Austurland


Austurland - 31.01.1985, Blaðsíða 1

Austurland - 31.01.1985, Blaðsíða 1
Austurland HJÓLASTILLINGAR Benni & Svenni S 6399 & 6499 35. árgangur. Neskaupstað, 31. janúar 1985. 4. tölublað. Snjóbíll Austfjarðaleiðar fullbúinn Fyrir allnokkru var lokið við yfirbyggingu hins nýja snjóbíls Austfjarðaleiðar, sem fyrirtæk- ið festi kaup á snemma sl. haust og sagt hefir verið frá hér í blað- inu. Það var bifreiðaverkstæði Síldarvinnslunnar hf. í Nes- kaupstað, sem annaðist yfir- bygginguna, og unnu þeir Aust- fjarðaleiðarmenn við verkið einnig. í bílnum eru sæti fyrir 17 farþega, þar af 15 í nýja hús- inu og 2 frammi í stýrishúsinu, sem er allmiklu lægra en hið nýja. Ekki er opið á milli hús- anna eins og er, en ætlunin er að koma upp kallkerfi á milli þeirra og hugsanlega verður opnað á milli þeirra einnig. Það fer eftir því, hvort taka þarf nýja húsið af, þegar bíllinn er ein- göngu notaður til snjótroðslu, en slíkt gæti reynst hagkvæm- ara. Reynslan á eftir að leiða í ljós, hvað er hentugast í því efni. Töluverð reynsla er nú komin á bílinn til notkunar í fjallinu, því að hann hefir verið notaður um tíma til að troða brautir fyrir skíðafólk í skíðamiðstöðinni við Oddsskarð. Þá hafa starfsmenn Austfjarðaleiðar reynt hann við ýmsar aðstæður í fjallinu, þó að snjór hafi að vísu verið lítill. Bratti er hins vegar nægur. Er það samdóma álit allra, að bíllinn hafi reynst hið besta og ekki síður en vonir stóðu til. Einn galli er óneitanlega á notkun bílsins til farþegaflutn- inga í fjallinu milli Norðfjarðar og Eskifjarðar. Ekki er sá galli bílnum að kenna, heldur því, hve jarðgöngin eru mjó. Bíllinn kemst sem sagt ekki í gegnum þau og verður því að fara yfir fjallið. Ekki tekur ferðin þó nema 15 mínútur frá gangaop- inu að norðan og niður að skíða- skálanum að sunnan. Hægt er að fara yfir Oddsskarð, en farið mun aðallega um Magnúsar- skarð, sem er litlu utar og er betri og hættuminni leið, þar er t. d. enginn hliðarhalli. En af hverju keypti Aust- fjarðaleið bíl með svona breið- um beltum og breiðri tönn, mesta breidd bílsins er 4.30 m? Bíllinn er miklu stöðugri með svona breiðum beltum og kemst meira í lausum snjó, svo að breidd beltanna er mikilvægur kostur bílsins. Laugardaginn 5. janúar sl. bauð Austfjarðaleið stjórn skíðamiðstöðvarinnar við Oddsskarð, skíðaráði Þróttar, bæjarstjóm Neskaupstaðar, fréttamönnum og fleiri gestum í ferð til að skoða snjóbílinn, þar sem hann var norðan Odds- skarðs og með honum yfir Magnúsarskarð. Var þetta hin skemmtilegasta ferð í blíðviðr- inu og tilbreyting að koma upp í glaða sólskin á skarðinu og tært og hreint loft og geta horft niður á verksmiðjureykinn í fjörðun- um sitt hvorum megin. Töluvert var um að vera í skíðalandinu sunnan Odds- skarðs þennan dag, enda veður með afbrigðum gott. Allmargt fólk var við skíðaæfingar og sumt ungt að árum, starfsmenn Rarik voru að ýta sér leið að biluðum jarðstreng til að gera við hann, en hann hefir reyndar bilað margsinnis, sennilega lost- ið niður í hann eldingu, og Norðfirðingar voru að koma upp lítilli skíðalyftu skammt vestan jarðganganna. Þeir Austfjarðaleiðarmenn sýndu gestunum, hvemig snjótroð- ari bílsins vinnur svo og snjótönn- in. Þetta eru aflmikil tæki, enda er vél bílsins 250 ha og hún knýr 3 glussadælur, eina fyrir hvort belti og eina fyrir snjótönn og troðara. Ljósm. Ómar Skarphéðinsson. Hlífar Þorsteinsson, bílstjóri lýsti snjóbílnum fyrir gestunum á leiðinni og kom þar m. a. fram, að hann kostar um 3 millj. kr. Síðan bauð Austfjarðaleið gestunum í kaffi og meðlæti í Hótel Egilsbúð hjá Frímanni Sveinssyni og starfsfólki hans. Þar fluttu ávörp Kristinn V. Jó- hannsson, forseti bæjarstjómar Neskaupstaðar, Stefán Þorleifs- son, skíðaráðsmaður og for- stjóri Fjórðungssjúkrahússins og Haukur Sigfússon, fram- kvæmdastjóri Austfjarðaleiðar. Það binda allir miklar vonir við þennan nýja snjóbíl bæði hvað varðar farþegaflutninga, þegar á þarf að halda, við snjó- troðslu í skíðalandinu og sem alhliða öryggistæki í ófærð og vondum veðrum. B. S. Sambýlið að Stekkjartröð 1 Þriðjudaginn 22. jan. sl. var sambýli fyrirþroskahefta, form- lega tekið í notkun að Stekkjar- tröð 1 Egilsstöðum. Margmenni var við athöfnina sem hófst kl. 1430. Stefán Þórarinsson, hér- aðslæknir, formaður svæðis- stjórnar, bauð gesti velkomna, um leið og hann gerði grein fyrir aðdraganda að þessu sambýli, sem nú var orðið að veruleika. Gat hann þess að starfsemi hafði hafist í húsinu um miðjan sept. sl. þó að formlega hafi það ekki verið gert fyrr. Erfiðleikar voru á sínum tíma að fjármagna kaupin á húsinu, en þá hljóp Styrktarfélag van- gefinna á Austurlandi undir bagga og lagði til fjármagn, sem það fær væntanlega endurgreitt þ. e. a. s. ríkið yfirtekur nú húsið. Auk Stefáns héldu þarna ræður, Hallgrímur Dalberg, sem kom í forföllum félagsmála- ráðherra, Helgi Seljan flutti kveðjur alþingismanna, auk þess sem hann ræddi þá hugar- farsbreytingu, sem orðið hefði á þeim tólf árum sem liðin eru frá því flutt var í fyrsta sinn frumvarp á Alþingi um málefni þroskaheftra. Þá talaði séra Davíð Baldursson form. SVA. Sveinn Þórarinsson oddviti Egilsstaðahrepps flutti árnaðar- óskir frá Egilsstaðahreppi og séra Vigfús Ingvar Ingvarsson fór með bæn. Að lokum þakkaði forstöðu- konan fr. Agnes Jensdóttir öll- um fyrir hlý orð í garð sambýl- isins, og bauð gestum að skoða húsið og þiggja kaffiveitingar, sem framreiddar voru af íbúum hússins með aðstoð starfsfólks. Þetta eru vistleg húsakynni og hlýleg, og virðist hafa verið mjög til alls vandað. Vistmenn eru sex. Það er alveg víst, að hér hefur verið vel unnið. Ekki verður hér látið staðar numið. En næsta verkefni sem unnið verður að, er verndaður vinnustaður. Er þar ærið verk að vinna, en hillir þó undir hann, eins og kom fram í máli ræðumanna. M. M. Á Magnúsarskarði. Ljósm. Ómar Skarphéðinsson. Norðfjarðarmegin við Oddsskarðsgöng. Ljósm. Haukur Sigfússon. Sólarkaffi á Sögu Hið árlega sólarkaffi Norð- firðingafélagsins í Reykjavík verður haldið í Átthagasal Hótel Sögu næstkomandi sunnudag 3. febrúar og hefst kl. 1500 stundvíslega. Með kaffinu verður meðlæti á hlaðborði m. a. afmælisterta af stærri gerðinni. Fyrrverandi formaður félagsins Jón Karlsson verður fimmtugur 26. febrúar nk. og í tilefni af því býður hann öllum sem mæta á sólarkaffið upp á rjómatertu. Á sólarkaffinu verður sam- leikur á hljóðfæri: Harpa Birgis- dóttir og Ingibjörg Lárusdóttir. Norðfirðingar sem leið eiga til Reykjavíkur um helgina eru velkomnir á sólarkaffi Norðfirð- ingafélagsins. B. S. Félagsvist AB er í kvöld í Egilsbúð og hefst kl. 2046 Alþýðubandalagið

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.