Austurland


Austurland - 21.03.1985, Blaðsíða 2

Austurland - 21.03.1985, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 21. MARS 1985. ----------Austurland--------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Einar Már Sigurðarson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) ©7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir-Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað - ©7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað ©7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Húsnæðismál í uppnámi Húsnæðismál eru mjög í sviðsljósinu um þessar mundir og þá ekki síst hinn hrikalegi vandi, sem húsbyggjendur og -kaup- endur standa frammi fyrir vegna ógnþrunginnar vaxtabyrði. Sá vandi er búinn til af stjórnvöldum landsins og er reyndar einna skýrastur bautasteinn framsóknaráratugsins, sem því miður er farinn að nálgast hálfan annan venjulegan áratug að lengd. Kröfur um úrbætur í þessum efnum eru orðnar háværar meðal almennings og stjórnarandstöðu á Alþingi. Þannig hefir þingflokkur Alþýðubandalagsins flutt þingsályktunartillögu, þar sem þess er krafist, að vextir verði lækkaðir og að nauð- ungaruppboðin verði tafarlaust stöðvuð. Þar er m. a. gert ráð fyrir, „að gerð verði áætlun um endurgreiðslu á þeim upphæð- um af húsnæðisláum, sem eru umfram hækkanir á kaupgjalds- vísitölu og hafa verið inntar af hendi á árinu 1983 og síðar. Mismunurinn bætist við höfuðstól lánanna og komi fyrst til greiðslu, þegar lánin eru greidd upp að öðru leyti.“ Ótrúlegt verður að telja annað en allir stjórn'arandstöðu- flokkarnir geti sameinast um þessa tillögu. Allt tal um einlægan vilja til úrbóta í þessum málum er lítils virði, ef raunin verður önnur. Pá verður að ætla, að einhverjir stjórnarþingmanna a. m. k. sjái, að staða þessara mála er það alvarleg, að skjótra úrbóta er þörf. Þeir ættu því að geta stutt þetta þarfa mál á Alþingi, þó að það sé lagt fram af stjórnarandstöðuflokki. En húsbyggjendur og húskaupendur sitja heldur ekki auðum höndum. Þeir gangast fyrir stofnun samtaka um lausn á vaxta- okrinu og um aðrar réttarbætur til handa þeim stóra hópi í þjóðfélaginu, sem þessi mál varða og er í stórhættu með að missa hús sín og heimili. En hvað hafa hin sjálfumglöðu stjórnvöld gert í þessum málum? Svarið er einfalt: í raun og veru ekki neitt, sem hönd er á festandi. Félagsmálaráðherra hefir að vísu skipað nefnd í málið vegna þrýstings og efnt hefir verið til einhvers konar ráðgjafarþjónustu á vegum Húsnæðisstofnunar. Sáralitlu um- framfé er þó varið til þessara hluta og verða því allar úrbætur, ef einhverjar verða, kostaðar af nýbyggingarlánsfé og fé til kaupa á eldra húsnæði. Ráðgjöfin mun líka vera í því fólgin að koma vanskilaskuldum í lag með því að útvega ný lán, sem auðvitað eru svo líka verðtryggð og leiða innan skamms til enn aukinnar vaxtabyrði og aukinna erfiðleika. Frá hendi stjórnvalda er því ekki neinna raunhæfra úrbóta að vænta. Sú ríkisstjórn, sem afnam verðtryggingu launa, en hélt verðtrygg- ingu lána, er heldur ekki líkleg til að skilja né vilja skilja vanda fórnarlamba þeirra aðgerða. Alþýðusamband íslands hefir nú krafist úrbóta í þessum málum og tafarlausra aðgerða af hálfu stjórnvalda og er helst að vænta einhverrar jákvæðrar og haldgóðrar lausnar í við- ræðum, sem vonandi fara fram á grundvelli þeirrar kröfu. B. S. Orkusparandi endurbætur húsa Orkusparandi endurbætur húsa hafa orðið æ mikilvægari með hækkandi orkuverði. Orku- verðið endurspeglast í auknum kröfum sem gerðar hafa verið í byggingarreglugerð um meiri einangrun og þéttari hús. Iðnaðarráðuneytið og Félags- málaráðuneytið hafa sem kunn- ugt er tekið saman höndum um aðgerðir á þessu sviði. Til stjórnunar á þessu átaki hefur verið skipuð þriggja manna verkefnisstjórn orkuá- taks. Á vegum þessarar verk- efnisstjórnar hafa verið sér- menntaðir 16 verk- og tækni- fræðingar. Þessir aðilar gefa NESKAUPSTAÐUR Sorpkassar íbúðaeigendum sem ekki hafa sorpkassa við hús sín er vinsamlega bent á að verða sér úti um kassa hið fyrsta Þeir íbúðaeigendur sem ekki verða við þessum tilmælum geta átt það á hættu að sorp verði ekki fjarlægt frá húsum þeirra Bæjarverkstjóri NESKAUPSTAÐUR Starfsfólk Starfsfólk óskast á barnaheimilið Sólvelli, Neskaupstað Um er að ræða hálft starf eftir hádegi, afleysingar eftir hádegi og ræstingu Skriflegar umsóknir sendist forstöðumanni Barnaheimilið Sólvellir Neskaupstað íbúðir til sölu Til sölu eru eftirtaldar fasteignir: 3 íbúðir við Nesbakka 15 — 17 3 íbúðir við Miðstræti íbúð við Hafnarbraut íbúð við Þiljuvelli íbúð við Starmýri íbúðarhús við Þórhólsgötu íbúðarhús við Strandgötu íbúðarhús við Urðarteig íbúðarhús við Melagötu Allar upplýsingar gefur Viðskiptaþjónusta Guðmundar Ásgeirssonar Melagötu 2, Neskaupstað S 7677 á daginn og ® 7177 á kvöldin ráðleggingar um orkusparandi endurbætur á húsum sem nota óeðlilega mikla orku. Frá fyrstu tíð hefur Rann- sóknastofnun byggingariðnað- arins verið samstarfsaðili orku- sparnaðarátaksins ogt. d. reikn- að hagkvæmni valinna aðgerða. Fræðslumiðstöð iðnaðarins hefur því fengið sérfræðinga frá Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins til að undirbúa nám- skeið og semja ítarleg nám- skeiðsgögn um endurbætur á húsum með tilliti til orkusparn- aðar. Námskeiðið er einkum sniðið fyrir iðnaðarmenn og haldið í fyrsta sinn þessa dagana í Reykjavík. Námskeiðshöfundar eru Björn Marteinsson verkfræð- ingur, Guðni Guðnason tækni- fræðingur og Jón Sigurjónsson verkfræðingur. Námskeiðið fjallar um fræði- legar forsendur fyrir tæknilegri uppbyggingu byggingarhluta og efnisval við endurbætur húsa. Farið er yfir þær aðgerðir sem orkusparnaðarráðgjafar hafa úr að velja og kostir þeirra og gall- ar ræddir. Loks er skoðað hús og þátttakendur vinna úr þeim niðurstöðum og velja og meta þær aðgerðir sem til greina koma til endurbóta. Þetta námskeið er nú boðið út um land, einkum á þeim svæðum, sem búa við dýra upp- hitunarorku. Fræðslumiðstöð iðnaðarins væntir þess að námskeiðinu verði vel tekið og veitir allar nánari upplýsingar um það í síma 91-687000 og 91-687440. Ætlunin er að halda það á Egilsstöðum fyrir Austfirðinga dagana 29. t. o. m. 31. mars. Innritun fer fram hjá Verk- fræðistofu Austurlands, Óla Methúsalemssyni ísíma 97-1551 og hjá bæjartæknifræðingi í Neskaupstað, Kristjáni Knúts- sýni, sími 97-7700. Féttatilkynning. ÁRNAÐ HEILLA Afmæli Guðný Jónsdóttir, húsmóðir, Miðstræti 6, Neskaupstað, varð 60 ára 16. mars sl. Hún er fædd í Neskaupstað og hefir alltaf átt hér heima. Jóhann Jónsson, fyrrum kennari, Miðgarði 9, Neskaup- stað, verður 80 ára á morgun, 22. mars. Hann er fæddur í Nes- kaupstað og hefir alltaf átt hér heima. Konu sína, Stefaníu Guð- mundsdóttur, missti Jóhann árið 1980. Jóhann verður að heiman á afmælisdaginn.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.