Eining - 01.11.1948, Síða 13
E I N I N G
13
Ævmtýri Collms
^ Framh.
Nokkrum dögum seinna var ég kom-
inn til London. Þar varð ég að bíða
lestarinnar, sem konu minnar var von
með, frá því kl. 8 um morguninn og til
hádegis og fannst hver mínútan sem
dagur að líða. Ungur maður beið þarna
ásamt mér, sem ég tók tali og spurði
hvort hann ætti von á nokkrum með
lestinni sem kæmi frá Hitchin. Hann
kvað svo vera. „Föðursystir mín kemur
með henni“, sagði hann. Ég spurði um
^ nafn hennar. „Hún heitir Mrs. Collin“,
sagði hann, „og kemur hingað til móts
við mann sinn, sem hún hefur ekki séð
í tuttugu og tvö ár, eða frá því, að
faðir minn fór með hana til Hitchin,
meðan maður hennar sat í skuldafang-
elsi, og von mín er, að þau hittist ekki
framar. Collin er ekki enn kominn hing-
að og ég mun senda föðursystur mína
svo búna til sama lands“. Ég spurði
hann hvernig hann vissi, að maður föð-
urstystur hans væri ekki kominn. Hann
, sagðist hafa spurt um það á veitinga-
húsinu, sem var þarna á viðkomustað
lestarinnar, hvort þar væri nokkur mað-
ur frá Somersetshire, og því hefði
verið neitað. Annars sagðist hann ekki
vera í neinum vandræðum með að
þekkja Collin. Sér væri ekki úr minni
liðin koma hans til Hitchin, er hann
hugðist að sækja konu sína þangað og
hitti ekki ræfilslegri né aumkunarlegri
mann.
Ég spurði hann, hvað væri til marks
um réttmæti þessara lýsingar, cn hann
kvað það eitt dæmi af mörgum um það,
hversu hraklega ég hefði búið að konu
minni, að ég hefði selt fötin utan af
henni og barni okkar og keypt brenni-
vín fyrir andvirði þeirra, „og þó elskar
hún hann enn“, bætti hann við. Ég lét,
sem ekkert væri, en ádrepan hitti mark.
Dýpst var ég þó snortinn af síðustu
orðum mannsins, sem voru mér sannur
4 vottur elsku og tryggðar, sem ekkert
fékk bugað. 1 þessum svifum rann lest-
in inn á stöðina. Ég hraðaði mér til
móts við hana og spurði lestarstjórann
skjálfandi röddu, hvort Mrs. Collin væri
í för með honum. Hann kvað svo vera
og sagði mér, hvar hana væri að hitta.
Hún var í vagni með tveimur kunn-
ingjakonum sínum. Ég hélt þangað.
r i Kona mín bar ekki kennsl á mig, en
samferðakonur hennar sögðu: „Þarna
er maðurinn þinn kominn“. Hún hrissti
höfuðið yfir slíkri fjarstæðu og sagði:
„Ykkur skjátlast. Maður minn hefur
allt annað útlit og getur ekki verið svo
ríkmannlega búinn“.
Ég gaf mig nú fram og spurði, hvort
Mrs. Collin væri þar fyrir.
„Já“, svaraði hún. „Hvað viljið þér
mér“.
Ég sagði, að ég væri eiginmaður henn-
ar, en það ætlaði ekki að ganga greitt
að fá hana til að kannast við mig, svo
höfðu árin breytt mér. Það var ekki
fyrr en ég hafði rif jað upp ýmsar minn-
ingar frá hinni skömmu samveru okk-
ar, að henni hvarf allur efi um, að ég
væri sá, sem ég sagðist vera, en þá
skein líka brosfögur sól í skýjunum, sól
sem ekki hafði skinið á lífsleið okkar
fyrri, því að nú var allt hið gamla
breytt.
Nærri stappaði, að endurfundir okk-
ar yrðu veikri heilsu konu minnar um
megn. Það rann á hana ómegin, þegar
við komum út úr vagninum, en það leið
brátt hjá og tók ég þá að hugsa fyrir
brottför okkar frá London. Við ókum
í leiguvagni til Paddington stöðvarinn-
ar. Á leiðinni þangað sagði ég konu
minni frá samtalinu við bróðurson
hennar. Hún hafði gaman af og eftir
komu okkar til Sheel skrifaði hún bróð-
ur sínum og gat þessa atviks þar. Prúð-
búni maðurinn, sem sonur hans hefði
spjallað svo opinskátt við á járnbraut-
arstöðinni í London, meðan hann beið
eftir lestinni frá Hitchin, væri enginn
annar en eiginmaðurinn hennar Collin,
di-ykkjumaðurinn auðnusmái og lítils-
virti, sem áður hafði verið.
Kona mín var ekki nema svipur hjá
sjón móts við það, sem áður hafði verið
og eina helztu orsök vanmáttar síns
taldi hún vera brottför sonar okkar í
herþjónustu. Sú ráðabreytni fékk henni
svo mikils harms, að hann stóð henni
fyrir svefni í sex vikur. Son okkar bjóst
hún ekki við að sjá framar þessa lífs,
og því kvað hún sér það dýrmætari gleði
og styrk, en orð fengu lýst, að hitta
mig nú nýjan og betri mann.
Framh.
Smdn, sem ekki þolir
dagsbirtu
Málgagn nclskra bindindismanna,
Folket, birti 11. maí s. 1. nokkrar línur
úr norska Morgunblaðinu. Þar er það
nýbakaður læknir, Lorentz Lossius, sem
hcfur orðið, og segir, að meðan ríkið
telji það hagkvæmt, nauðsynlegt og sið-
ferðilega verjanlegt að selja áfengi til
gífurlegra tekna fyrir ríkissjóð, geti
ekki komið til mála, að alþýða manna
láti sig litlu skipta þótt þúsundum og
tugþúsundum manna sé fórnað slíkum
viðskiptum. Hann segir ennfremur:
„Eins og áður er sagt, eru um 40
þúsund áfengissjúkir menn í Noregi.
Handa þessum fjölda höfum við aðeins
nokkur lítil drykkjumannaheimili og
slík sjúkrahús, er rúma 225 sjúklinga.
Skiljanlegt er, að ekki margir af þess-
um 40 þúsundum geta fengið þar að-
hlynningu. Við þurfum að fá mörg
drykkjumannahæli og sjúkrahús til við-
bótar. Það er mjög skaðlegt, að þurfa
að láta gamla forherta áfengissjúklinga
vera saman með ungum mönnum, sem
nýlega eru komnir út á hina hálu braut,
en hafa ef til vill bæði vilja og getu
til að endurheimta sjálfstæði sitt“.
Meiri áfengissölu árlega, fleiri á-
fengissjúklinga, fleiri drykkjumanna-
hæli, meira böl og meiri fyrirhöfn og
vandræði, — er þetta leið, sem sæmir
menningarþjóðum? Hvenær munu þær
þvo af sér þessa hróplegu smán? Sú
háðung getur ekki þolað dagsbirtuna,
að ríkið selji þegnum sínum þá vöru,
sem spillir og eyðileggur líf þeirra svo
skiptir þúsundum, tugþúsundum og
jafnvel milljónum, og skapar auk þess
félagslegt böl, sem er flestu vondu
verra.
Ef áfengissalan væri ekki í höndum
ríkisstjórnanna, þá mundu þegnar
þeirra landa engrar hvíldar una sér þar
til áfengisneyzlan væri gerð landræk.
í ríkiseinkasölunni hefur áfengið feng-
ið sitt bezta vígi. En það verður að
falla. Heilbrigð skynsemi heimtar það.
Mannúð og réttlætiskennd heimtar það.
Velferð þjóðarinnar heimtar það. Allt,
sem er heilbrigt, gott og göfugt heimt-
ar það.
Áfengi og glæpir
Norska blaðið Folket segir, að
minnsta kosti 60% glæpa, sem refsað
sé með fangelsisvist, séu að mestu leyti
framdir sökum ölvunar. Þetta er sam-
kvæmt afbrotaskýrslum árið 1946. Frá
árinu 1924 eru gefnar upp eftirfarandi
tölur um glæpi ölvaðra manna, en krón-
iskir drykkjumenn eru þó ekki taldir
með:
„Morð, manndráp og misþyrmingar
69,5 af hundraði framin af drukknum
mönnum, þjófnaður og fölsun í viðskipt-
um 39,4%, nauðganir og annað ofbeldi
33,3%, mannskæðar brennur og önnur
skemmdarverk 33,3%.
Slíkar upplýsingar gefa skýrslur allra
landa, og þessu vilja þeir menn við-
halda, sem stöðugt japla, eins ög keyp-
óttir krakkar, um frjálsari áfengissölu,
fleiri tegundir áfengis, áfengt öl, áfengi
í smáskömmtum og áfengisveitingar
sem víðast. Þessum glæpafaraldri meðal
þjóða viðheldur áfengisverzlunin í
hvaða mynd sem er og allir stuðnings-
menn hennar. Það eru sömu mennirnir,
sem reyna að lítilsvirða baráttu okkar
bindindismanna, smjatta á eftirlætis-
orðum sínum ,,ofstæki“, „öfgar“, til
þess að reyna að ófrægja okkur í aug-
um manna. En augljóst er, hverju þeir
þjóna.