Austurland


Austurland - 08.08.1985, Blaðsíða 4

Austurland - 08.08.1985, Blaðsíða 4
Austurland Neskaupstað, 8. ágúst 1985. FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi MUNIÐ SÍVINSÆLU KANARÍEYJAR S 7119 Auglýsingasími Æýt SPARISJÓÐUR fSá^o w' NORÐFJARÐAR w|W AUSTURLANDS SPARISJÓÐUR HEIMILANNA er 7756 Sparisjóður Norðfjarðar Atlavík ’85 tókst vel Samkoma UÍA, Atlavík ’85, var haldin um síðustu helgi í misjöfnu veðri, en við mikið fjölmenni og tókst samkoman vel að öllu leyti. UÍA hélt blaðamannafund á Hallormsstað sl. sunnudags- kvöld, þar sem Hermann Níels- son, formaður UÍA og Skúli Oddsson, framkvæmdastjóri UÍA gáfu yfirlit yfir samkomu- haldið og umfang þess. Samkomuna sóttu a. m. k. 6.500 manns, þar af var starfs- fólk rúmlega 1.000 manns. UÍA á gott samstarf við marga aðila um þetta viðamikla samkomuhald. Má þar nefna Skógrækt ríkisins, Hjálparsveit skáta á Egilsstöðum, sem hefir á sínum vegum einn lækni og 8 hjúkrunarfræðinga og sjúkra- liða, Björgunarsveitina Gró á Egilsstöðum, sem sér um að- hlynningu þeirra sem á þurfa að halda á staðnum og á Buðlunga- völlum, sýslumann Suður- Múlasýslu og lögreglu og Félag farstöðvaeigenda á Seyðisfirði, sem sá um skipulagningu fjar- skipta. Aðkeypt starfsfólk frá þessum aðilum og þeim sem komu fram á samkomunni á Lést í bflslysi Dauðaslys varð skammt fyrir austan Vík í Mýrdal aðfararnótt 31. júlí sl. er bíll fór út af vegin- um við Uxafótarlæk. Ökumað- ur var einn í bílnum og er talið, að hann hafi látist samstundis. Maðurinn sem lést var Ársæll Sigbjörnsson, vélstjóri á Sunnu- tindi á Dj úpavogi, til heimilis að Krummahólum 8 í Reykjavík og var hann tæpra 35 ára að aldri. Ársæll var fæddur í Nes- kaupstað 23. sept. 1950 og ólst þar upp hjá Bjarneyju Stefáns- dóttur og Ársæli Júlíussyni. Ársæll Sigbjörnsson lætur eft- ir sig tvo syni. Útför hans verður gerð frá Fossvogskapellu á morgun. einn eða annan hátt var um 300 manns. Starfsfólk á vegum UÍA og aðildarfélaganna 34 var um 700 manns, en það voru allt sjálf- boðaliðar fyrir sín félög og sam- bandið. Fá félögin greitt fyrir störf eftirlitsmanna, sem voru um 500, eftir framlagi sínu, en ákveðin félög sjá um aðgöngu- miðasölu og veitingasölu í hvert skipti og fá ákveðinn ágóðahlut. Nú sáu Vopnafjarðarfélögin Einherji og Golfklúbbur Vopnafjarðar um aðgöngu- miðasöluna, en Leiknir á Fá- skrúðsfirði um veitingasöluna og hafði yfir 100 manns í vinnu við þau störf. Eftirlitsmenn voru á 8 klst. vöktum frá kl. 19 á fimmtudags- kvöld til kl. 22 á mánudags- kvöld. Engin verulega alvarleg óhöpp urðu, tvö fótbrot, togn- anir og skurðir eftir glerbrot, voru alvarlegustu slysin. Maður sem hrapaði úr kletti snemma á samkomunni kom á samkom- una aftur hinn hressasti eftir flutning til Reykjavíkur. Á sunnudag voru hins vegar nokkrir teknir ölvaðir við akstur og fíkniefni voru gerð upptæk hjá einum, sem ætlaði að selja þau á svæðinu og var hann auð- vitað settur í varðhald. í hæfileikahkeppni hljóm- sveita sem fram fór á hátíðinni sigraði hljómsveitin Skriðjöklar á Akureyri. Þessi keppni er miðuð við áhugamannahljóm- sveitir og þær verða að flytja frumsamin lög og texta. 14 hljómsveitir tóku þátt í keppn- inni nú. Miklir fjármunir eru í velt- unni á svona samkomu. Að- gangseyrir er ekki undir 10 millj. og eru þá ótaldar tekjur af veitingasölu. Kostnaður er hins vegar mikill einnig. Beinn kostnaður við skemmtikrafta er ekki undir 2 millj. og greiðsla til Skógræktarinnar um 1 millj. svo að dæmi séu nefnd. Hagnaður er þó verulegur og skiptist hann milli aðildarfélag- anna og UÍA. Sagði Hermann Níelsson reyndar, að sér fyndist UÍA sjálft fá tiltölulega lítinn hluta þessa hagnaðar. En þessir fjármunir gera samt UÍA og að- ildarfélögunum kleift að halda uppi jafn viðamiklu starfi og þau gera. AUSTURLAND spurði þá UÍA menn, hvers vegna engir austfirskir skemmtikraftar k-æmu fram á Atlavíkursam- komunni nema aðeins ein hljómsveit. Hermann Níelsson svaraði því til, að vissulega væru margar góðar hljómsveitir til á Austur- landi, en Stuðmenn væru orðnir partur af þessum samkomum og þeir drægju fólk að í stærri stíl en nokkur önnur hljómsveit myndi gera og skortur væri á annars konar skemmtikröftum eða „uppákomumönnum“ á Austurlandi. Hann sagði, að samkeppni um skemmtikrafta á útisamkomur af þessari stærð væri mikil. Einnig gat hann þess, að alltaf léki ein austfirsk hljómsveit á Atlavíkursamkom- um UÍA og auk þess hefðu íþróttir og sýningar skipað veg- legri sess á samkomunni nú en áður og nú hefði verið starfrækt útvarpsstöð á samkomunni, sem útvarpaði viðtölum við sam- komugesti, tónlist og tilkynn- ingum um hvaðeina, sem samkomuna varðaði. í framhaldi af þessu lét Her- mann þess getið, að UÍA héldi aðra samkomu á hverju ári, þ. e. Sumarhátíðina að Eiðum, „sem er menningarleg sam- koma. Atlavík er öðruvísi sam- koma, nokkurs konar neyðarúr- ræði til að afla fjármagns. Auk þess getum við með 11 ára reynslu í að halda stórsamkom- ur, gert þetta betur en nokkur annar. Það eru bara virk og vel skipulögð samtök, sem geta haldið svona stórar samkomur, svo að vel fari,“ sagði Hermann Níelsson að lokum. B. S. NEISTAR Örlítið meira um launamál kvenna Þrátt fyrir alla jafnréttisumræðu undanfarinn áratug, er oft eins og ekkert hafi áunnist þegar launamál kvenna ber á góma. Ójafnréttið í garð kvenna er hvað áþreifanlegast einmitt þar. Eins og Á. Þ. réttilega bendir á, ert þú það sem kemur úr launaumslaginu. Virðingin gagnvart kvennastörfum í þjóðfélaginu er ekki mikil miðuð við, að í lægst launuðu störfum þjóðfélagsins eru konur. Einn slíkur hópur kvenna eru fóstrur. Er nú svo komið að fóstrur sjá sér ekki annað fært en að segja upp störfum sínum víðs vegar um land, jafnvel hér í Neskaupstað. Vitað er að til þess að endar nái saman hjá meirihiuta fjölskyldna á íslandi í dag, er nauðsynlegt að vinnutími foreldra samsvari 2-3 störfum. Konur vinna ekki minna en karlmenn, þess vegna hlýtur það að vera okkur kappsmál, að bömum okkar sé vel fyrir komið á meðan for- eldrarnir þræla fyrir nauðsynjum. Að hafa vel menntaðar fóstrur og góð dagheimili er undirstaða flestra heimila á landinu í dag. Láglaunastefna yfirvalda í garð kvenna verður afdrifarík, ef börn framtíðarinnar fá ekki næga umönn- un. Vonandi er, að foreldrar og for- eldrasamtök styðji vel við bakið á fóstrunum og veiti þeim stuðning í baráttu þeirra. H. M. S. Hringferð með Norröna í samstarfi við félagsmálaráð 24. ágúst. Heimsókn til vina- Neskaupstaðar hefur verið skipulögð ferð með fararstjórn fyrir eldri bæjarbúa í Neskaup- stað til Færeyja með m/f Norr- öna þann 22. ágúst, ef næg þátt- taka fæst. Farið verður frá Neskaupstað kl. 8 f. h. til Seyðisfjarðar. Sigl- ing til Þórshafnar tekur um 17 klst. Gist verður 3 nætur á Hótel Borg í Þórshöfn. Farið verður frá Þórshöfn 26. ágúst kl. 8 f. h. og siglt með m/f Norröna til Leirvíkur og Bergen. Komið verðurheim29. ágúst. Ferðin kostar 12.000 kr., inni- falið hóteldvöl í Þórshöfn með morgunverði í 3 daga, gisting um borð án fæðis og fararstjórn. Hugmynd að dagskrá í Þórshöfn: 23. ágúst. Dagurinn notaður í Þórshöfn, gengið um Þinganes o. fl. bæjar Neskaupstaðar, Sanda- vogs á Vogey. 25. ágúst. Ferð til Kirkjubæj- ar, kirkjustaður frá 12. öld enn í notkun. 26. ágúst. Farið frá Þórshöfn kl. 8 f. h. Hringferð með skipinu til Bergen í Noregi og Leirvíkur á Hjaltlandi. 29. ágúst. Komið til Seyðis- fjarðar kl. 8 f. h. Nánari upplýsingar og þátt- tökutilkynningar: Ásthildur Lár- usdóttir, Þiljuvöllum 4, S7374. Þróttargallar! Þróttargallar úr glansefni frá Henson eru komnir Takmarkaðar birgðir Gallarnir fást í Nesbæ Þróttur Framhaldsskólinn í Neskaupstað Kjarnaskóli iðn- og tæknimenntunar á Austurlandi Getur þú leigt námsmanni herbergi? Vegna mikillar aðsóknar að Framhaldsskólanum í Neskaupstað er heimavist skólans sprungin Skólinn hefur því mikla þörf fyrir leiguherbergi handa námsmönnum, sem munu stunda nám við hann á komandi vetri Þeir sem geta leigt herbergi hafi samband við skólameistara í síma 7285 eða 7630 Framhaldsskólinn í Neskaupstað

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.