Austurland - 15.08.1985, Page 2
2
FIMMTUDAGUR, 15. ÁGÚST 1985.
---------Austurland--------------------
MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS
Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason,
Einar Már Sigurðarson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson.
Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) ©7750 og 7756.
Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir-Pósthólf 31
- 740 Neskaupstað - ©7756.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað
©7750 og 7756.
Prentun: Nesprent.
ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS
Á AUSTURLANDI
Til varnar búsetu og byggð í sveitum
Ekki er það aö ófyrirsynju, að bændur um land allt efla nú samtök sín
og samstöðu. Hin hefðbundna framleiðsla í landbúnaði hefur lengi undir
áföllum legið, stundum af veðri og vindum, en oftar og verr af völdum
misviturra áróðursþyrlara, sem óspart hafa rægt atvinnugreinina í heild og
reynt að koma ómagastimpli á bændur og búalið.
Ófögur hefur sú iðja verið, en undirtektir hefur hún fengið ótrúlega víða.
í þessari ófrægingarherferð hefur verið horft með öllu framhjá þeirri
dýrmætu hollustufæðu, er framleidd hefur verið, því mikla iðnaðarhráefni,
sem skapað hefur verðmæta útflutningsvöru, að ógleymdum þeim þúsund-
um atvinnutækifæra í þjónustu, verslun og ekki síst iðnaði, sem landbúnað-
urinn hefur veitt og veitir í æ ríkari mæli.
Varðstaðan um atvinnuveginn hefur brostið og ný lagasetning frá því í
vor - ný vinnulöggjöf í landbúnaði - ber þess gleggst vitni.
Einn höfunda þessara laga, Birgir ísleifur Gunnarsson, fjallkóngur Sverris
í stóriðjuleitinni, lýsti raunar tilganginum glögglega í Morgunblaðinu í vor,
þegar hann sagði hann vera „að stöðva vitleysuna í landbúnaðinum", en
eins og menn þekkja af orðafari DV-leiðaranna er það hið sama og að
leggja af hefðbundinn landbúnað sem fyrst.
Vissulega er sú hætta fyrir hendi, að lagasetningin frá í vor geti orðið
drjúgur áfangi að því marki.
Sá stórfelldi samdráttur í sauðfjárbúskap okkar, sem þar er innsiglaður í
framhaldi af því, sem gerst hefur síðustu árin með framleiðslustj ómun, getur
ekki til annars leitt en mikilla erfiðleika og búseturöskunar í sveitum landsins.
Asinn og óðagotið réðu öllu og því var í flestu rasað um ráð fram og engin
furða þótt virtir forsytumenn bænda töluðu um banabita bændastéttarinnar
og stórhættulega lagasetningu. Ekki mátti spyrja hinn almenna bónda álits,
samræma sjónarmiðin þar og ná sem víðtækastri einingu innan stéttarinnar.
Enn síður var tækifærið notað til að ná saman sem best hagsmunum neytenda
og bænda, þannig að aukin og betri sátt ríkti þar í milli, allra síst að lagðar
væru fram óyggjandi tölur um heildarþýðingu landbúnaðar í þjóðarbúskap
okkar, svo að undirstaðan væri sem tryggust.
Gyllingin var sú, að bændur skyldu fá afurðaverð sitt staðgreitt.
Enn sést þar ekki til lands, frestun á gildistöku laganna gagnvart greiðslu
mjólkurafurða segir sína sögu og enn erfiðara verður að vonum um efndir
á greiðslum til sauðfjárbænda.
Hvað kallaði hér á slík óhæfu vinnubrögð annað en „að stöðva vitleysuna
í landbúnaðinum", eins og fjallkóngurinn orðaði það svo smekklega?
Ekkert kallaði á nýja löggjöf um nýjar búgreinar og effingu þeirra, þar var og er
það fjármagnsútvegun annars vegar og markviss skipulagning hins vegar, sem gildir.
Nútímaleg, öflug markaðsleit fyrir þá úrvalsvöru, sem dilkakjötið okkar
er, gat og getur einnig farið fram óháð slíkri lagasetningu.
Getur verið, að asinn hafi verið vegna þess, að bændur voru sem óðast að
rísa upp til varnar lífstilveru sinni og stjórnvöld hafi viljað kæfa þá vakningu?
Vinnubrögðin frá í vor munu hins vegar hvetja bændur til varðstöðu og sóknar
til betri lífskjara, tiyggari búsetu í sveitum landsins.
Landbúnaður okkar á áfram að verða sá órofa hlekkur í þjóðarbúskap
okkar, sem í hvívetna þarf að verja. Samtök bænda nú munu tryggja það.
Til þess er þeim heitið fyllsta liðsinni, því að byggð og búsetu þarf að verja
sem best. Helgi Seljan.
Minning
Þórarinn Þórarinsson
fyrrv. skólastjóri, Eiðum
f. 5. júní 1904 — d. 2. ágúst 1985
Merkur samtímamaður og
mætur Austfirðingur hefur
lokið farsælli vegferð.
Þórarinn á Eiðum svo sem
hann var jafnan nefndur á vísan
stað í hugskoti ærið margra hér
eystra og annars staðar, þeirra
sem nú í dag minnast dvalar
undir handarjaðri hans og eiga
um hana góðar minningar.
Menningarsaga Austurlands
verður ekki svo rituð, aó þar
skipi Þórarinn ekki veglegan og
verðugan sess.
Hans er minnst sem hins rögg-
sama og réttsýna stjórnanda á
virtu skólasetri, þar sem ung-
menni á mótunarskeiði áttu
heimili vetrarlangt, heimili sem
mörgum varð dýrmætt og færði
þeim happadrjúgt vegarnesti út
í lífið.
Þórarinn var áhugasamur um
nám nemenda sinna, en hann lét
sér annt um hagi þeirra einnig
og enn frekar lagði hann á það
áherslu, að rækt væri lögð við
þjóðernið, tunguna oggóða um-
gengnisháttu við landið og
náungann.
Áherslur hans sem skóla-
stjóra voru þær fyrstar og
helstar, að nemendur mættu
fara að vori ríkari að reynslu og
þekkingu, auðugri í andanum á
þann veg, að þar mætti mann-
göfgin eiga sér bestan bústað. '
Hans verður minnst sem
ARNAÐ HEILLA
Afmæli
Ingibjörg Jóhannsdóttir, hús-
móðir og handavinnukennari,
Þiljuvöllum 23, Neskaupstað,
varð 65 ára 8. ágúst sl. Hún er
fædd í Neskaupstað og hefir allt-
af átt hér heima.
Kirkja
Messa í Norðfjarðarkirkju nk.
sunnudag, 18. ágústkl. 1030f. h.
Sóknarprestur.
Til sölu
Til sölu er
einbýlishús að
Gauksmýri 6,
Neskaupstað
Allar nánari
upplýsingar S 7525
eftir kl. 1800
manns gleðinnar og söngsins á
góðum stundum, þar sem lífs-
orkan og glaðværðin tóku öll
völd og smituðu svo út frá sér,
að þar fór andlega dauð sál, sem
ekki hreifst með og fagnaði
heilu hjarta yfir fegurð lífsins og
góðum gjöfum þess.
Hans verður minnst sem ötuls
áhugamanns um hin margvís-
legustu menningar- og mann-
ræktarmál, sem áttu í honum
þann eldheita baráttuanda, sem
löngum hefur verið kenndur við
vormenn íslands.
Þar nægir að nefna skógrækt-
ar- og lýðháskólamál, tvær ólík-
ar en þó líkar greinar á sama
meiði ræktunarstarfsins eða þá
átthagarækt, sem blómgaðist
syðra, þar sem Þórarinn var
driffjöðrin með sívökulan sókn-
arhug.
Ég hitti hann síðast á helgasta
stað landsins, þar sem hann sat
í fagnaði jafnaldra sinna sumar-
kvöld í fyrra. Þar stjórnaði hann
söng af lífi og sál sem löngum
áður og flutti mál sitt svo, að
gleðin og alvaran skiptust á í
ljósum leiftrum.
Hlýtt handtak og enn hlýrri
orð á hraðfleygri stund á því
kvöldi mun ég geyma þakklát-
um huga.
Einlæg þökk, yljuð birtu og
sól, mun eiga bergmál í brjóst-
um margra í dag, þegar kvaddur
er mikill höfðingi og
mannkostadrengur, maður
sumars og söngva, boðberi
dýrra hugsjóna, sem horfðu
jafnt til sóknar hins nýja sem til
varðveislu hins eldra.
Austurland sér á bak tryggum
syni, sem unni því heitum huga,
þar sem hann á mörg farsældar-
sporin til heilla búendum og
byggð. Hugumkær er því hinsta
kveðjan til Þórarins á Eiðum og
vorbjart yfir mætri minningu.
Einlægar samúðarkveðjur
eru sendar frú Sigrúnu og börn-
um þeirra hjóna. HelgiSeljan.
Augnlæknir
Friðbert Jónasson augnlæknir verður
á Fjórðungssjúkrahúsinu
Neskaupstað 22. ágúst - 27. ágúst
Tímapantanir í síma 7400
kl. 1030 - 1200
nsa
Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað
NESKAUPSTAÐUR
Garðeigendur
Þar sem grenilús herjar enn á grenitré hér í bæ,
verður garðeigendum gefinn kostur á úðun til
eyðingar lúsinni
Þeir garðeigendur sem nota vilja þjónustu
þessa vinsamlegast láti um það vita á
bæjarskrifstofuna í síma 7700
Áætlaður kostnaður fyrir úðun er kr. 250 - 500
fyrir garðinn
Bæjarverkstjóri