Eining - 01.08.1949, Side 10
10
E 1 N I N i;
E i n i n g
Mánaðarblað um bindindis- og menningarmál.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Pétur Sigurðsson.
Blaðið er gefið út með nokkrum fjárstyrk frá Stórstúku íslands,
íþróttasambandi íslands og Sambandi bindindisfélaga í skólum.
Árgangurinn kostar 20 krónur. í lausasölu kostar blaðið 2 krónur.
Afgreiðsla þess er á skrifstofu blaðsins, Klapparstíg 26, Rvik.
Sími: 5956.
Brýnasta þörf hjóðarinnar
Þessi þörf er ekki bindindi, svo nauðsynlegt sem það þó
er. Hún er ekki heldur erlendur gjaldeyrir, sem er þó mjög
eftirsóttur, og hún er ekki einu sinni síldin, sem þjóðin trúir
á, fremur flestu öðru.
Nei, brýnasta þörf þjóðarinnar er nýtt og starfhceft stjórn-
skipulag og ný stjórnarskrá, og siðferðileg endurfæðing.
Ef til vill stendur þetta orð, endurfceðing, í einhverjum, en
liér er ekki átt við annað en þáð, að þjóðin þurfi að endur-
heimta mat sitt á drengskap og heiðarleik í öllum viðskiptum,
sambúð og athafnalífi.
Erlendir gestir geta séð allt hjá okkur í dýrðarljóma hinna
ytri og yfirborðslegu framfara, og slegið okkur gullhamra.
Og við viljum gjarnan sjálfir líta á okkur sem afreksmenri
og arftaka feðranna frcegu, en ekkert þýðir þó að loka aug-
vnum fyrir því, að mjög alvarleg og ncergöngul spilling heíur
náð tökum á allstórum hluta þjóðarinnar. Það er sjúkdómur,
sem þarf að lceknast, en er illur viðureignar.
Enginn maður, sem eitthvað þekkir til mála hjá okkur,
hin síðari árin, mun neita því, að hér hafi óheiðarleika-pestin
náð tökum á okkur. Sviksemi er spilling og sviksemin er mjög
áberandi. Sviksemi í viðskiptum og opinberum málum, svik-
semi við vinnu og trúnaðarstörf, sviksemi í einkalífi, hjú-
skaparlífi og ástamálum, og loforðasvikin eru orðin venja.
Svartamarkaðsbrask fer ekki leynt, pólitískir flokkar hafa
stöðugt hag þjóðarinnar á uppboði sín á milli, en sjálf er hún
munaðarleysinginn, sem horfir fram á þá ógn, að missa ef
til vill aftur dýrmcetasta hnossið, fullveldið og frelsið, missa
það í gegnum fjármál sín.
Allur óheiðarleiki, öll óheilindi og sviksemi í hvaða mynd
sem er, og allt los og kceruleysislíf, er þjóðarspilling, hcettu-
legur sjúkdómur. Tilgangurinn með þessum línum var ekki
sá, að telja þetta upp né deila á hina mörgu seku, heldur
hitt, að hvetja menn til að gera sér þetta Ijóst, og lcekning
við meininu fcest engin önnur en sú, að hver einasti þjóð-
félagsþegn láti sér skiljast, að velferð hans og afkomenda hans
um ókominn tíma, er komin undir því, að þjóðinni farnisl
vel, en velfarnaður hennar er kominn undir heiðarleik og heil-
indum hvers einasta manns í þjóðfélaginu. Við verðum að
bceta ráð okkar, allir sem einn og einn sem allir. Við verðum
að temja okkur grandvarleik, réttlceti og sanngirni í hverju
máli og öllu okkar athafna- og viðskiptalífi. Ekkert annað er
mönnum scemandi, og ekkert nema drengskapur og dyggð
getur verið undirstaða hins farscela lífs, bceði þjóðar og
manns.
Við verðum að knýja á hjá ráðandi mönnum þjóðarinnar,
að þeir geri alvöru úr því að gefa okkur nýja stjórnarskrá
og vel starfhceft stjórnskipulag, en svo verðum við líka, hver
og einn, að rcekja okkar hlutverk. Allt, sem skemmir mann-
inn, er honum til tjóns og þjóðarheildinni einnig. Við getum
tamið okkur heiðarleik og heilindi ef við viljum, og sá einn,
er þetta gerir, er góður þjóðfélagsþegn. Látum ekki komandi
aldir dcema okkur sem menn, er svikust um að rcekja hlutverk
sitt til heilla komandi kynslóðum. Við eigum að snúa við af
þeim glapstigum, sem við erum á og höfum fetað. Við eigum
að taka til fyrirmyndar þá menn, sem á öllum öldum hafa
fcert þjóðunum mesta blessun, og þar er hinn siðferðilegi
styrkleiki alltaf að verki.
Ný stjórnarskrá, nýtt og starfhceft stjórnskipulag, og sið-
ferðileg viðreisn eða endurfceðing, er þjóðarinnar brýnasta
þörf. Reynum af öllum mcetti að bceta úr henni, hver á sínu
sviði. Það er mesta og bezta menningarstarfið.
FELA MENN ELDIN
Norska blaðið Folket, hefur eftir skáldinu og rithöfundin-
um Johan Falkberget, þessar setningar:
„Engir þora nú orðið að ræða eða rita af eldmóði. Allir
óttast, að verða þá ekki taldir nógu skynsamir og gáfaðir og
fastir í sniðum.... Engir talar nú eða skrifa eins og Werge-
land og Björnsson. Okkur skortir það, sem Grundtvig kallaði,
að vera á „valdi andans“. Án þess verður allt grámyglulegt
og sólmyrkvi. . . . Bókstafurinn er þurr.
Nordahl Grieg var hinn síðasti mikli fulltrúi hrifningarinn-
ar. Hann nálgaðist Wergeland og Nils Collett Vogt. Nordahl
Grieg verðum við að jarðsetja við hliðina á Wergeland, þeg-
ar heppnast að finna bein hans í Berlín. Svo verðum við að
bíða um stundarsakir. Hrifningin mun koma aftur. en ef til
vill er sá, sem ryður þar braut, ekki fæddur enn“.
Þetta norska skáld talar um andlega ,,vetrarhörku“. Menn
eru hræddir við að lifa sjálfa sig, eða láta stjórnast af hinu
bezta og guðdómlegasta í manninum. Allir þurfa að vera
skynsamir, gáfaðir, lærðir og einhvers konar réttlínu menn.
Menn verða að kunna sig eins og réttilega menntaðir menn,
steyptir í mót andleysisins, tala varlega og skrifa gætilega,
láta ekki sjóða upp úr, láta ekki „loga glatt“, gefa tilfinning-
unum ekki lausan tauminn, tala ekki af eldmóði og hrifningu.
Hinn upplýsti nútími gæti þá fundið upp á að segja, að mað-
urinn væri ekki með réttu ráði, eða of æstur eða eitthvað
annað, sem gerði hann að hálfgerðu flóni í augum heimsins.
Var það ekki þannig? Allir þóttust sjá keisarans nýju föt, þótt
ekkert væri þar að sjá. Annars áttu menn á hættu að vera
taldir heimskir. Og nú þora menn ekki að láta stjórnast aí
andanum, vera eldheitir, tala af hrifningu, og svo flæða bæk-
urnar um löndin, en kveikja í fáum, endurfæða jafnvel engan
og skapa engan fögnuð, sem leggur kynslóðinni lofsöng á
tungu.
Kristur var búinn að vera lengi einn í óbyggðum áður en
hann flutti fjallærðuna, en þá fann líka fólkið strax að hann
talaði öðruvísi en fræðimennirnir, og hjörtu mannanna tóku
að ,,brenna“. Þetta breytti vetrarhörku í sólbjart sumar og
gróanda. Við bíðum annars eins óþreyjufullir.
Hófdrykkjumennirnir, svo nefmln. eru
sinitberar áfengissýkiunar