Eining - 01.12.1953, Side 9

Eining - 01.12.1953, Side 9
EINING 9 um andlega heimi í hugleiðingum og með bæn. Þaðan fáum vér hjálpina til þess að skilja oss sjálfa. Þaðan hafa mennirnir feng- ið allar opinberanir, sem hafa gert líf þeiri'a og störf betri og full- komnari. Og ef vér lítum til vors ytra daglega lífs, þá sjáum vér þetta lögmál speglast nú í lífi þeirra, sem vér búum og lifum með í nágrenni voru. Á sumrin þegar eru bjartir og yndislegir dagar, þá fer hver sem getur burt til þeirra staða, þar sem friður og fegurð guðs nýtur sin í næði, og menn reyna að teyga í sálir sínar, sem mest af þeim dýrðlega krafti, sem sólin og sumardýrðin veitir oss, en hvaðan er þessi kraftur og styrkur, er hann ekki allur kominn frá hásölum guðs dýrðar, þar sem ódáinsfæðan er til reiðu fyrir alla þá, sem hana þrá og hennar vilja neyta, en sumardagarnir og sumarsólin eiga sitt stutta tímabil, en eftir þann tíma, sem líður fljótt eins og draumur eins og allt það, sem oss finnst yndis- legast, kemur svo haust og vetur með dimmum dögum og löngum, þar sem geisladýrð sólarinnar er oss fjarri að miklu leyti, en þá eigum vér dæmi Krists um hið daglega samband við kærleikssól guðs dýrðar, og það er sannleikur, sem oft hefur gerzt í lífi mann- anna, að daglegt samband við guðs dýrðarheima í bæn og trú, veitir jarðneskum líkama vorum það þrek og þann styrk, að mitt í skammdegismyrkrinu getur sál og líf mannsins öðlast þá birtu og blessun, sem öllu jarðnesku sólskini tekur fram, sem aldrei verður háð árstímum né neinu jarðnesku timatali, því að það er kraftur guðs, dásamlegur, eilífur og hið heilaga læknismeðal fyrir líkama og sál hvers og eins, sem öðlast þá náð að geta tekið á móti honum. Lítum á mennina að lokum. Ef nokkur hér hyggur að þessi orð, sem ég hef sagt hafi verið þokukennd eða fjarri sannleikanum, þá fylgist sá maður nú með mér í því, sem ég segi að lokum. Vér skulum hugsa oss, að ég og þú, vér leggjum af stað saman í ferð, stóra ferð til þess að virða fyrir oss bræður vora og systur. Hvað sjáum vér á þessu ferðalagi, hverju kynnumst vér. Auð- vitað myndum vér kynnast ríkum og fátækum, heilbrigðum og sjúkum, ungum og gömlum. En við nánari athugun myndu allir skipast í tvo flokka, annars vegar þá, sem hefðu áhyggjur, væru vakandi og sofandi í daglegu stríði, þreyttir af erli og þrasi þessa heims, ef til vill allir góðir inn við beinið, en hafa aldrei gefið sé tíma til þess að minnast þess, sem Jesús sagði forðum við Mörtu: Eitt er nauðsynlegt; og svo hina, sem hafa eignast skiln- ing á daglegu sambandi við heima guðs dýrðar, menn sem eru hógværir, umburðarlyndir og verka alls staðar eins og græðandi smyrsli á öll þau sár, sem verða á vegi þeirra. Gott er að eignast samfylgd slíkra manna hér í heimi og læra af þeim, taka í hönd þeirra, njóta vináttu þeirra, heyra þá bera blak af öðrum, bera vinar og kærleiksorð á milli allra manna leynt og Ijóst. Og daglegt samband við guðs heima verkar beinlínis á ytri ásýnd vora, þar bregst ekki, að þeir sem hugsa gott bera elsku til guðs og manna, fá þann svip í andlitið með árunum, sem er endurspeglun af göfugri og góðri sál. Ég hef áður minnst á það hér, hve góð dæmi eru til um það, héðan af landi, hve góðir og göfugir menn skiluðu af sér fögru og sviphreinu andliti, eftir að þeir höfðu skilið við en það er aðeins skuggsjá hjá þeirri fegurð, sem hver góð og göfug sál hlýtur hjá honum, sem er kærleikurinn og uppspretta lífsins. — í upphafi máls míns talaði ég um helgisöguna um Lazarus. Nú ætla ég að ljúka máli mínu með því að segja ykkur aðra sögu. Hið heimsfræga skáld Tolstoy, segir á einum stað frá hertoga einum í Rússlandi, sem átti eina dóttur, er var ófríð en góð og göfug. Einu sinni bar konungborinn gest að garði hertogans. Hann dvaldi þar um tíma og svo bað hann þeirrar dóttur hans og fór brúðkaup þeirra síðar fram. Nokkru síðar kom maður úr ná- grenninu til halarinnar, hitti þar gamlan þjón hertogans og sagði við hann, að allir hefðu orðið undrandi, þegar þessi tigni og fall- egi maður kvæntist þessari ófríðu dóttur hertogans. Þá mælti gamli lífsreyndi þjónninn: Ég og við í höllinni skiljum það vel. Því oftar, sem við sáum andlit hennar og svip, því fegurri var hún, fegurð hennar kom að innan frá sál hennar. Þessi fegurð var uppljómuð til allra, sem hún átti samleið með. Það er eins og sömu einkennin hafi komið fram í andliti her- togadótturinnar, eins og sagan í upphafi ræðu minnar segir, að gerzt hafi hjá Lazarusi, en þetta er hvort tveggja vitnisburður- inn um hina innri fegurð, sem kemur að ofan frá dýrðarheimum guðs, fegurð, sem aldrei fölnar, sem verkað getum í mönnum og í gegnum þá, og gerir þá sjálfa fagra og verk þeirra björt og unnin í þjónustu kærleikans. Ástríki faðir á himnum, gefðu oss þá náð að vér megum daglega sjá inn í þína dýrðarlieima, fá skilninginn þaðan, Ijósið í sál vora þaðan, friðinn frá þér, og kærleikann til þess að gera það, sem þér er velþóknanlegt oss til sáluhjálpar, en systrum vorum og bræðrum til blessunar. í hinum víðáttumikla þjóðgarði Canada, er þessi dásamlegi staður, Banff, í Klettafjöllum Ameríku. Fyrr á timum var þar samkomu- staður Indíánanna, og þeim hefur sjálfsagt fundist þeir vera ríkir á meðan þeir áttu einir þetta undursamlega og mikla fjallaland, auðugt af himingnæfandi fjallatindum, djúpum og friðsælum dölvm, fossum, ám og lygnum vötnum, skógi, alls konar gróðri og miklu dýralífi. — Nú er á staðnum hið glæsilega liótel Kyrrahafs-járnbrautar Canada. Þar er oft gestkvæmt, þótt ekki sé dvalarkostur þar ódýr. í Banff eru lieitir hverir og náttúru- fegurð mikil.

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.