Austurland


Austurland - 21.12.1978, Blaðsíða 4

Austurland - 21.12.1978, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 21. desember 1978. Noregspistill frá Smára Amerískar myndir Sl. vor, rétt fyrir bæjar- og sveitar- stjómarkosningarnar, þrammaði einn af helstu frambjóðendum Sjálf- stæðisflokksins í Neskaupstað um götur bæjarins í silfurlitri blússu með bapdaríska fánann saumaðan á aðra öxlina. Ég velti því fyrir mér pá hvort þetta væri liður í kosninga- baráttu Sjálfstæðisflokksins í bæn- um, eða hvort það væri hreinasta tilviljun og gjörsamlega meiningar- laust að frambjóðandinn skrýddist þessu klæði svona rétt fyrir kosn- ingar. Ég velti pví líka fyrir mér hvort fólk tæki yfirleitt eftir þessu, p\í p'dö hefur lengi verið aigengt að sjá íslenska unglinga og börn klæð- ast fötum sem kyrfilega eru merkt Bandaríkjunum eða hinum ýmsu deildum bandaríska hersins. Jafn- framt hefur pað tíðkast við nokkrar undanfarnar kosningar á íslandi að stjórnmálaflokkarnir framleiði ýmsa merkimiða, sem alvarlegir og æstir stuðningsmenn festa utan á sig í kosningabaráttunni. Allavega er f>að svo að þegar fullorðið fólk, ég tala nú ekki um virðulega frambjóðend- ur, hefur hangandi utan á sér merki eða tákn í kosningastríðinu, pá er fyllsta ástæða til að ætla að það meini citthvað með pví. Ég er t. d. fullviss um, að ef einn af væntan- legum bæjarfulltrúum Alþýðubanda- lagsins hefði gengið um á þessum sama tíma, merktur hamri og sigð, pá hefði það orðið tilefni umræðna og sjálfsagt verið túlkað á ýmsa lund. Það er semsagt staðreynd að hin ýmsu tákn sem fólk ber á klæð- um sínum hafa mörg hver pólitíska merkingu og eru óspart notuð í pólitískri baráttu. Þetta flaug í gegnum huga minn þegar ég skoðaði bók, sem út kom á Norðurlöndum ekki alls fyrir löngu og ber heitið Amerískar rnyndir. Þessi bók, sem hefur verið mjög umtöluð í Skandinavíu upp á síðkastið, er eftir dana að nafni Jacob Holdt. Jacob þessi var íhalds- maður, ferðaðist til Bandaríkjanna og lifði þar á meðal fátækra í lang- an tíma. Á meðan á dvölinni stóð, tók hann u. p. b. 15.000 ljósmyndir á einfalda myndavél og er bókin einskonar úrval þessarra mynda ásamt fræðandi frásögu og lýsing- um á því sem fyrir bar. Það skal tekið fram að höfun,dur bókarinnar er ekki lengur íhaldsmaður. Bókin hefur haft víðtæk áhrif hér á Norðurlöndum og virðist raunar hafa fengið marga til að endurskoða afstöðu sína, sem áður áttu Banda- ríkin að fyrirmyndarríki og litu þangað þegar hjalað var um ágæti hins vestræna þjóðskipulags og lýð- ræðis. Jacob Holdt sýnir skýrt framá í bók sinni að Bandaríkin hafa tvær hliðar. Önnur hliðin er auglýst án afláts og sýnir hið vel þekkta alls- nægtalíf, fegurð og ómælda ham- ingju. Þetta er hliðin sem ferða- mcnnum í stuttri heimsókn er sýnd og það var hluti af þessari hlið sem ritstjóri þessa blaðs barði augum ekki alls fyrir löngu. Hinni hliðinni, þeirri svörtu hlið eymdar og fátækt- ar sem Holdt lýsir og milljónir manna búa við í þessu landi, er að mati höfundarins að miklu leyti haldið leyndri. Við skulum í formi upptalningar stikla á örfáum atrið- um, sem eru lýsandi fyrir ,.bakhlið“ Bandaríkjanna og sem koma fram í bók Jacob Holdt: Um 20 milljónir Bandaríkja- manna eru ólæsir. í negrahverfum stórborganna eru fleiri uni hvern lækni en í Mið-Afríku. í Chicago einni dóu 600 börn á einu ári af vannæringu og rottubiti. Meðalald- ur negra er 10 árum lægri en með- alaldur hvítra og negrar þéna að meðaltali helmingi minna en hvítir. i 0 milljónir Bandaríkjamanna svelta beinlínis. f borgarhverfinu Bronx í New York deyja níu af hverjum tíu af ónátturulegum orsökum, p. e. af völdum hungurs, eiturlyfja- neyslu, rottubits, eða pá að þeir eru beinlínis myrtir. Almannatryggingar eru á svo lágu stigi að eftirlauna- menn eða lífeyrisþegar líða skort og ýmsar atvinnustéttir fá ekkert til að lifa af að lokinni starfsævi. Þetta er upptalning, sem gæti orð- ið mörgum sinnum lengri, en hún ætti að duga til þess að gefa örlitla innsýn í ríkasta land heims. Aðal- efni bókarinnar og kannski það átakanlegasta er myndefnið og því verður ekki lýst með orðum. Vonandi á þessi bók eftir að ber- ast til íslands og upplýsa fólk þar. Eins og fyrr sagði hefur bókin breytt afstöðu margra á Norðurlöndum til forystu og fyrirmyndarríkis hinna svokölluðu vestrænu þjóða. Bókin hefur fengið marga sannfærða til að efast í einlægri trú sinni. Þeir menn, franrbjóðendur sem aðrir, sem bera fána þessa ríkis utan á sér, hefðu alveg sérlega gott af þeirri upp- fræðslu sem bókin veitir. Bergen 3/12 1978 Sinári Geirsson MINNING Kristin Áskelsdóttir f. Í0.08.Í? d. 01.12.78 Háspenna án lífshæilu „Maðurinn með ljáinn" hefur enn á ný gengið hér um garð, óvæginn og miskunnarlaus, og minnl okkur á, að við erum einskis megnug gegn valdi hans. Við sviplegt fráfall Kristínar Ás- kelsdóttur er efst í hugum okkar, samstarfsfólks hennar á Sjúkrahús- inu og Heilsugæslustöðinni, rninn- ingin um hana, rólynda, hjálpfúsa, styrka og umfram allt trausta. Við þökkum fyrir að hafa átt þess kost að kynnast og starfa með henni, Eiginmanni Kristínar og börnunum ungu og öðrum ættingjum vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum þann, sem öllu ræður að styrkja þau og styðja á komandi tímum. Starfsfólk Sjúkrahúss og H eilsugœshistöö var Egilsstöðum. Þegar eg var að rölta héma on- ettir áðan kom leikfimikennari á bíl og kippti mér uppí. „Hvað er að frétta?“ spurði eg. „Þeir eru komnir maður“ svaraði hann og hló við. Það var ómögulegt að kenna fyrir þeim í Valaskjálf svo eg fór með krakkana útí móa. Það síðasta sem eg heyrði þegar eg fór úr húsinu var einhver sem endaði ræðuna á SKÁL og pá hvein í öllum áttum SKÁL SKÁL SKL. Svo heyrði eg ekki ekki meir“. Þessir þeir munu vera 30 sem komu fljúgandi til að halda veislu útaf Hundinum eða Norðanhundin- um eins og jafnvel framsóknarmenn kölluðu fyrir eina tíð pá hugsaða, en nú raunverulegu, línu norðan frá Laxá. Eg þurfti helst að hitta mann. en var sagt að hann væri staddur í skjálfinni í „fullum fagnaði“ eins og ágætur maður komst að orði um dýrðlegar veislur þar sem etið var fjórréttað í hvert mál eins og við Lagarfoss hér um árið. Fleira mun par vera austanvéra og hafa að höfðingjaþjóðfélagssið verið tíndir úr múgnum, framámenn kallaðir á nútímamáli af því orðið heldrimenn er gengið úr sér. Veðri er svo háttað hér á mið- héraði á þessum merkisdegi 8. des. að logn er á jörðu, hlýtt sem á há- sumri, loft þrungið skýjum og svo dimmt yfir að vart muna elstumenn þvílíkt myrkur um miðjan dag, enda skammdegi. Einu glætuna hér í kauptúninu leggur frá ljósastaurun- uin sem stara þvölum og sljóum raf- augum út í rakt loftið — augnaráðið dálítið eins og þeir sjái allt í móðu. Ótíndur neytandi. \\\\\\\\ \ \\\\\\\\\\A\\\\A\VVWWVWVV\V\VV\ TIL SÖLU Skíði til sölu KÁSTLE 205 cm með bindingum. Upplýsingar í síma 7644, Nesk. wvvwwvvwwwwwwwwwwvwwwvwwv Þróttur Neskaupstað var annað árið i röð kjörið prúðasta lið II. deildar, og hlaut félagið Dragostyttuna —Ljósm. K Ingvarss.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.