Austurland


Austurland - 21.12.1978, Blaðsíða 1

Austurland - 21.12.1978, Blaðsíða 1
ÆJSTURLAND MALGABN ALÞÝÐUBANDflLAGSINS Á AUSTDRLANDI 28. árgangur. Neskaupstað, 21. desember 1978. 51. tölublað. Frd bffjorstjðrn Neskoupstaðor Síðasti reglulegi fundur ársins var í fundarsal Egilsbúðar briðjudaginn 12. desember. Meðal mála á dagskrá voru: Frá bæjarráði Kynnt var bréf frá Frímanni Sveinssyni, sem rekið hefur Hótel Egilsbúð. Hefur hann ákveðið að hætta rekstrinum frá og með ára- mótum. Bæjarfulltrúar voru sam- mála um, að það væri slæmt og nán- ast ótækt að vera hótellaus, en töldu j>að hins vegar ekki í verkahring bæjarfélagsins að reka slíkt fyrir- tæki. Samþykkt var að innheimta fast- eignaskatt árið 1979 með 25% álagi í stað 20 í fyrra, en gjaldstuðlar ann- arra fasteignagjalda verða j?eir sömu og áður. Frá byggingarnefnd Guðbjörn Oddur Bjamason sækir um leyfi til að byggja ibúðarhús úr steinsteypu á lóð nr. 17 við Víði- mýri. Var það samþykkt. Flugmálastjórn sækir um leyfi til að byggja flugskýli (alls 190 m2) úr timbri á steyptum grunni norðvest- an við núverandi flugskýli. Húsið á að byggja í áföngum og fyrsti áfangi er geymsla fyrir öryggistæki. Bygg- ing jæssi er á óskipulögðu svæði og j>ví var samþykkt að leita umsagn- ar skipulagsnefndar. Skipulagsnefnd hefur fjallað um málið og leggur til að byggingin verði leyfð. Var það samþykkt. Frá hafnarstjórn Bæjarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti erindi frá stjórn Hafnarsam- bands sveitarfélaga um breytingu á gjaldskrá hafna. Hækka þá allir liðir gjaldskrárinnar um 35% nema afla- gjaldið um 25%. Lagðar voru fram og ræddar skýrslur og greinargerðir frá Sigl- ingamálastofnuninni og Heilbrigðis- eftirlitinu um grútarmengun í loðnu- löndunarhöfnum. Þessar skýrslur eru gerðar í beinu framhaldi af heimsókn manna frá þessum stofn- unum til Austfjarðahafna í sumar. Settar eru fram tillögur um lausn þess vanda sem grútarmengunin skapaði og tekur hafnarstjórn undir þær og samþykkir að fylgjast vel með framvindu þessara mála. Rætt var erindi frá stjórn skip- stjóra og stýrimannafélagsins Sindra í Neskaupstað. Er þar bent á hættu sem skapast hefur af völdum sjó- gangs við sjóvarnargarðinn, næst flugvallarafleggjaranum. í umræð- um kom fram. að hafnarstjóri vildi á sínum tíma setja þarna meiri grjót- fyllingu, en hafnarmálastjóri heim- ilaði það ekki.. Þarna er um all- kostnaðarsama framkvæmd að ræða og óvíst um ríkisframlag, en hafnar- stjóri lagði til að að þessu yrði hug- að á næsta ári. Var |>að samþykkt, en jafnframt mun hafnarstjóri fylgj- ast vel með ástandinu á jæssum stað. Hafnarstjóri skýrði frá því að búið væri að koma upp lýsingu við báta- höfnina og reynt yrði að konta raf- lögn í ljósastaur við nýja stálþilið. Var þessum áfanga fagnað. Frá æskulýðsráði Æskulýðsráð hefur haldið tvo fundi, en nýkjörinn formaður þess er Þórir Sigurbjörnsson. Byrjað var á að aíla upplýsinga um æskulýðs- starf í Neskaupstað og haga starfi ráðsins eftir þeim. Samþykkt var að leggja aðal- áherslu á að koma Sjómannastofu í gagnið sem fyrst og reyna að virkja unglinga til jæirra starfa. Menn voru sammála um að Æskulýðsráð ætti að leggja megináherslu á starf fyrir 13-16 ára unglinga, en æskilegt væri að auka fjölbreytni klúbbstarfs fyrir yngri hópa, t. d. í samvinnu við Barnaskólann. Talið var nauðsynlegt að einhver fullorðinn væri í Sjómannastofunni að staðaldri til umsjónar og aðstoð- ar, en jafnframt var ræddur sá möguleiki að starfandi æskulýðs- félög tækju að sér skipulagningu og umsjón einstakra kvölda. Samþykkt var að boða til fundar með 13—16 ára unglingum um starfið. Sá fundur var haldinn 13. nóvember og mættu þar 43 ungling- ar. Lýstu þeir sig reiðubúna til starfa við málun og innréttingasmíði og kusu úr sínum hópi 8 manna fram- kvæmdanefnd. Fram kom hjá ung- lingunum, að jæir telja að góð hljómflutningstæki séu forsenda þess að starfræksla Sjómannastofunnar takist vel. Helstu hugmyndir þeirra um störf voru diskotek, kvikmynda- kvöld og leiktækjakvöld. Frá jafnréttisnefnd .Iafnréttisnefn(d ætlar að vinna nokkur dreifibréf úr skoðanakönn- uninni um jafnréttismál sem gerð var í maí 1976. Samþykkt var að leita samstarfs við foreldrafélag grunnskólans um starf í tilefni barnaárs Sameinuðu þjóðanna, og rætt var um að bjóða Verkalýðsfélaginu upp á samstarf um dagskrá 1. maí. Frá afmælisnefnd bæjarins Undirbúningur undir 50 ára af- mæli Neskaupstaðar er í fullum gangi. Fyrsti þátturinn er að halda bæj- arstjórnarfund 7. janúar, en þann dag fyrir fimmtíu árum var fyrsti íundur bæjarstjórnar Neskaupstað- ar haldinn. Að loknum fundi er ætlunin að hafa almennar kaffiveit- ingar og hefur verið leitað eftir að- stoð ýmissa félaga um pá fram- kvæm,d. Þá verður eitt og annað um að vera í vetur, en aðalhátíðin verður svo fyrstu helgi í júlí. Á þessum bæjarstjómarfundi voru samþykktar tvær tillögur frá af- mælisnefndinni. Samþykkt var breyting á bæjar- merkinu. Hið nýja merki er unnið á Auglýsingastofunni hf. og hannað af Fanneyju Valgarðsdóttur. Er um það að ræða að gamla merkið er einfaldað og hreinsað upp og fært til okkar tíma. Þá var samþykkt að búa til ýmsa gripi tengda afmælinu, sem hafðir verða til sölu á afmælisárinu. Er þar um að ræða borðfána, límmiða, endurskinsmerki, veggdisk, barm- merki, minnispening og skyrtubol. Rétt er .að benda á, að enginn má gefa út minjagripi eða nota á annan hátt bæjarmerkið án leyfis bæjaryfirvalda. — Krjóh. Auglýsingamóttaka í síma 7698 á mánudögum. Vinningor í leikfangahappfl,ætti Þróttar 1978: 365 — 833 — 958 — 233 — 425 583 — 591 — 360 — 413 — 843 717 — 996 — 294 — 659 — 481 545 — 876 — 597 — 141 — 716 Upplýsingar í síma 7500, Nesk. Gjofir til Fiórðungssjúlirahússins Undanfarið hafa mörg böm kom- ið á skrifstofu sjúkrahússins og af- hent þar peningagjafir til sjúkra- hússins. Þessara peninga hafa þau aflað með hlutaveltum. Börnin, sem eru á aldrinum 5—13 ára, eru þessi: Kristín Ágústsdóttir, Valdís Jóns- dóttir og Guðný Björgvinsdóttir gáfu kr. 400. Jóhanna Jóhannsdóttir og Ásta Bjarnadóttir gáfu kr. 3.050. Ólafur Viggósson kr. 1.000. Birgitta Sævarsdóttir og Anna María Heiðberg kr. 2.300. Karen Ásta Friðjónsdóttir og Gyða Guðmundsdóttir kr. 5.450. Ásta Þórarinsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir kr. 5.000. Þessum ungu vinum sjúkrahúss- ins þakka ég hér með kærlega. F. h. F.S.N. Stefcín Þorleifsson Stríðið við verðbólguna Enn hefur verð á landbúnaðarvör- um verið lækkað og er það liður í baráttu ríkisstjórnarinnar við verð- bólguna. Þessi lækkun stafar af auknum niðurgreiðslum í samræmi við 1. des.-ráðstafanirnar. Ef ekki hefði til þeirra komið hefði verðlag á þessum vörum hækkað til muna. Sem dæmi um verðlækkanimar má geta þess, að 1. flokks súpukjöt lækkar úr 935 í 781 kr., mjólkurlítri úr 137 í 131 kr., smjör úr 1274 í 1150 kr. og kartöflur í 5 kg. pokum úr 595 í 518 kr.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.