Eining - 01.08.1949, Qupperneq 18

Eining - 01.08.1949, Qupperneq 18
18 EINING 4 Á hvalveiðastöðvum eftir Magnús Gíslason. Magnús Gíslason er roskinn maður og Reykvíkingum að góðu kunj*ur. Hann tók lengi mikinn þátt í félagslífi Goodtemplara og á þar og víðar fjölda vina. Uin aldamótin var Magnús á hvalveiðistöðvum á Austurlandi. Frá lífi sínu þar segir liann í þessari hók, ásamt ýmsu, sem á daga hans hefur drifið. Magnús segir m. a. í formálsorðum: — Það er mörgum enn í fersku minni, þegar lival- veiðarnar voru stundaðar hér við land, fyrir og eftir síðustu aldamót. —- Hvalveiðitímabilið mun hafa staðið yfir rúmlega 30 ár, og skiptist nokkurn veginn jafnt á báðar aldimar, þá 19 og 20. — Sá, sem nafnkunnastur varð liér af norskum livalveiðimönnum, hét Hans Ellefsen, fyrst á Sólbakka við Önundarfjörð, síðar á Asknesi við Mjóafjörð eystri. Hann var ætíð mjög hjálpsamur og velviljaður nágrönnum sínum og virtist bera velvildarhug til íslendinga yfirleitt. Venjulega hafði hann 40—50 íslendinga í vinnu á liverju sumri og hafði erindreka í Reykjavík til þess að ráða til sín fólk. Margir unnu lijá honum öll þau ár, sem hann rak útgerð liér á landi. Nú eru margir þessara manna fallnir í valinn, en það gæti verið fróðlegt og að sumu leyti skemmtilegt að hvalveiðilífinu sé nokkuð lýst og þátttöku fslendinga í því. — Bókin er létt og skemmtilega skrifuð og skreytt nokkrum myndum. Á kalbátaveiðnm eftir NjörS Snœhólm. Njörður Snæhóhn er fæddur að Sneis í Laxárdal, Húnavatnssýslu. 1937 fór hann til Noregs og innritaðist í Norsk Aerklub í Osló. 1 Noregi lauk hann flugprófi. í október 1940 fór hann til Canada og gekk þar í sveit frjálsra Norðmamia. í hókinni lýsir Njörður ýmsu því, er á daga lians dreif hér á landi og annars staðar, þann tíma, sem liann var í lier og lögreglu Bandamanna á ófriðarárunum. Bókaverzlun Isafoldar „Málarinn” ára reynsla okkar með málningu og veggfóður tryggir viðskiptin. Símar: 1496, 1498. Búnaðarfélag fslands er miðstöð alls búnaðarfélags- skapar í landinu. Ævifélagagjald er aðeins 40 kr. Fyrir þetta verð fá menn Búnaðarritið til æviloka. Regnhlífagerðin Hverfisgötu 26 — Sínii 3646. Höfum ávallt til sölu nýtízku regnhlífar. Onnumst viðgerðir á regnhlífum. Vönduð vinna — Fljót afgreiðsla. Einasta regnlilífagerðin á fslandi. 0 4 1 4 * * 4

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.