Eining - 01.08.1949, Side 5
E I N I N G
5
Björn Guðmundsson skólastj.
s j ötu gur
f Þegar minnst skal manna við ýmis-
tækifæri, verður það ljóst, sem betur
fer, að nytsemdarmennirnir eru margir,
þótt hvert þjóðfélag vildi sjálfsagt eiga
þá enn fleiri.
Fyrir nokkrum árum lá leið mín oft
fótgangandi yfir Vestfjarðafjöllin. Oft
var það um hávetur og veður bæði og
færi misjafnt. Jafnan lagði ég þá leið
mína frá ferjustaðnum við Gemlufall,
Dýrðafirði, út að Núpi. Oftast var þá
áliðið dags og stundum að baki alllöng
! gönguför, en ferðalangur tekinn að
þreytast. Þá var það allt af tilhlökkunar-
efni að koma að Núpi. Þar tóku við
gesti góðir menn heim að sækja, bænd-
ur og kennaralið skólans, en hið fyrsta
var þó jafnan hið þétta, hlýja og góða
handtak skólastjórans, Björns Guð-
mundssonar, sem bauð komumann
hjartanlega velkominn. Handtak hans
túlkar mæta vel skapfestu, heilindi og
drengskap mannsins og þá menningu,
sem menn tileinka sér bezta.
Björn er fæddur 26. júní árið 1879
aö Næfranesi í Dýrafirði. Foreldrar hans
voru Guðmundur Þórarinsson og kona
hans Guðbjörg Guðmundsdóttir, Þor-
valdssonar frá Hvammi. Móður sína
misti Björn, er hann var þriggja ára.
Ólst hann svo upp hjá föður sínum og
fóstru, Rósamundu Greipsdóttur, unz
faðir hans dó 1902. Reynsluskólinn var
fyrsti skóli Björns, átti hann m. a. við
^ langvarandi sjúkdóm að stríða laust fyr-
ir aldamótin. Arið 1906 lauk hann prófi
við kennaradeild Flensborgarskólans,
kenndi svo börnum eitt ár, en fór þá
utan og dvaldi um 11 mánuði erlendis,
lengst í Askov, í Danmörku.
Fór nú saman bæði gott efni í mann-
menntaður í taugasjúkdómum, sem yrði
þá sambærilegur við berklayfirlækni.
Sömuleiðis var framkvæmdanefnd
falið að athuga skilyrði til að mynda vísi
að leiðtogaskóla fyrir Regluna.
inum og samneyti við ágætis menn og
hina þjóðhollustu og beztu menningu.
Eitthvað gott hefur Björn haft með sér
frá hinni ungu, þróttmiklu og hollu lýð-
skólamenntun Norðurlanda, sem þá var
risin upp fyrir nokkru, undir forustu af-
burða manna, og strax eftir heimkom-
una tók Björn að kenna við skóla séra
Sigtryggs Guðlaugssonar á Núpi, og
þarf ekki að lýsa hér áhrifum þess þjóð-
kunna manns. Við þann skóla hefur
Björn ýmist kennt eða verið skólastjóri,
næstum óslitið, fram á þennan dag. —
Skólastjóri var hann árin 1929—42.
Auðvitað hefur Björn Guðmundsson
ekki komizt hjá að gegna ýmsum þeim
störfum, sem oftast lenda á þeim mönn-
um, er aðrir trúa bezt. Hann hefur ver-
ið formaður Ungmennafélags Mýra-
hrepps frá stofnun þess 1934 og for-
maður sambands ungmennafélaganna á
Vestfjörðum frá byrjun eða frá 1913—
1944, verið í hreppsnefnd síðan 1913
og hreppstjóri síðan 1922, í stjórnar-
nefnd Kaupfélags Dýrfirðinga síðan
1919.
Björn er afbragðs kennari og leiðsögn
hans góð. Hann flytur gott mál í ræðu
og riti. Það ber manninum vitni eins
og líka öll framkoma hans. Hann er
unnandi lista og hinna beztu bókmennta,
heilsteyptur liðsmaður framfara, menn-
ingar og góðra málefna, hefur mjög í
heiðri hinar þjóðhollu og kristilegu
dyggðir og trúna á guð og mannkynið,
þjóðrækinn í bezta lagi og bindindis-
maður um skör fram, og er það ekki
venja mín að telja menn of bindindis-
sama. En það liggur við að svo hafi mér
þótt um Björn, því að hann hefur stillt
sig um að veita sér þann unað, sem góð
kona færir eiginmanni sínum, og hefur
mér þótt það helzti ljóðurinn á ráði
þessa væna manns. En lof sé honum
fyrir, hve heilhuga hann hefur útskúfað
bæði áfengi og tóbaki, og hefur hans for-
dæmi þar áreiðanlega komið að miklu
liði í starfi hans, sem kennara, skóla-
stjóra, foringja ungmenna í félagslífi í
stúkustarfi, og öllu samneyti við menn.
Björn er einn þeirra manna, sem gott
er að kynnast og gott er að verða sam-
ferða, einn þeirra manna, sem ekki er
hægt að hugsa sér öðruvísi en í fullu
fjöri og vel vinnandi, þótt árin færist
yfir. Við erum margir, sem árnum hon-
um heilla á þessu merkisafmæli hans,
þökkum ánægjulega viðkynningu,
trausta vináttu og mikið og gott starf í
þágu góðra málefna og þjóðfélags.
Pétur Sigurðsson.
JAÐAR
Fjarri önn og ysi,
argi og blaSaþvaSri,
borgarglaumi og glysi,
gott er að vera á JaSri.
Hér er hliSiS góöa:
Helgiþögn og friSur
einnig lundur Ijóða
og Ijúfur vatnaniður.
Tíminn hœgt sér hraSar
á heima tveggja mótum,
nemur ncerri staSar
niSri í hraunsins gjótum.
Leysist villa og vandi
vel á auSnar sviSi,
líkt og eilífS andi
inn í brjóst vor friSi.
Þar sem þróast björkin
þrifist getur hryggSin,
og oft er eySimörkin
auSugri en byggSin.
Þó grjót og sandur grandi
gróSur, samt mig hrífur
þessi örcefa Andi,
sem yfir JaSri svífur.
Hér eru helgar slóSir:
hefur þögnin völdin,
enda eru guSir góSir
á gangi hér á kvöldin.
Þokki þessa staSar
þeim ég hygg aS líki.
Jeg held ncerri aS JaSar
jaSri aS himnaríki.
Gert að Jaðri í júní 1949.
Grétar Fells.
Ráðgdturnar
Margar hafa ráðgátur mannanna
verið erfiðar. Prófesor nokkur gekk fram
hjá prangarabúð. Ot um gat á múr-
veggnum hafði verið stungið kálfsrófu
til þess að auglýsa, að inni fyrir væru
seldar húðir.
Þarna stóð prófessorinn undrandi og
braut heilann mjög um þessa torráðnu
gátu: Hvernig stóð á þessari kálfsrófu?
Fyrst kálfsrófan stóð út um gatið, hlaut
kálfurinn að hafa skriðið inn um gatið,
en hvernig í ósköpunum gat heill kálfur
komizt inn um þessa þröngu holu í
múrnum? Þetta var sannarlega ekki
auðleyst úrlausnarefni. Já, þau hafa oft
verið erfið viðfangsefni fræðimanna og
vísinda.
Sir Wilfred T. Grenfell:
„Ég álít, að hið eina hrósverða sé það
að hafa með lífi sínu gert heiminn betri.
Og það eitt er víst, að ekki hjálpar áfeng-
isnautnin til þess. Þúsund sinnum hef ég
lofað Guð íyrir að vera laus við snöru
drykkj uvanans. * ‘