Eining - 01.12.1953, Síða 14

Eining - 01.12.1953, Síða 14
14 EINING \íi rís aldan gegn áfenginu Svo heitir greinarkorn eftir W A. Scharffenberg, sem er fi'amkvæmda- stjóri bindindissamtakanna, er heita International Temperance Association, og hefur aðalstöð sína í Washington D. C. í Bandaríkjunum. I greinnni segir: ,,Líkt og flóðbylgja rís nú almenn- ingsálitið gegn öllu, sem viðkemur áfengisneyzlu. Augljóst dæmi þess er, hve mörg lagafrumvörp hafa nýlega verið lögð fram í hinum ýmsu löggjafar- þingum landsins. Árið sem leið (1952) voru um 1,654 frumvörp til laga lögð fram í hinum ýmsu löggjafarsamkund- um ríkjanna, er krefjast þess, að settar verði hömlur á sölu, veitingar og neyzlu áfengra drykkja eða algert bann við slíku. — Bannstefnan hefur nú frum- kvœðið og hefur hrakið áfengisvið- skiptin í varnarstöðu. Fyrir löggjafarþingum þriggja ríkja, Georgia, Idaho og North Carolina, liggja nú lagafrumvörp, er krefjast áfengis- banns í þessum þremur ríkjum. Þegar ríkisstjóri North Carolina tók við em- bætti sínu fyrir skömmu, gat hann þess i ræðu sinni, að hann teldi æskilegt að fram færi í ríkinu atkvæðagreiðsla um algert áfengisbann. Útvarpsstöðin KOME í Oklahoma kaus heldur að slíta vissu samstarfi um útvarpsefni, en að þola bjórauglýsingar. Þeim blöðum og tímaritum fjölgar óðum, sem neita að birta áfengisaug- lýsingar. — Þetta er áfengissalanum áhyggjuefni. Kefauver-nefndin, sem stjóm Banda- ríkjanna skipaði til rannsóknar á glæpa- lífi þjóðarinnar, fordæmdi allt sem heitir áfengisframleiðsla, áfengissala, áfengisveitingar og áfengisneyzla. — Nefnd þessi dró hiklaust fram í dags- ljósið, að áfengisviðskiptin væru sam- tvinnuð glæpamennskunni. Laust fyrir þjóðþing tveggja aðal- flokkanna, republikana og demokrata 1952, komst á kreik sú fregn, að áfengis- salar og framleiðendur ætluðu að kosta útvarp og sjónvarp frá þingunum. En báðir flokkarnir bönnuðu nokkur slík afskipti af þeirra hálfu, sem riðnir eru við áfengisviðskiptin. Um alla Suður- og Mið-Asíu er litið á áfengisneyzluna sem bölvun og illa nauðsyn aðeins í samskiptum við vestur- hluta jarðar. Enginn sannur Hindúi né velmetinn Múhammedstrúarmaður vill neyta áfengis. Iran hefur fyrir skömmu boðað allsherjar áfengisbann. Konung- urinn í Saudi-Arabíu hefur gert áfengi rækt úr landi. í Indlandi getur enginn maður, sem drekkur, boðið sig fram í þjónustu hins opinbera. Stjórnarskrá Indlands mælir svo fyrir, að stefnt skuli að algeru áfengisbanni í Indlandi. Og farið getur svo, að Indverjar, sem eiga róttæka trúarmeðvitund og hugsjóna- ríka andlega menningu, verði nægilega miklir raunsæis- og hugsjónamenn til þess að setja öllum heiminum fordæmi í því að banna öll áfengisviðskipti“. En hvað um ísland? Hér er vafalaust mikill meiri hluti þjóðarinnar á móti áfengisneyzlunni og hennar margþættu og hryggilegu afleiðingum. En allir þeir kraftar þurfa að þekkja sinn vitjunar- tíma, vakna og rísa upp af hálfvelgju móki og sýna, hvað þeir mega sín. — Hér þarf samstarf og samtök, sterkt og gott skipulag og brennandi áhuga. — ,,Dauð undir logni, í storminum stór“, segir skáldið Einar Benediktsson. Logn- mollumókið blæs ekki óhollustuna á braut, — heldur storm, en eymdarlegt aðgerðarleysi. Áfengisvandamálið fellir stjórn Frakklands Þannig er fyrirsögn á grein í norska blaðinu Folket, 28. maí 1953, I inn- gangsorðunum segir: ,,Þeir, sem hlustuðu á Toralv Öksne- vad ritstjóra, í þættinum ,,Den vide verden“ síðasta föstudag, fengu þar uppmálaða óvenjulega skýra mynd af stjórnarkreppunni í Frakklandi, og hve ægilega yfirgripsmikið áfengisvanda- málið er í landinu“. Folket birtir svo eftirfarandi kafla úr ræðu ritstjórans. Hann segir: „Undanfarið hafa mörg blöð í Frakk- landi hafið djarflega baráttu gegn áhrif- um þeim, sem hin sterku og víðtæku áfengisviðskipti hafa á stjórnmálalíf þjóðarinnar. Margt styður þann orðróm, að fall ríkisstjórnar René Mayers orsak- ist einmitt af því, að hann hefur vogað sér að skerða kjör áfengisframleiðend- anna, með auknum sköttum, sem hing- að til hafa verið mjög lágir, og að draga úr hinni geysilegu offramleiðslu, sem ríkið hefur orðið að standa undir. — Sannreynt er það, að almennri fram- leiðslu sveitabúskapar hefur hnignað en vínframleiðslan lagt undir sig hlutfalls- lega allt of mikið og skapað vaxandi áhugi á slíkri framleiðslu, sem er ekki aðeins mikil byrði á skattgreiðendum, sökum ýmissa ráðstafana hins opinbera, en hefur einnig sökum óstjórnlegrar áfengisneyzlu veikt frakknesku þjóðina. Sérfræðingar landbúnaðarins, læknar og félagsmálafræðingar hafa lagt fram ískyggilegar skýrslur þessu viðvíkjandi. Síðan 1950 hefur það kostað þjóðina 60 milljarða franka að standa undir of- framleiðslu áfengra drykkja, og hefur réttilega verið bent á, að fyrir slíka pen- inga hefði mátt bæta úr húsnæðisvand- ræðum margra manna. Af 50—100 milljónum hektólítra áfengra drykkja er útflutningurinn nú orðinn minni en ein milljón. Þá er því slegið föstu, að af öllum karlmönnum, er deyja á aldrinum milli 35 og 50 deyi tveir þriðju af afleiðing- um áfengisofnautnar. Skýrslur frá ár- inu 1936 sýna, að af 13,5 milljónum fullorðinna manna drukku 2 milljónir meira en 2 lítra ýmissa víntegunda dag- lega, og 600,000 drukku meira en 3 lítra, 200,000 meira en 4. Og ársneyzla fullorðinna karlmanna var um 45 lítrar af hreinu áfengi“. Geta menn nú trúað þessu? Hér er farið eftir skýrslum hins opinbera í Frakklandi. Mun það ekki reynast í þessu eins og öðru, að sannleikurinn geri menn frjálsa. Það er lélegur mál- flutningur, að stjórnast aðeins af tilfinn- ingum sínum og fullyrða út í bláinn þekkingarlaust, að hömlur geri aðeins illt verra, þegar sannreyndin er sú, að langmest er drukkið af áfengi og tjónið af því mest, þar sem áfengissalan er frjálsust og áfengisframleiðslan ótak- mörkuð, en langminnst drukkið hjá þeim þjóðum, sem takmarka áfengis- söluna mest. Þeim sannindum verður ekki hnekkt með neinum haldgóðum rökum, því að þau eru ekki til. Það er fáránlegt að gleypa eitthvert skvaldur fáfróðra manna um þessi mál, þótt þeir hafi hlotið eitthvert skjall fyrir klám- sögu eða eitthvað annað jafngagnlegt, og haldi sig því dómbæra um hvað sem er. En höldum nú áfram með orð rit- stjórans. Hann segir ennfremur: „Fullorðnar konur í Frakklandi drekka aðeins þriðjung á við karlmenn- ina. Gert er ráð fyrir, að bein útgjöld hins opinbera sökum ofdrykkjunnar séu um 150 milljarðir franka árlega, og þar við bætist allur hinn óútreiknan- legi kostnaður. Áfengissýkin er ein versta byrðin á allri heilsuvernd, fram- færslu og heilbrigðismálum þjóðarinnar yfirleitt. Fjöldi annarra sjúklinga líður fyrir það, hversu mikið rúm áfengis- sjúklingar taka í sjúkrahúsum og heil- brigðisstofnunum landsins. Allir vita svo, hversu umferðaslys, ofbeldi og alls konar glæpir fylgja áfengisneyzlunni, svo að ekki sé minnzt á hin vanræktu heimili og arfinn, sem verður hlutskipti margra barna. I fyrri heimsstyrjöldinni sagði Gal- lieni herforingi, að hernaðarlegur sigur væri Frökkum ekki nægilegur, ef stjórn landsins leyfði áfengissýkinni framvegis að grafa undan heilsu og hreysti þjóð- arinnar. Þeim fjölgar stöðugt, sem sjá, að frakkneska þjóðin stendur hér and- spænis velferðarmáli nr. 1“ Er okkur ekki öllum farsælast að sjá hið rétta í þessu máli. Það liggur ekki í leyni, og séum við sannleiksunnandi menn, er hér ekki vandratað. Við eigum ekki að halda áfram að fálma í einhverju stefnuleysi og deila um þetta forna og nýja vandamál þjóðanna, en leggjast fast gegn því sammála og samtaka.

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.