Eining - 01.11.1948, Blaðsíða 11

Eining - 01.11.1948, Blaðsíða 11
* E I N I N G 11 Fáeinar enduraiinningar um 1. sanibandisþing U.M.F.Í. 1907 „Orð eru dýr, þessi andans fræ, útsáin, dreifð fyrir himin-blæ, og fljóta á gleymskunnar sökkvisæ um sólaldir jarðneskra æva“. Hugsjónir fæðast. Hvaðan ber þær að? Hvert halda þær síðan? Visna þær og deyja? — Nei. — Talað orð deyr ekki. Háfleyg hugsun, frjóvguð hitamagni eldlegrar sálar og starfs- glaðrar fellur ekki til jarðar og visnar sem fræ milli steina. Hán bíður síns tíma og fellur þá í frjóvga jörð. — þetta skeði 1906—1907. Þá var fylling tímans í íslenzku þjóðlífi, meiri r ^ en nokkru sinni fyrr eða síðar! — Þá voru ' það miklu fremur hugsanir Eggerts og Fjöln- ismanna en orð þeirra, sem lágu í lofti, — bárust með hlýblævi og féllu síðan sem vor- regn á þyrsta jörð íslenzkra æskusálna, svo að dásamlegur gróður spratt upp milli hafs og heiða, svo að segja í einu vettfangi. — Þá gerðust undur mikil í íslenzku þjóðlífi. Æska landsins reis úr dvala og fylkti liði!---- Þess vegna verða þessi fyrstu ár ung- mennafélaganna svo minnisstæð okkur, sem áttum því láni að fagna að vera með frá upphafi og lifa síðan með starfi I þessu og hugsjónum ævilangt, — sumir bæði heima og erlendis. — Telja má, að hornsteinn þessa starfs sameiginlega hafi verið lagður með hinu fyrsta sam- bandsþingi íslenzkra ungmennafélaga á Þingvöllum 1907. Er margs að minnast frá þeim dögum, og skal hér aðeins drepið á fátt eitt af öllu því. Ég var formaður Ungmennafélags Reykjavíkur um þessar mundir, og var þar saman komið mikið mannval ungra áhugamanna víðsvegar af landinu. Yfir öllu starfi voru blakti bláhvíti fáninn, sem ungmennafélagar báru fyrstir manna fram í sólheiði þjóðlífsins, þótt áður væri kunnur undir nafninu „stúd- enta-fáninn“. Var hann dreginn að hún á ,,Bárubúð“ á öllum fundum vorum og samkomum og eignaðist þannig smám saman, og ósjálfrátt, ítök og fótfestu í hugum manna og hjörtum. Var þetta sumum stjórnmálamönnum vorum gleði- ♦ efni, en aftur á móti áhyggjuefni all- mörgum öðrum. Og ekki sízt er nálgast tók konungskomuna 1907. Minnist ég þess enn, að skömmu áður gerði Hannes ráðherra Hafstein mér boð og bað mig að koma heim til sín til viðtals. Spurði hann mig þá, hvort satt væri, að vér ungmennafélagar hygðum á fánaskrúð- göngu allmikla um Almannagjá og nið- > ♦ ur á Þingvöll dag þann, er hátíðahöld ættu þar fram að fara í tilefni af kon- ungskomunni. Taldi hann, að slíkt myndi talið óviðeigandi og jafnvel móðgun við hina göfgu gesti þjóðarinn- ar. — Sagði ég ráðherra sem satt var, að eigi hefði verið um þetta rætt né hugsað. En hitt væri víst, að vér mynd- um draga fána vorn að hún yfir þing- stað vorum, eins og vér hefðum gert frá öndverðu á öllum fundum vorum og samkomum hér í bæ, og honum væri kunnugt. Taldi ráðherra ekkert við það að athuga. Fór vel á með okkur í sam- tali þessu. Enda virti ég ætíð Hannes Hafstein, mat hann mikils og þótti inni- lega vænt um hann, þrátt fyrir það að eigi fóru saman stjórnmálaskoðanir vor- ar nema að sumu leyti .... Fulltrúar á þessu fyrsta sambands- þingi á Þingvelli voru þessir: Jóhannes Jósefsson, 1. fulltrúi U.M.F. Akureyrar, Guðmundur Guðlaugsson, 2. fulltrúi U.M.F. Akureyrar, Bernharð Stefánsson, fulltrúi U.M.F. Öxndæla, Helgi Valtýsson, 1. fulltrúi U. M. F. Reykjavíkur, Jón Helgason, 2. fulltrúi U.M.F. Reykjavíkur, Guðbrandur Magnússon, 3. fulltrúi U.M.F. Reykja- víkur, Arngrímur Fr. Bjarnason, full- trúi U.M.F. ísafjarðar og Bolungavíkur. Frá Þingvallahátíðinni og sambands- þingi voru er mér það enn einna minn- isstæðast, hve mjög mér brá, er vér komum að Almannagjá og sáum, hve þar var allt eldrautt og völlurinn allur og hátíðasvæðin logandi í Dannebrogs- fánum, svo að jafnrauður mun Þing- völlur aldrei verið hafa, síðan hraunið brann þar forðum. Og þó var „þessi þjóð“ að fagna konungi sínum á forn- helgasta sögustað sínum. Hinn glæsilegi fáni U.M.F.Í. varð sem kunnugt er of áberandi heiðblár í þessu ægilega eldhafi erlendrar dýrkunar. „Sólskinshvítur og sumarblár“ blasti hann við í blænum og bar hátt yfir vell- ina úr tjaldstað vorum inni undir Fögrubrekku. Sjaldan hefur mér runn- ið svo mjög til rifja neinn atburður og sá, er virðulegur forseti sameinaðs Al- þingis var sendur til vor snemma dags með þá beiðni stjórnarinnar að draga niður fána vorn, eða þá a. m. k. að „srnækka" hann í líkingu við einn mjög lítinn fána á stórri tjaldbúð Sjálfstæð- ismanna. Mun fánamál íslendinga hér hafa unnið sinn fyrsta stórsigur, er þessari beiðni var samróma neitað, þótt eigi hafi þess verið getið að verðleik- um.---------- Annað, sem mér hefur orðið minnis- stætt frá þessu voru fyrsta sambands- þingi og stofnþingi, var hinn djúpi og víðfeðmi skilningur á nauðsynlegri und- irstöðu og traustum grundvelli starfs þess, er hrifið hafði hugi vora sem sterk flóðbylgja, krafðist alhuga vors, atorku og fórnfýsi og allra krafta, og kristall- aðist í kjörorðinu fagra: íslandi allt, sem þá um hríð var sálþrungnasta orð íslenzkrar tungu. Fylgdi þar átakanlega hugur máli, og sást þess glæsilegur vott- ur í starfi tugatuga ungra manna og kvenna um alllangt skeið. — Ella væri hugtak þetta aðeins klingjandi málmur og hvellandi bjalla. — Hornsteinar sam- bandshugsjónarinnar voru: hinn kristi- legi grundvöllur starfsins og bindindis- heitið, og nokkru síðar einnig þegn- skylduvinnan. — Þessum þrem horn- steinum hafa ungmennafélögin síðan kippt undan, smám saman. Fyrst undir áhrifum fyrra styrjaldar, og síðan sök- um kæruleysis og áhugaleysis fleiri eður færri félagsmanna. — Og t. d. í dag myndi engum hópi íslenzkra æskumanna hugkvæmast sú nauðsyn að leggja svo trausta hornsteina hárra sala — þótt nú hugsi allir í „hallar-stíl“. En „hallir“ án traustra hornsteina nefnum vér skýjaborgir, og er nú æskulýður vor sérfræðingur í þeirri byggingalist.... Leikur á því enginn vafi, að hinir fyrstu fulltrúar á þingi U.M.F.Í. hafa verið dásamlega skyggnir menn og raun- sæir. Lítill hópur litklæddra ungra íslend- inga á Þingvelli 1907, brennandi af eld- legum áhuga og dásamlegum djúpsæj- um skilningi á kröfum sínum og hlut- verki, í fylkingarbrjósti þjóðar sinnar, mitt í fjölmennu glæsihafi erlendra og hérlendra gesta og þjóðhöfðingja, undir ofríki erlends fána, — verður oss gömlu ungmennafélögunum ógleymanlegur við- burður og hjartfólgin endurminning! Helgi Valtýrsson. (Skinfaxi 1. 1948). Mikið um ölvun þessa viku Alla þessa viku hefur verið mikið um ölvun í bænum. Lögreglan hefur á hverri nóttu orðið að skipta um í flest- um klefum fangageymslunnar, enda hafa að jafnaði verið settir í fangelsi 15 manns á sólarhring þessa viku. í gærkvöldi var aftur heldur rólegra, en lögreglan bjóst við, að það væri svika- logn á undan stormi, því ef að vanda lætur, byrjar vikuskiptaölvunin síðdeg- is í dag og stendur fram á mánudag. Auk þeirra, sem hnepptir eru í fang- elsi, eru venjulega álíka margir teknir úr umferð og fluttir heim till sín. Tíminn, 2Jj. sept. 19U8. Alltaf eru menn að fárast um styrj- aldir og ómenningu heimsins, en geta þjóðir gert sér glæsilegar vonir um menningu meðan stjórnir þeirra rækta slíkt ástand, sem hér er sagt frá, halda áfram að selja þegnum sínum áfengi, sem gerir þá ýmist að aumingj um, vand- ræðamönnum eða glæpamönnum. Slíkt er sannarlega ekki í samræmi við allt tal manna og óskir um batnandi heim, bjartari menningu og varanlegan frið.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.