Eining - 01.11.1948, Síða 9

Eining - 01.11.1948, Síða 9
V E I N I N G 4 Vr I ♦ > * Steingrímur Arason. sitji að sumbli með stúdentum, þó að í einkahíbýlum sé. Það vakti eftirtekt um öll Bandaríkin, þegar upp komst, að einn liáskólakennari í Kaliforníu liefði lagt í vana sinn að drekka með stúdentum, utan háskólans. Var honum vikið úr embætti og mælti enginn lionum hót. Mér virtist vínneyzla stúdenta vestra hafa verið mjög hófsamleg, þó að þar séu til undantekningar. Olvun þvkir ekki hæfa góðum liáskólaborgara, og hvergi bólar á þeirri skoðun, að miklar drykkjur séu forréttindi stúdenta. Drykkjulæti í nánd við háskólana þekkjast ekki, enda hart á tekið, ef slíkt kom fyrir. Þegar stúdentar í N. N. háskóla komu til nágrannaborga sér til skemmtunar, þótti hóflegt að fá einn cocktail á undan máltíð og 1—3 staup af léttu víni með matnum, enda er slíkt víða heimilissiður vestra, þar sem vín er liaft um hönd á annað borð, Ef stúdentar Iiöfðu vín sér til glaðningar í lieimahúsum, var það yfirleitt léttur bjór eða borðvín, hvítvín eða rauð, sjaldan portvín eða sherry. Langsetur yfir wisky voru óþekktar. Þessar athugasemdir sýna glöggan mun á bæjarbrag um áfengisnautn stúdenta vestan Iiafs og hér á landi. —- Má segja, að nýbökuðum stúdentum sé nokkur vorkunn hér á landi, er þeir koma úr menntaskólunum, þar sem lialdið liefur verið að þeim bindindi og hófsemi, en mæta svo í „rússagildi“ háskólans nokkrum tilvonandi kennur- um með fjölskyldur og eldri og lærðari nemendum, sem telja sjálfsagða skyldu, við þetta tækifæri, að drekka sem fastast. — Það er mjög vafasamt, að Bandaríkjamenn hefðu getað sigi’að Japana með annarri hendi og um leið lagt fram í stríðið gegn Hitler megin- liðsafla á landi, sjó og í lofti, bróður- partinn af vélakosti, vopnum, mat- vælum, peningum og lijúkrunargögn- rnn — til að vinna lokasigur, ef forystu- menn þeirra úr liáskólum landsins liefðu verið vanir þeim stórdrykkjum, sem liafa verið tíðkaðar af allmörgum þeim Islendingum, er lengst liafa setið á skólabekk. Mun nú tími til kominn, að þjóðin geri sér grein fyrir því, livort hún á að byggja glæsilega skóla og halda mikinn fjökla hálaunaðra kenn- ara til að æfa samdrykkju, þar sem mörg hunclruð æskumenn kveðja gamalt ár og heilsa nýju ári með al- mennri vínnautn í salarkynnum, sem menntamálaráðuneytið hefur undir sínum verndarvæng. Landvörn 13. sept. 1948. J. J. Á milli flugvallar og síldarbræðslu Reykvíkingar eru þolinmóðir menn. Þeir sætta sig við ýmislegt misjafnt, jafnvel stóran flugvöll í miðjum bæn- um, að heita má. Hann er hneyksli og háðung bæjarins á friðartímum, en glæpsamlegt fyrirtæki á stríðstímum. Hve lengi skyldu Reykvíkingar þola það, að flugvélar æfi flesta daga ársins yfir húsþökum þeirra. Flugvélar hafa hrap- að niður í skóla erlendis og drepið f jölda barna og þær hafa hrapað hér og þar og valdið mannskaða. Gæti slíkt ekki komið fyrir einnig hér. Því þá að sveima í þessum flugvélum hring eftir hring yfir sjálfum bænum og umhverfi hans? Er slíkt ekki bannað víða erlendis? Og svo á síldarbræðslan að koma við innsiglingu hafnar höfuðstaðarins, Mik- ill hluti Reykvíkinga býr þá á milli flug- vallar og síldarbræðslu. Á stríðstíma verður þetta hvort tveggja góð skot- mörk. Komi síldarbræðsla, verður hún sýn- ishorn af því, hvað bjóða má auðsveip- um Reykvíkingum. En allar sínar ræð- ur ættu Reykvíkingar að enda á orð- unum: Burt með flugvöllinn. Óskipulagt sálarlíf. Þessar mínar daglegu hrasanir á hinni grýttu braut skólamannsins, þessi ónáttúra að vera alltaf að fást við hugð- arefni fullorðinna manna í stað þess að festa hugann við barnabækur gagn- fræðadeildarinnar, þetta kom upp geysi- legum tvístringi í skapgerð minni, óá- nægju með sjálfan mig, hálfvelgju í öllu, sem ég tók mér fyrir hendur. Námsbækurnar fylltu mig þrúgandi leiða. Að sóa tímanum í hinar fræði- greinarnar skóp í mér nagandi sam- vizkubit. Ég var alls staðar hálfur. Hvergi heill. Og svo skaut elskunni minni upp úr djúpum hins óþekkta og þá komu nýir tímar með nýjum þján- ingum, óbærilegum þjáningum". Þórbergur Þóröarson. — ,,Ofvitinn“, 2. b. bl. 74. Hlýðið á mig, þér sem leggið stund á réttlæti, þér sem leitið drottins! . . . því að drottinn huggar Zion, huggar allar rústir hennar, hann gerir auðn hennar sem Eden og heiði hennar sem aldingarð drottins. Fögnuður og gleði mun finnast í henni, þakkargjörð og lofsöngur. Hlýð þú á mig, þú lýður minn, hlusta á mig, þú þjóð mín, því að frá mér mun kenning út ganga og réttur minn sem ljós fyrir þjóðirnar. Skyndilega nálgast réttlæti mitt, hjálp- ræði mitt er á leiðinni, armleggir mínir munu dæma þjóð- irnar, f jarlægar landsálfur vænta mín og bíða eftir arm- legg mínum. Hefjið augu yðar til himins og lítið á jörð- ina hér neðra, því að himininn mun leysast sundur sem reykur og jörðin fyrnast sem fat og þeir, sem á henni búa, deyja sem mý, en mitt hjálpræði varir eilíflega og mínu réttlæti mun eigi linna. Hlýðið á mig, þér sem þekk- ið réttlætið, þú lýður, sem ber lögmál mitt í hjarta þínu: Óttist eigi spott manna og hræðist eigi smánaryrði þeirra, því að mölur mun eta þá eins og klæði, og maur eta þá eins og ull, en réttlæti mitt varir eilíflega og hjálpræði mitt frá kyni til kyns. Jesaja 51, 1—8.

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.