Austurland


Austurland - 25.07.1985, Blaðsíða 4

Austurland - 25.07.1985, Blaðsíða 4
Landsbókasafnid Safnahúsinu ustfjarðaleið hf. ^ JÍ&pFLUM HEIMABYGGÐUgAfe 4250 og 7713 'Á Auglýsingasími 'ö' SKIPTUM VIÐ Hverfisgötu srslunar- og skemmti- AUSTURLANDS SPARISJÓÐINN ,, JÁl í K ^. rð til Skotlands er 7756 Sparisjóður Norðfjarðar Atlavík ’85 Ungmenna- og íþróttasam- band Austurlands gengst fyrir íþróttahátíð, tónleikum og fjöl- skyldusamkomu í Atlavík um verslunarmannahelgina. í Atla- vík í Hallormsstaðarskógi er fagurt umhverfi, næg tjaldstæði og aðstaða til útivistar sérlega góð. Þetta er fimmta árið í röð sem UÍA heldur hátíð í Atlavík. Á hátíðinni verður hæfileika- keppni hljómsveita og er ennþá tækifæri fyrir hljómsveitir að láta skrá sig í síma 97-1353. Flugleiðir bjóða sérstakan Atlavíkurpakka á flugleiðinni Rek - Atlavík - Rek. Pakkinn kostar 5.857 kr. og er innifalið í honum flugfar báðar leiðir, rútuferð frá Egilsstöðum til Atlavíkur báðar leiðir og að- gangur að samkomunni. Suðmennirnir Valgeir Guðjónsson og Egill Ólafsson skemmta á hátíð UÍA '84. Ljósm. Rúnar. Efnt verður til sætaferða frá UÍA býður alla velkomna á flestum þéttbýlisstöðum á samkomuna, ATLAVÍK ’85. landinu til Atlavíkur. Fréttatilkynning. Verksmiðjubyggingu verði hraðað Fimmtudaginn 11. júlí 1985 Á fundinum voru fulltrúar Reyðarfjarðarhrepps. Eftirfar- var haldinn fundur í Valhöll, frá bæjarstjórnum Eskifjarðar andi ályktun var samþykkt sam- Eskifirði um málefni kísilmálm- og Neskaupstaðar og frá hljóða: verksmiðju. hreppsnefndum Egilsstaða- og Kindakjötið horfíð Á sama tíma og mikið er rætt um offramleiðslu á kindakjöti og forsætisráðherrann boðar nær helmings samdrátt í eftir- spurn innanlands á næstu árum bregður svo við að þetta „vandamál“ fæst ekki í verslun- um eða á veitingastöðum dög- um og jafnvel vikum saman. Dæmi I: í stórverslun í eigu Sláturfélags Suðurlands í Reykjavík var kindakjöt ófáan- legt í fyrstu viku júlímánaðar. Afgreiðslufólkið gaf þá skýringu, að verslunin fengi ekkert kjöt til úrvinnslu þá vikuna. Dæmi II: Á fjölsóttum veit- ingastað við alfaraleið á Suður- landi fengust þau svör þegar spurt var um lambakjöt 12. júlí sl., að ekkert slíkt væri að hafa. „Við fáum ekkert kjöt þessa dag- ana“, sagði afgreiðslumaðurinn. Dæmi III: Kjötvinnslufyrir- tæki á Austurlandi hefur að undanförnu átt í erfiðleikum með að fá kindakjöt í ódýrari verð- flokkum, sem hafa verið í boði undanfarin ár um þetta leyti. Slíkt ástand er með ólíkind- um á sama tíma sem kindakjöts- framleiðsla er talin sérstakt of- framleiðsluvandamál. Tilgáta hefur heyrst um það, að skýring- in sé sú að heildsöluaðilar eins og Sambandið sjái sér hag í að liggja á kjötbirgðum og fá í sinn hlut svonefnt geymslugjald fyrir ómakið og það fremur en að af- greiða kjötið til viðskiptavina. Svo mikið er víst, að þessir við- skiptahættir sem hér hafa verið raktir eru ekki til þess fallnir að lækka kindakj ötsfj allið eða vemda markaðsstöðu þesssarar vöru innanlands. H. G. „Fundurinn átelur þann ein- hliða og villandi fréttaflutning, sem verið hefur að undanförnu um kostnaðarsamanburð á kís- ilmálmverksmiðju á Reyðar- firði og á Grundartanga. Fundurinn skorar á iðnaðar- ráðherra og stjórn Kísilmálm- vinnslunnar hf. að hraða undir- búningi að byggingu kísilmálm- verksmiðju við Reyðarfjörð í samræmi við lög um verk- smiðjuna." 10% afsláttur af öllum vörum I tilefni þess að lokið er gagngerum breytingum á verslun okkar að Hafnarbraut 6, Heimilisdeild, veitum við 10% afslátt af öllum vörum verslunarinnar frá föstudeginum 26. júlí til föstudagsins 2. ágúst; búsáhöldum, gjafavörum, leikföngum, heimilistækjum, útilegubúnaði, ferðavörum, reiðhjólum, o. fl., o. fl. Opnum í nýju umhverfi Nýjar innréttingar; breytt búð, betri búð Kaupfélagið Fram Neskaupstað Heimilisdeild S 7305 NEISTAR Hvers vegna lægrí Iaun? Ég hef um tveggja áratuga skeið fylgst með störfum og launum kvenna á skrifstofum og í verslunum. Undantekningalaust hafa þær fengið lægri laun en karlar fyrir sambærilegt vinnuframlag. Ég hef spurt þó nokkra launagreiðendur, hvers vegna. Og það hefur ekki staðið á svörum, fjölbreytileiki svaranna hefur verið með ólíkindum. En öll hefur þau borið að sama brunni. Það er bara ekki hægt að hækka laun kvenna. Hvað gerist ef karlamir fréttu það? Spyr sá sem ekki veit. Að greiða ógiftu kvenfólki laun í samræmi við vinnuframlag er óskynsamlegt og til þess eins að kasta peningum á glæ, trúlega taka slíkar persónur upp á því að gifta sig og stofna heimili. Mætti stundum halda að heim- ilishald sé einn versti dragbítur í atvinnurekstri þjóðarbúsins, þó reyndar í skálaræðum sé heimilið talið einn af hornsteinum þjóðfélagsins. Nú, svo er ein af röksemdum þess að halda launum kvenna niðri, sá ókostur kvenkynsins að ala börn. En þar virðist um að ræða eins konar erfðasynd þeirra kyns, sem þær einar bera ábyrgð á og þeim einum ber að hegna fyrir. Því ber okkur konum að þegja og taka með lítillátum huga við þeim skammti sem launagreiðendur og þjóðfélagið skenkir okkur. Giftar konur sem leita út á vinnumarkaðinn af heimilunum, hafa flestar svo lengi unnið vanmetin störf, að þær þakka sínum sæla fyrir einhver laun. Getum við látið þetta viðgangast lengur? Á. P. Kaupmáttur launa í Neskaupstað fyrr og nú í tilefni af umræðum og skrif- um um lækkandi kaupmátt launa að undanförnu og kröfum um hækkun hans í væntanlegum kjarasamningum fór ég að glugga í heimilisbókhald mitt í Ieit að upplýsingum um þær breytingar, sem á hafa orðið hér í Neskaupstað á liðnum árum. Til samanburðar tók ég hæsta kaup barnakennara og verðlag nokkurra helstu nauðsynja á ár- unum 1939, 1945 og 1985. I samanburðinum gætir mest verðs landbúnaðarvara. Þær hafa enda lengst af verið stór liður í útgjöldum heimilanna, og þótt hlutur þeirra hafi farið þar allmikið rýrnandi á þeim árum, sem samanburðurinn nær til, þá tel ég þó að þar megi fá allgóða mynd af kaupmætti launa almennt í Neskaupstað á þeim 40 - 50 árum, sem saman- burðurinn nær til. Samanburðurinn lítur þannig út: Fyrir mánaðarlaun mátti kaupa 1939 1945 1985 Nýmjólk .................... 743 1 1045 1 655 1 Rjóma ..................... 99- 136- 107 - Smjör........................ 99 kg ? 39 kg Kartöflur................... 594 - ? 262 - Súran hval ................. 495 - ? 71 - Rúsínur ................... 60- ? 116- Egg........................ 2475 stk. 2767 stk. 1856 stk. Lambsslátur (1984)......... 99 - 125 - 116- Ársfjórðungsgjald af síma gat ég greitt ........... 15 sinnum ? 28 sinnum Klippingu gat ég greitt 149 - 326 sinnum 99 - Stunguskóflur .... 74 stk. ? 37 stk. Samanburðurinn sýnir að kaupmáttur launa er hæstur 1945, en lægstur 1985. Mestu munar þar á hval, smjöri og kartöflum. Greinilegt er að laun verða að hækka verulega, án þess að verðlag hækki á nauðsynjum, ef sami kaupmáttur launa á að nást og árið 1945. Gildir það sjálfsagt bæði um kennaralaun og kaup almennt. Neskaupstað, 20. júlí 1985. Eyþór Þórðarson. Norðfirðingar - Ferðafólk Við bjóðum alla daga upp á grillaða smárétti og fínustu steikur auk rétta dagsins Verið velkomin HÓTEL EGILSBÚÐ

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.