Eining - 01.12.1953, Qupperneq 1

Eining - 01.12.1953, Qupperneq 1
11. árg. Reykjavík, desember 1953. 12. tbl. Huggun og von kynslóitanua I. Enn horfa vitringar upp á við, og enn Ijómar jólastjarna. Enn þráir mannsbamið frelsi og frið, og forsjónarhönd, að styðja sig við, opið sjá standa himins hlið á hátíðarstundum Guðs barna. Enn signir yfir byggð og borg, blessar, huggar og eyðir sorg, Jesús — vor jólastjarna. Lýsi hans ásýnd björt og blíð, blessandi yfir öllum lýð. Slíðri sverðin og stöðvi stríð hin sterkasta hönd allra varna, færi heiminum friðarjól, fagnaðarár með hækkandi sól, farsældar ár um alla jörð, alþjóðafrið og sáttargjörð. Fæðist í sálu sérhvers manns sjálfur drottinn og andi hans. Leið oss visi til lausnarans Ijómandi jólastjarna. II. Skín inn í bæinn, björt og skær, blessaða jólastjarna. Heimurinn færir sig himni nær, hjarta hvers manns af fögnuð slær, leikur um sálirnar Ijósheima blær, Ijóma ásjónur barna. „Barn er oss fætt“, sem börnum skal fá barnarétt þann, sem guðsríkið á, og ófarsæld allri mun varna. — Ljóma skal öllum lýðum lijá Ijósið Guðs dýrðar bjarta. Aldrei mun daprast sólna sól, síglöð skína um eilíf jól, hrjáðum veita huggun og skjól, og lirekja burt myrkrið svarta. Fagnaðarhátíð höldum vér, himnaríkið komandi er, sízt skal því kvíða né kvarta. Heimurinn gengur tíða til, af trúar-, vonar- og kærleiksyl brennur hvert barnslegt hjarta. P. S. ,,Er vetrar geisar stormur stríður, þá stendur hjá oss friðar engill blíður, og þegar Ijósið dagsins dvín, oss drottins birta kring um skín“. ,,0g engillinn sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, eg boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum; því að yður er í dag frelsari fæddur“. Þannig er hinn sígildi jólaboðskapur, alltaf hinn sami, alltaf jafnhuggunarrík- ur og ávallt sama fagnaðarefnið. En löngu áður en jólabarnið fæddist og guð- spjöllin voru rituð sáu miklir spámenn í fjarsýn mesta viðburð sögunnar. Þar er sennilega spádómsbók Jesaja einstök í bókmenntum heimsins, skínandi perla, er ljómar af huggunarríkri eftirvæntingu og fagnaðarboðskap: „Stíg upp á hátt fjall, þú Zíon fagn- aðarboði! hef upp raust þína kröftug- Iega, þú Jerúsalem fagnaðarboði! hef upp raustina, óttast eigi, seg borgunum í Júda: Sjá, Guð yðar kemur! Sjá, drott- inn Jahve kemur sem hetja, og arm- leggur hans aflar honum yfirráða; sjá endurgjald hans fylgir honum, og feng- ur hans fer á undan honum. Eins og hirðir mun hann halda hjörð sinni til haga, taka unglömbin í faðm sér og bera þau í fangi sínu, en Ieiða mæðurn- ar“. — Jesaja, 40, 9. I 52. kapítula segir sami spámaður: „Hefjið gleðisöng, æpið fagnaðaróp allar í einu, þér eyðirústir Jerúsalem, því að drottinn huggar lýð sinn, leysir Jerúsalem. Drottinn hefur beran gert heilagan armlegg sinn í augsýn allra

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.