Eining - 01.12.1953, Side 7
EINING
7
Islam, múhammedstrúarmenn, er
heimta eins konar guðveldi í Indónesíu,
en 90% af Indónesíumönnum eru mú-
hammedstrúar. I þessum óaldarflokki
voru um 5000 og réðu þeir yfir allstóru
landssvæði. í Iið með þeim gekk ein
herdeild, sem hafði gert uppreisn. Þessi
lýður stundaði svo manndráp næstum
hvern dag. „Þriðjudaginn stöðvuðu þeir
ferðamannabíl og rændu alla farþeg-
ana, og misþyrmdu hermanni í þjón-
ustu stjórnarinnar. A miðvikudaginn
brenndu þeir 113 hús og drápu 6 þorps-
búa. Á fimmtudaginn settu þeir eimreið
af sporinu og brenndu 84 hús. Þeim
hafði tekizt að myrða um 2000 manns
á Vestur-Jövu. Lík brezkra hermanna,
er farizt höfðu með flugvél, fundust
skorin í smástykki. Og alls misstu Bret-
ar um 1000 hermenn, sem höfðu þó
ekki kært sig um að skipta sér af mál-
um Indónesíu.
Það kom nú alla vega í ljós, að þjóð-
in var illa á vegi stödd, framleiðslunni
hrakaði mjög. Einn af áðurnefndu leið-
togunum, Shahrir, sagði: „Við erum
stjórnarfarslega sjálfstæðir, en fjárhags-
legir þrælar ennþá“.
Fyrir tveimur árum fékk stjóm Indó-
nesíu þýzka hagfræðinginn, Hjalmar
Schacht, til þess að rannsaka ástandið.
Hann komst að þeirri niðurstöðu, að
framleiðslan væri mun minni en hún
hafði verið undir stjórn Hollendinga,
og að „frelsi væri engin fullnaðarlausn
á ódugnaði". Forsetinn sjálfur, Sukar-
no, kvartar yfir „ódugnaði hvarvetna.
Engu líkara sé en að hugsjónalífið sé
þorrið“.
Missir Indónesíu var Hollendingum
mikið tap, en Indónesíu var það einnig
mikið tap, hversu Hollendingar höfðu
afrækt uppeldi þeirra og menningar-
rækt.---------
Frá Amsterdam til Kaupmannahafn-
ar varð hvergi nein viðdvöl. Alltaf er
bæði gott og gaman að koma til Kaup-
mannahafnar. Þangað komum við um
miðnætti. Svefntími minn varð stuttur,
því að næsta morgun var eg uppi um
klukkan fimm, og klukkan átta var eg
kominn út í Hellerup og barði að dyr-
um þar, sem kona mín hélt til. Vinkona
hennar, öldruð sæmdarkona, kom til
dyra í morgunslopp og sagði brosandi
út undir eyru: „Det er uforskammet at
komme sá tidlig“, en ekki var mér
vísað frá. Danir eru glaðlyndir menn.
Förin yfir hafið heimleiðis með m.s.
Gullfossi var hin ákjósanlegasta. —
Skemmtilegir samferðamenn, vistin
fyrsta flokks og skipið ágætt, en er þó
ekki lokaþáttur hvers ferðalags alltaf
sá bezti, það, að koma heim?
Eg er nú stöðugt að uppskera gagn-
semina af för minni á Parísarþingið.
Þar kynntist eg mönnum, sem eg hef
nú samband við og fæ frá margvíslegar
upplýsingar. Einn þeirra, Wilfrid Win-
terton, hefur nýlega sent mér bækling
eftir sjálfan sig, en hann er einn af aðal-
mönnum sterkasta sambands bindindis-
félaga í brezka heimsveldinu. Bækling-
ur hans, er heitir The Way Ahead, er
hið ágætasta plagg, fullt af gagnlegum
fróðleik, góðum rökum og bráðsnjöll-
um málflutningi.
Þá hef eg og fengið fróðleg og ágæt
plögg frá einum fulltrúanna frá Banda-
ríkjunum, Earl Hotalen, er veitir for-
stöðu stofnun í Louisiana-ríkinu, sem
heitir, Louisiana Moral and Civic
Foundation. — Mr. Hotalen er State
Director. Hann er ritstjóri lítils blaðs,
er hann sendir mér, og má heita að
hreinasta nautn sé að lesa blaðið sök-
um þess, hve hressilega það er skrifað,
geiglaust og djarfmælt, en flytur auk
þess ýmsan fróðleik. Hann hefur og lát-
ið senda mér tímarit, er stofnun í Banda-
ríkjunum gefur út, sem heitir, American
Business Men’s Research Foundation.
I ritinu eru stuttorðar en samanþjapp-
aðar upplýsingar um áfengis- og bind-
indismál Bandaríkjanna. Einnig hefur
Mr. Hotalen sent mér bókina The Amaz-
ing Story of Repeal. Bókin er næst-
um 500 blaðsíður og hún er í sannleika
„amazing“ saga — furðuleg saga af-
náms áfengisbannsins. I bókinni eru
skýrslur um framlag auðkýfinga í
Bandaríkjunum, er vörðu tugum millj.
dollara árum saman til þess að kaupa
fylgi stórblaðanna, menn til þess að
fara fram og aftur um ríkin til þess að
blekkja fólk, kaupa menn til þess að
Talið frá vinstri:
Adolph Hansen,
fyrrv. framkvæmda-
stjóri Landsambands
danskra bindindis-
samtaka,
Ejnar Petersen,
ritstjóri, frú Guðrún
Guðnadóttir og
Brynleifur Tobias-
son, yfirkennari.
Myndina tók sam-
ferðamaður þessara,
Pétur Sigurðsson,
við eitt sundið
í Amsterdam.
kjósa andbanninga til löggjafarþinga
ríkjanna, einnig til þess að hafa sam-
band við glæpamannasamtökin, allt til
þess að geta fengið bannlögin afnumin
og losa þar með skattabyrði af herðum
sjálfra sín. Og þó tókst þeim aldrei að
koma að kjörborðinu nema litlum 20%
af öllum kosningabærum mönnum
þjóðarinnar. Sagan um þessi átök
þyrfti að verða kunn víðar en í Banda-
ríkjunum. „Sannleikurinn hrasaði á
strætunum og hreinskilnin komst ekki
að“ á dögum Jesaja spámanns, og
sannleikurinn hrasar enn í heimi manna,
ekki sízt á strætum stórborganna.
Við, sem vinnum að bindindissiðbót-
inni, eigum í höggi, ekki aðeins við
nautnasýki manna og áfengispúkann,
heldur við ofurvald ágirndar og eigin-
girni, sem oftast hefur hið almáttuga
peningavald í þjónustu sinni. Gegn slíku
þarf eitthvað meira en hálfsljóva skoðun
á málinu. Gegn slíku þarf yfirmann-
legan og guðlegan kraft, eld trúar,
mannkærleika og guðmóðs. Látum svo
rökþrota meinfýsni jórtra á marg-
þvældri tuggu sinni og kalla slíkt „of-
stæki“.
Hvernig hegðuðn menn
sér áður
Heita má, að á miðöldum hefði kirkj-
an allt vald. Höfuðstöðvar hennar voru
í Italíu. Þar ríkti „staðgengill" Krists
á jörðu, páfinn sjálfur, og mætti því
ætla að Ítalía hefði verið fyrirmyndin.
Hvað segir mannkynssagan?
Þegar Sixtus páfi fimmti kom til valda
árið 1585, „kvaðst hann mundi ríkt
eftir því ganga, að öllum þeim mönn-
um yrði þunglega refsað, er skýlt hefðu
eða skýla vildu skálkum og illvirkjum.
Enda var þess og öll þörf, að hér væri
tekið í taumana. Ránsmenn höfðu vaðið
að ósekju um landið, siðspilling var
mikil í Rómaborg, embætti voru seld
og keypt, eiginmenn og feður létu kon-
ur sínar og dætur falar, ef fé var í móti
boðið, atvinnuskortur og örbyrgð gátu
af sér ótal lesti“. — Þannig er vitnis-
burður sögunnar.
Sagt er að innan eins árs hafi allir
ræningjar verið horfnir úr ríki Sixtusar,
en þá kvörtuðu aðrar þjóðir yfir því, að
„ránsmenn og alls konar illþýði" flykkt-
ust inn í lönd þeirra. Sixtus svaraði:
„Fylgi þeir mínum ráðum, eða fái þeir
mér lönd sín, þá skal eg hreinsa þau af
öllum stigamönnum“.
Sixtus ríkti af miklum dugnaði en að-
eins fimm ár. Hann átti í fyrstu vingott
við Filippus annan Spánverjakonung,
en vinátta sú kólnaði fljótt og er sagt
að Filippus muni hafa stytt páfa aldur,
látið gefa honum eitur.
Þetta voru nú hinir gömlu, góðu
dagar.