Austurland


Austurland - 11.07.1985, Blaðsíða 4

Austurland - 11.07.1985, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR, 11. JÚLÍ 1985. Sigurður Lárusson, Gilsá: Um vegamál á Austurlandi í 20. tölublaði Austurlands er grein eftir Sigurð Gunnarsson sveitarstjóra í Búðahreppi. Ég tel mér skylt að leiðrétta það sem kemur fram í greininni, að ég hafi ítrekað skammað hann. Hann segir orðrétt: „Vitna ég þar í skrif nafna míns bónda á Gilsá en hann hefur ítrekað skammað mig á prenti fyrir þessa ábendingu.“ Þar á hann við jarðgöng milli Fá- skrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar. Ég kannast ekki við að hafa skammað hann, hvað þá ítrekað, þó okkur greini á um hvaða verk- efni skuli leggja mestu áherslu á í vegagerð á næstu árum. Þann 24. apríl í fyrra var höfð eftir nafna mínum frétt í útvarp- inu, sem mér fannst ftjll ástæða til að leiðrétta. Ég sendi þá smá athugasemd í blaðið Austra. Hún endar þannig: „Ég held að sveit- arstjórinn í Búðahreppi hljóti að vera mjög ókunnugur vegum og snjóalögum sunnan Fáskrúðs- fjarðar." Önnur orð hafði ég ekki um hann og man ekki til að hafa haft um hann á prenti. Eru þetta skammir? Ég veit þá ekki hvernig ég á að haga orðum mínum ef þetta teljast skammir, hvað þá ítrekaðar skammir. Grein nafna míns er um sama efni og útvarpsviðtalið í fyrra en miklu ítarlegri. Mig langar að fara nokkrum orðum um hana. Aðal- efni greinarinnar er um jarðgöng milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðar- fjarðar og skil ég vel áhuga hans á samgöngubótum sem varða sér- staklega hans byggðarlag. En mér finnst að hann ætti að spara sér allar ráðleggingar til Breiðdæl- inga, ekki síst vegna þess að hann virðist ekki þekkja mikil til hér um vegamál eða snjóalög. Hann segir meðal annars: „Breiðdalsheiði er að mestu lokuð á vetrum vegna snjóa." Ég vil nú frekar orða það svo; vegna þrjósku Vegagerðar ríkisins. Ég bendi á að ekki hefur fengist sam- þykki vegagerðarinnar til að opna hana tiltekna daga eins og aðra sambærilega fjallvegi á Austur- landi. Þó er hún öðru hverju jeppafær í sæmilegum vetrum og var oftast fær síðastliðinn vetur. Það sem lokar henni fyrst í snjó- um er nálægt 50 ára gamall veg- arslóði frá Haugum inn að Heiði. En ég spyr hvernig væri um flesta aðra vegi á Austurlandi ef þeir væru aldrei ruddir frá veturnátt- um til sumarmála? Tökum bara sem dæmi veginn frá Fáskrúðs- firði til Reyðarfjarðar, að maður tali nú ekki um fjallvegina Fagra- dal, Oddsskarð og Fjarðarheiði. Væri svipað uppbyggður vegur frá Haugum í Þorgrímsstaði eins og á áðurnefndum fjallvegum þyrfti áreiðanlega ekki að kosta teljandi fé til snjómoksturs þar, nema í mestu snjóavetrum. Breiðdalsheiðin er mjög snjólétt og áreiðanlega miklu snjóléttari en Fagridalur og Fjarðarheiði. Auk þess má benda á að í norð- austan hríðum þegar þreifandi bylur er á Fagradal er oft úrkomu- laust á Breiðdalsheiðinni. Scm dæmi um það skal ég nefna að í maíbyrjun 1979 þótti ekkí fært veður til að opna veginn um Fagradal. Þá varFáskrúðsfjarðar- rútan látin fara með farþega í veg fyrir flug á Egilsstöðum um Breið- dalsheiði tværeða þrjárferðir. En þá var Breiðdalsheiði snjólaus og fær öllum bílum. Leggðu þér þetta á minnið nafni minn. Ég er þér sammála um að í framtíðinni verður jarðgangagerð miklu algengari en verið hefur og kannski fyrr en margir halda. Ég vil benda þéi á að í grein í Austur- landi eftir mig, 2. október 1980, bendi ég á nauðsyn jarðganga- gerðar í gegnum Berufjarðar- skarð. Það er ennþá skoðun mín að jarðgöng þar ættu að hafa forgang í jarðgangagerð á Austurlandi, vegna þess að þau koma öllum Austfirðingum til hagsbóta. Þá fullyrðingu mína styð ég þessum rökum: 1. Jarðgöng um Berufjarðar- skarð munu stytta hringveginn um 48 til 50 km. 2. Sömu jarðgöng munu stytta fjarðaleiðina til Djúpavogs um 17 til 19 km sé miðað við nú- verandi veg. 3. Jarðgöng um Berufjarðar- skarð gætu sparað nýja brú á Breiðdalsá eða Breiðdalsár- ósa. Þar er um stóra fjárhæð að ræða. Brúin á Breiðdalsá hjá Flögu gæti þá tekið við allri umferðinni. Hér vil ég leyfa mér að vitna í grein eftir hinn mcrka mann Bjarna Þórðarson, fyrrverandi bæjarstjóra í Ncskaupstað. Hann segir í blaðinu Austurlandi 11. sept. 1980 orðrétt: „Ég er sam- tnála Sigurði um verkefni næstu ára í vegamálum á Austurlandi. Að þeim skulum við vinna jafn- framt því sem við öflum hug- myndinni um jarðgöng fylgis. Það er víðar á Austfjörðum en hér hefur verið rætt um sem gera þarf jarðgöng og minnist Sigurður á tvo staði. milli Berufjarðar og Breiðdals og Vopnafjarðar og Héraðs. Ég sé' ekki annað en á þetta megi fallast." Hér heyrum við álit hins gáfaða og þaulreynda félagsmálamanns, sem þó er í þessari grein að svara grein minni um vegamál á Austur- landi, sem birtist í næsta tölublaði á undan. Ég held að við nafni minn gæt- um orðið sammála um marga þætti vegamálanna. 1. Að gerð væri sem fyrst fulln- aðarkönnun á gerð jarðganga á hinum ýmsu stöðum á Austur- landi. 2. Að fresta því að leggja bundið slitlag á þá vegi sem ekki verða aðalvegir eftir að jarðgöng hafa verið gerð og umferðar- þunganum létt af þeim. Til dæmis veginn frá Búöakaup- stað um Vattarnesskriður að Eyri við Reyðarfjörð og aðra vegi sem líkt stendur á með. 3. Að leggja næstu árin allt kapp á að byggja upp úr snjó léleg- ustu vegina á aðalleiðum á Austurlandi, til dæmis vegar- kaflann frá Haugum inn að Breiðdalsheiði og aðra vegi sem líkt stendur á með. 4. Að fengnum niðurstöðum um jarðgangagerð og hagkvæmni þeirra yrði verkefnum raðað í þá röð sem flestum kæmi að Til sölu Húseignin Miðstræti 12, Neskaupstað er til sölu Upplýsingar © 4170 & 4338 Austf irðingar! Leka þök eða svalir hjá ykkur? Með »SARNAFIL« þakdúk er lekavandamálið úr sögunni Hafið samband við skrifstofu okkar í síma 91-685003 Við gerum fast verðtilboð ykkur að kostnaðarlausu Nú þegar 100 þúsund fermetrar á íslandi Njarðvíkurkirkja Sarnafil - SE og viðbótareinangrun Sarnafi! VIÐHALDSFRITT ÞAKEFNI TIL ENDURNÝJUNAR - TIL NÝBYGGINGA FAGTUN HF. LAGMULA 7, 105 REYKJAVIK, SIMI 28230 notum eða spöruðu aðrar dýr- ar framkvæmdir á vegakerf- inu. Kæmi í Ijós að hagkvæmt þætti að gera jarðgöng milli Stöðvar- fjarðar og Breiðdals, tel ég að þau hlytu að verða mjög framarlega í niðurröðun framkvæmda vegna hins ótrygga ástands og mikla grjóthruns sem er í skriðunum milli BreiðdalsogStöðvarfjarðai. Ég álít að ef hagkvæmt þætti að gera jarðgöng undir Beru- fjarðarskarð þá væri nokkuð ör- uggt að þau yrðu framarlega í röð jarðganga á Austurlandi vegna þess að þau stytta hring- veginn svo mikið og fjarða- leiðina líka verulega. Auk þess spara þau brú á Breiðdalsá eða ósa hennar. Ég vek athygli á að við Breið- dælingar erum ekki einir um að krefjast uppbyggingar á vegin- um frá Haugum inn að Breið- dalsheiði. Allmargar raddir hafa heyrst frá Héraðsmönnum um þau mál meðal annars frá oddvitafundum á Héraði. í Austra hafa einnig komið hvatningargreinar nú í vetur og vor bæði frá Guðrúnu Tryggva- dóttur og Hreggviði M. Jóns- syni. Ég vil þakka þann stuðning. Ekki get ég lokið þessum lín- um án þess að benda á að hæpið virðist að treysta öllum þeim töl- um sem koma fram í grein nafna míns til rökstuðnings jarð- gangagerð um Kollufjall ef þær eru ekki nákvæmari en tilvitnun hans í Oddsskarðsgöngin. Þar segir hann orðrétt: „Odds- skarðsgöngin liggja í 800 m hæð yfir sjó í ungu og smásprungnu bergi.“ Ég leit í töflu um hæð á fjallvegum frá 1960, eða áðuren Oddsskarðsgöngin voru gerð. Þar er vegurinn yfir Oddsskarð talinn liggja í 660 metra hæð yfir sjó, eða 140 metrum lægra en göngin eru samkvæmt grein þinni. Ef aðrar tölur í þinni grein eru ekki nákvæmari þá er lítið á þeim að byggja. I dag er 25. maí og var sagt frá því í hádegisfréttunum í út- varpinu að verið væri að ryðja snjó af veginum um Fagradal og Fjarðarheiði. Á Breiðdalsheiði er á sama tíma smá slydduföl. Þetta er enn eitt dæmið um mismun á snjóalögum á áður- nefndum fjallvegum. Að lokum Iangar mig að minna á ummæli Jóns Birgis Jónssonar yfirverkfræðings vegagerðarinn- ar. Hann leyfði mér að hafa eftir sér 26. apríl 1984 að fullbyggður malarvegur frá Ulfsstöðum á Völlum að vegamótum Suður- fjarðavegar við Eydali, mundi þá ekki kosta yfir 100 milljónir. Þetta vil ég að komi fram vegna þess að þú telur vegagerð um Breiðdals- heiði svo kostnaðarsama. Þessi vegarkafli, sem þarna er nefndur, er um 64 km.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.