Eining - 01.11.1948, Page 12
12
E I N I N G
Nýjasti shólinn
Samkvæmt íslendingasögunum hafa fornmenn verið
sparir á orð, en sagt oft mikið í stuttum setningum. Við
bruðlum með orð eins og annað. Eftirfarandi setningar
úr nútíma máli, mundu ekki vekja neina sérstaka athygli:
„Og það kemur ekki sjaldan fyrir, að nálega ómögulegt
er að svara sumum spurningum barnanna“.
Þetta eru 15 orð. Hve mikið má fækka þeim, en segja
þó hið sama.
Til dæmis: Oft er næstum ógerlegt að svara spurning-
um barnanna.
Þetta eru 8 orð. Þá er búið að stytta setningarnar nær
því um helming og má ef til vill stytta þær meira. Slíkt
getur verið holl æfing.
Langt er síðan mönnum þótti einhvers konar spegill
ómissandi hlutur, til þess að geta skoðað þar ásjónu sína
og sannfærst um, hvort hún væri hrein, blettlaus og álit-
leg.
I hvaða spegli skoða menn sálarlíf sitt, breytni og skap-
gerð? Hver er mælikvarðinn ? Af öllu þýðingarmiklu, sem
menn læra, er þýðingarmest að læra að segja satt, breyta
vel, vinna af trúmennsku, stancla í skilum, efna heit sín
og vera ráövandur og grandvar í smáu og stóru.
Aðeins menn vel lærðir í þessum greinum og fullpróf-
aðir, geta skapað heilbrigt þjóðfélag og friðsamt mann-
félag.
Þessar dyggðir eru miklu vandræktaðri heldur en allt
fi'æðslunám. Skólinn er ævilangur og kennarar okkar heið-
ursmenn allra alda og hið ódauðlega vizkuorð, sem er mæli-
kvarði alls réttlætis og mannkosta.
Erum við hreinir, skoðaðir í þeim spegli?
Áfengisbannið
í Bandaríkjunum
1 Bandaríkjunum eru þrjú bannríki.
Þau eru, Kansas, Mississippi og Olcla-
homa. í Kansas eru 1,800,000 íbúar. Þar
eru allir áfengir drykkir bannaðir, sem
eru sterkari en 3,2% þyngdarmál. Ö1
má aðeins selja samkvæmt veitingaleyfi
frá bæja- eða sveitastjórnum. 1 Mississ-
ippi eru 2,200,000 íbúar og þar eru
bannaðir áfengir drykkir sterkari en 4
þungaprósent, en hvert hérað í ríkinu
ákveður með atkvæðagreiðslu, hvort
leyft skuli að selja þessar veikari teg-
undir. í Oklahomaríkinu eru 2,200,000
íbúa. Þar er einnig algert bann á áfeng-
um drykkjum sterkari en 3,2 þunga-
prósent, og til þess að selja slíkt öl
verður að hafa leyfi hlutaðeigandi vald-
hafa.
f 17 ríkjum er ríkiseinkasala. Var
hún tekin upp helzt í þeim ríkjum, þar
sem lítill meiri hluti var með afnámi
allsherjarbannlaganna. Samveldinu ber
skylda til, að sjá um að lögum sé fram-
fylgt í þeim ríkjum, sem hafa bann, þótt
ekki sé bann í öllum ríkjunum.
f Ohio er meira en helmingur ríkisins
bannsvæði, og í Kentucky er 75% af
ríkinu bannsvæði. Eftir atkvæðagreiðslu
þar 1944 var 160 vínknæpum lokað.
Nokkuð svipað mætti segja um fleiri
ríki í Bandaríkjunum.
Samkvæmt þessum upplýsingum, ætti
að vera óþarft fyrir ferðamenn frá stór-
þjóðum, að jagast á því, að það sé ein-
hver molbúaháttur, að hafa ekki allt
fljótandi í áfengum drykkjum. Réttara
væri að snúa blaðinu við og benda á
villimennsku þeirra þjóða, sem ótak-
markað hella áfengi í menn, en vilja þó
heita siðaðar og menntaðar.
Hótel templara
r
í Astralíu
Fyrir nokkru sagði Eining frá hótel-
um templara í Ástralíu, en nú í sumar,
sem leið, voru á ferð í Svíþjóð menn
frá Ástralíu, þar á meðal æðstimaður
Reglunnar þar. Sænska blaðið Refoima-
torn birtir samtal við þá um starfrækslu
þessara hótela.
Það eru 19 ár síðan fyrsta hótelið
var reist og síðan hefur þessi starf-
ræksla bindindismanna í Ástralíu verið
sigurför. Þeir eiga stærsta hótelið í
Brisbane og það framleiðir 1400 mál-
tíðir daglega, auk allra veizluhalda. Það
er stærst af fimm hótelum, sem Reglan
á í Ástralíu og er eitt af 6 stærstu hótel-
um heimsins. Til þess að sanna, að slík
starfræksla gæti einnig borið sig á
minni stöðum, reistu þeir hótel í
Toowoomba, 30 þúsund manna bæ, og
það hefur gefizt ágætlega. Og nú ætla
þeir að koma upp fjórum slíkum hótel-
um til viðbótar. Þeir segja, að bezt gef-
ist að reisa algerlega ný hótel, er svari
kröfu tímans að öllu leyti. Ráðgert er,
að þessar byggingarframkvæmdir muni
kosta 8—9 milljónir sænskra króna. Með
þessar framkvæmdir fyrir augum, höfðu
þessir ferðamenn heimsótt Sviss, Belgíu,
Holland, ftalíu, Frakkland, Danmörk
og England, og frá Svíþjóð ætluðu þeir
til Finnlands, allt til að kynna sér ný-
tízku hótel. Þeim hefur þótt merkilegt
að kynnast alþjóðlegri starfsemi templ-
ara í ýmsum löndum og segja, að Regl-
an eflist stöðugt í Ástralíu, sérstaklega
sé nú framgangur mikill meðal æsku-
lýðsins á sumum stöðum.
Þetta mikla hótelahald bindindis-
manna mætti verða öðrum til fyrir-
myndar og sannar að minnsta kosti, að
slíkar stofnanir þurfa ekki að lifa á
áfengissölu, og að þær eru ekki lítils-
virtar, þótt þær veiti enga áfenga
drykki, heldur þvert á móti, eru í miklu
áliti. Slíkar grillur, að áfengisveitingar
séu nauðsynlegar í sambandi við starf-
rækslu veitingahúsa og hótela, þyrftu
að þurrkast út úr höfðum manna og
allra áróðursseggja áfengistízkunnar.
Hótelgróði bindindismanna í Ástralíu
hefur staðið undir öllum kostnaði við
útbreiðslustarf þeirra í landinu. Þannig
er vel á haldið. .
Samdrykkja.
Gangið 10 fet frá myndinni og sjáið, hvernig
hún lýtur út.