegar óhöpp, veikindi, ástvinamissir. Allt leitar þó jafnvægis á ný, gleðin dofnar, sorgin sefast, tím- inn græðir öll sár. — En sumum finnst þessi góði sára læknir nokkuð seinvirk- ur, og grípa þá stundum til flöskunnar. Og það er eins og við manninn mælt. -— Gleðin blossar upp. Allt er gott og bless- að — um stund. En þessi skjótfengna gleði, sem vínið veitir er aðeins lántaka, skuld, sem stofnað er til og verður að greiðast. Jafnvægislögmáli náttúrunn- ar verður ekki raskað. Þegar ég kaupi gleðina á svörtum markaði, verð ég að greiða hátt verð og þetta háa verð heit- ir þjáning. Sá, sem fer hátt upp undir áhrifum áfengis, kemst ekki hjá því að falla djúpt niður. Undir áhrifunum er allt yndislegt og fagurt. Þegar vínið er þrotið og ekki hægt að bæta lengur á sig, tekur allt að fölna. Hinn grái hvers- dagslegi veruleiki kemur svo undra fljótt aftur og ekki nóg með það. — Það væri nú sök sér, að vera drykkju- maður upp á það, að þurfa ekki að fara lengra niður, en í hversdagslífið, eftir túrinn. Hver einasti af þjónum Bakk- usar veit vel, hvað hann á í vændum eftir að hafa verið hátt uppi. Og það er á þessu stigi, sem komið getur til mála að greiða fimm hundruð krónur fyrir eina brennivínsflösku. Þegar langt er komið niður fyrir jafn- vægislínu hversdagslífsins, fer óðum að dimma. Allt guðlegt fjarlægt, öll fegurð horfin. Allt ömurlegt og samvizkan bít- ur vægðarlaust. Nú birtast drykkju- manninum ýmsar andstæður, þess sem hann sá undir áhrifunum. Ef til vill sér hann ljót ógeðsleg dýr og púka. Þetta kalla sumir delerium tremens. Á það að tákna að nú sé hinn drukkni orðinn brjálaður af áfengisnautn. En þetta er aðeins skuggahliðin á þeirri röskun vitundarlífsins, sem byrjar svo glæsilega þegar nýliðinn gengur inn í paradís Bakkusar, hvort sem hann kýs að njóta hennar í kyrrð og ró, eða í glasaklið samkvæmissalanna. Brjáls- semin er að vissu leyti sú sama frá byrjun til enda. En þegar svo er komið, eftir langan drykkjuskap að ljótar sýnir fara að ásækja drykkjumanninn, er hæfileik- inn til að njóta áhrifanna að mestu leyti brunninn út. Allt frá byrjun hefur end- ur verkan líffæranna gegn áfenginu verið að stigbreytast. Þannig að því lengur sem maður drekkur, því styttra kemst maður upp og því lengra niður í hverjum túr. Þá er gripið til þess ráðs að auka drykkjuna, það hjálpar aðeins í svip, en það er eins og að slá í upp- gefinn hest, ekkert dugar. Gleðin flýr alltaf undan. Þessi ósegjanlega gleði! Meira vín, meira vín! En gleðin vill ekki koma þrátt fyrir meira vín. Og nú hefst myrkasti tíminn, því nú er svo komið að vitundar ástandið er alltaf fyrir neðan hina hversdagslegu jafnvægislínu. Jafnvel þegar bezt lætur. Gleðin er ekki lengur til, nema sem óljós endurminning, eins og daufur bjarmi af fögrum degi, sem er liðinn. Lífið er búið að missa gildi sitt. Áður var lífið allt í öllu og dauða hugtakið fjarstæða. Nú eru sundin lokuð og sjálfmorðs hugs- unin farin að verða áleitin. Til hvers er að vera að lifa lengur, þegar gleðin er ófáanleg, jafnvel á svörtum markaði. Nú er það komið í ljós, þó um seinan sé, að paradís vínsins var ekki annað en forgarður þjáninganna. Viðskiptin við Bakkus voru einskonar sjáifsmorð, óleyfileg ferðalög inn á annað tilveru- stig. Strokuferðir, með fölsuðu vega- bréfi inn yfir þau landamæri, sem öll- um þorra manna eru lokuð, meðan hjúp- ur efnisheimsins umlykur mannlega sál.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.