Austurland


Austurland - 21.12.1978, Blaðsíða 2

Austurland - 21.12.1978, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 21. desember 1978. lUSTURLAND Útgejandi: Kjördœmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi. Ritstjóri: Bjarni Pórðarson. — NESPRENT Stórfiskarnir sleppa Nokkrar umræður hafa að undanförnu orðið um skattamál í sam- bandi við tekjuöflun ríkisstjórnarinnar til að standa straum af stríði hennar við verðbólguna. Einkum eru sumir í uppnámi vegna fyrirætlana um nokkra hækkun beinna skatta, sem hafa sér ]>að til ágætis að vera öðrum sköttum minna ranglátir. Ein mótbáran gegn tekjuskattinum er sú, að hann sé í raun næstum eingöngu launamannaskattur; ]æir sem taka tekjur sínar hjá sjálfum sér með einum eða öðrum hætti, eða afla Jæirra með einhverskonar misjafn- lega ljósfælnu braski, hafa alltaf ráð með að sleppa. Það er nokkuð til í þessu. En það eru engin rök gegn tekjuskatti. Hins vegar eru ]>að rök fyrir hcrtu skattaeftirliti og harðari viðurlögum við skattsvikum. En þótt mest sé talað um svikinn tekjuskatt, eru skattsvikin miklu víðtækari og má ]>ar nefna þrálátan orðróm um stuld á söluskatti. En aldrei heyrist því haldið fram, að fella eigi niður óbeina skatta fyrir það að sumir stingi ]?eim í eigin vasa t stað þess að skila honum í sam- ciginlegan sjóð landsmanna. Auðvitað á að snúast við skattsvikum á sama hátt og við öðrum afbrotamálum. Það á að elta uppi afbrotamennina og láta pá sæta refsing- um á sama hátt og aðra, sem draga sér fé. Oft er undan því kvartað, að skattstofurnar hafi ekki nægan vinnu- kraft til að vinna sitt verk sómasamlega. Ekki skal )>að dregið í efa og er sjálfsagt að bæta ]>ar úr. En skattstofurnar eru önnum kafnar við smá- munina, leggja saman og bera saman allskonar tölur snertandi skatt hins almenna launþega í því skyni að reyna að koma á hann nokkrum krónum í viðbót. En framtöl þeirra, sem ckki eru launamenn, eru frekar látin í friði, kannski eru þau svo miklir pappírar. að skattstofumenn veigri sér við að leggja í pá. Og niðurstaðan verður svo oft sú, að smásyndararnir eru teknir en stórsvindlararnir sleppa. Oft eru þau skattsvik smásyndaranna, sem skattstofumenn rekast á, eingöngu smávegis ónákvæmni og ókunnugleika á skattamálum að kenna. Það sem upp úr þessum sparðatíningi hefst fyrir ríkið er lítilræði og í mörgum tilfellum tapar ríkið beinlínis á ]»essu framtaki skattstofumanna. Það fara ekki fáar vinnustundir í að gcgnuntlýsa öll framtöl verkamanna, skrifa bréf fram og aftur út af þeim velta fyrir sér svörum og fella dóma. En á meðan sleppa |>eir flestir, sem ástæða væri til að hafa hendur á. Oft eru bréfaskril'tir skattstofumanna með öllu ástæðulausar og næst- um broslega heimskulegar. Er engu líkara en þeir hafi sumir sjúklega áráttu lil bréfaskrifta. Eitt lítið dæmi skal tekið. í surnar fékk gjaldandi einn í launjægastétt hátíðlegt bréf frá skatt- stofu Austurlands. Þar voru gerðar jujár athugasemdir við framtal hans. í fyrsta lagi hafði hann ekki talið fram 1200 kr. arð af hlutabréfi. Þetta var rangt. Arðurinn var talinn fram á sínum stað. í öðru lagi hafi ekki verið talið til eigna fimmþúsund króna hlutabréf, sem gjaldandi hafði keypt. Hlutabréfið hafði aldrei verið greitt, en pótt svo hefði verið hafði gjaldandi ekki fengið eignaskatt. í þriðja lagi hafði gjaldandi talið sér til frádráttar smáupphæð sem var 90% af heimilistryggingu. Skattstofumað- ur taldi þennan frádrátt ekki heimilan en gjaldandinn færði rök fyrir sínu máli og hefur síðan ekki heyrst á málið minnst. Ef skattstofumaðurinn hefði haft sitt mál fram t. d. vegna þess að gjaldandi hafi ekki hirt um að svara, hefði hann með rangri skattheimtu líklega halað inn fyrir ríkið á annað Jmsund krónur, en hvað skyldi ríkið hafa þurft að greiða í vinnu- laun og annan kostnað vegna þessara misheppnuðu tekjuöflunar? Þetta dæmi er eingöngu nefnt til að sýna fram á hve fáránleg sparða- VVVVW VWVWXAA/WWWWWVWAA/WWWWAWWWV VVWvVVWWWWWWWVWWW vwwwwwwv Veiðigleði 1978 | verður haldi í Egilsbúð miðvikudaginn 27. desember, kl. 20. Miðasala fer fram í Egilsbúð föstudaginn 22. desember frá kl. 4 til 7 e. h. N E F N D I N 'í vwwwwwwwwwwvwx wwvvw www www vwvwvw\ wvwvw vwwWWWWV V vwwvwvw wwvvwwvwvwwvwvwvwvwvwvwwvwvwvww WVW V V VVWW V w vw vvwvw vw w vvvwww ]ólatrésskemmtun í Jólatrésskemmtun Kvenfélagsins Nönnu. verður haldin fimmtu- daginn 28. desember. Skemmtunin hefst kl. 15 og gengið verður í kringum jólatréð til kl. 17.00, pá hefst dans fyrir yngstu börnin til kl. 18.00. Kl. 20.00 er dansleikur fyrir 1.—6. bekk barnaskólans til kl. 23.00. Miðar verða seldir í Egilsbúð við innganginn. Verð miða er kr. 500. NEFNDIN Munið heillaskeyti Kvenfélagsins. Skcytin fást hjá: Sólveigu, síma 7383 — Steinunni, síma 7468 — Önnu, síma 7176. Kvenfélagið N A N N A Neskaupstað w vvwvw vwwvwvwww wwvwwwwwvw w wwwvw www ww vvwwwvw vwvwwvwww lólomesur í Norðfjarðflrprestakalli AÐEANGADAGUR: Messa á sjúkrahúsinu kl. 16.30 — Aftan- söngur í Norðfjarðarkirkju kl. 18. JÓLADAGUR: Hátíðarmessa í Norðfjarðarkirkju kl. 2. ANNAR í JÓLUM: Messa á Kirkjumel kl. 2. GAMLÁRSDAGUR: Aftansöngur i Norðfjarðarkirkju kl. 18. Bæjarmálaráðið í Neskaupstað: Fundur kl. 8 á hverju miðvikudagskvöldi. t tínsla skattstofumanna er. Þeir eru svo önnum kafnir við að elta uppi nokkurra króna skekkju hjá smáfiskunum að stórfiskarnir sleppa. Skattyfirvöld ættu að hætta að eyða orku sinni í látlausum eltingar- leik við titlingaskít, en snúa sér heldur að pví að moka flór þeirra, sem alltaf er verið að tala um að sleppi við lögboðna skatta.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.