Austurland


Austurland - 29.08.1985, Qupperneq 2

Austurland - 29.08.1985, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR, 29. ÁGÚST 1985. ---------Austurland------------------ MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guömundsdóttir, Guömundur Bjarnason, Einar Már Sigurðarson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) ©7750 og 7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir — Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað — ©7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað ©7750 og 7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Stéttarvitund bænda eflist Lengi hafa bændur hér á landi virst vera leiðitamir ákveðnum stjórnmálaflokkum og hagsmunafyrirtækjum og sjálfir verið lítt mótandi um málefni stéttarinnar. Nú virðist sem betur fer örla á breytingum í þessum efnum. Stéttarvitund bænda er vöknuð og þeim hefir skilist, að þeir sjálfir verða að berjast fyrir málefnum stéttarinar og móta stefnuna í landbúnaðarmálum yfirleitt. Sérgreinasamtök bænda í hinum ýmsu búgreinum, sem orðið hafa til á fáeinum undanförnum árum, eru dæmi um þessa stéttarvakningu meðal bænda. Nýjasta dæmið er stofnun Samtaka sauðfjárbænda. Landbúnaðurinn er einn af undirstöðuatvinnuvegum íslendinga og það skiptir miklu, að hann sé rekinn á sem skynsamlegastan hátt og von er til, að svo verði, ef bændum tekst að brjóta af sér ok þeirra flokka og fyrirtækja, sem hafa ráðskast með málefni landbúnaðar- ins oft að því er virðist með hagsmuni allt annarra en bænda og neytenda að leiðarljósi. Hagsmunir bænda og neytenda fara hins vegar hiklaust saman, ef rétt er á spilum haldið og æskilegt væri, að einhvers konar samráð gæti komist á milli samtaka bænda og neytenda. Slíkt frjálst samráð án valdboða hlyti að auka skilning milli þessara hagsmunahópa. Offramleiðsla kindakjöts hefir verið vandamál í ára- raðir og útflutningsbætur eru neyðarúrræði, sem stjórn- völd hafa beitt til að unnt hafi reynst að flytja eitthvað af kjötinu úr landi. Á það hefir hins vegar aldrei verið lögð áhersla í alvöru að selja kindakjöt úr landi á við- unandi verði. Markaðsöflun er sögð erfið og árangurs- lítil, en grunur leikur á, að aldrei hafi hún verið reynd til þrautar og einnig, að við hana hafi átt sér stað ýmiss konar mistök. Því verður ekki enn trúað, að ekki sé hægt að selja íslenska dilkakjötið einhvers staðar í heiminum á viðun- andi verði, ef að því er skipulega unnið um lengri tíma. Það hlýtur meira að segja að vera hægt að gera það að eftirsóttri lúxusvöru - lúxusvöru í neytendaumbúðum, sem framleidd er við náttúruleg skilyrði án verksmiðju- framleiðslu og lyfjanotkunar. Ef nýstofnuðum samtökum sauðfjárbænda tekst þetta, brjóta þau blað á fleiri en einn hátt í íslenskum landbúnaðarmálum. Til þessa þarf hins vegar fjármagn og kunnáttu á sviði markaðsmála. Eðlilegt er, að stjórnvöld hjálpi hér eitthvað til og land- búnaðurinn getur e. t. v. lagt eitthvert fjármagn til sjálfur, ef fjármálaráðherranum tekst að láta framfylgja íslensk- um lögum og láta hætta að flytja inn kjöt til varnarliðsins, en láta það þess í stað kaupa íslenskt kjöt. B. S. Aðalfundur NAUST 1985 Fundurinn verður haldinn 31. ágúst og 1. september í Nes- kaupstað og þeir sem ekki búa í nágrenni Neskaupstaðar koma á föstudagskvöld 30. ágúst og fá svefnpokapláss í kennslustofum framhaldsskólans. Á laugardag kl. 9°° verður farið í skoðunarferð með skipi út í Norðfjarðarflóa og jafnvel suður fyrir Horn ef veður leyfir. Aðrir skoðunarmöguleikar koma líka til greina svo sem gönguferðir, en það mun ráðast eftir veðri og öðrum ástæðum. Kunnugir leiðsögumenn munu verða með í ferð. Um kvöldið kl." 2100 verður kvöld- vaka í máli og myndum í tram- haldsskólanum. Sunnudagur 1. september Aðalfundur verður settur í ÁRNAÐ HEILLA Afmæli Ólafur Helgi Jónsson, hús- gagnasmíðameistari, Hlíðar- götu 32, Neskaupstað, varð 60 ára 24. ágúst sl. Hann er fæddur í Neskaupstað og hefir alltaf átt hér heima. Helga Björgúlfsdóttir, hús- móðir, Starmýri 23, Neskaup- stað, varð 60 ára 26. ágúst sl. Hún er fædd í Neskaupstað og hefir alltaf átt hér heima. Guðrún Þorsteinsdóttir, fyrrv. húsmóðir og verkakona, Breiðabliki 4, Neskaupstað, varð 80 ára í gær, 28. ágúst. Hún er fædd og upp alin í Reykjavík. Árið 1932 fluttist hún til Seyðis- fjarðar og bjó þar til 1958. Þá flutti hún til Eskifjarðar, þar sem hún bjó til 1968, en það ár flutti hún til Neskaupstaðar og hefir átt hér heima síðan. Eiginmann sinn, Thorvald Imsland, missti Guðrún árið 1972. Guðrún dvelst nú á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaup- stað. Guðrún Magnúsdóttir, fyrrv. húsfreyja á Berunesi við Rgyð- arfjörð, nú til heimilis að Hlíð- argötu 30, Fáskrúðsfirði, verður 70 ára nk. laugardag, 31. ágúst. Hún er fædd á Hjalla í Ölfusi, en fluttist með foreldrum sínum til Vestmannaeyja 1918 og ólst síðan upp þar. Um 1930 fluttist hún til Reykjavíkurog hóf síðan búskap þar, en flutti að Beru- nesi 1936 og bjó þar til 1978 með búsetu á Búðum frá 1971. Eiginmann sinn, Stefán B. Björnsson, bónda á Berunesi, missti Guðrún árið 1971. Guðrún tekur á móti gestum á heimili sínu og sonar síns og tengdadóttur að Hlíðargötu 30, Fáskrúðsfirði, áafmælisdaginn. skólanum kl. 930 og hefst með er- indi um náttúruvemdarmál sem formaður Náttúmvemdarráðs, Eyþór Einarsson flytur, síðan verða umræður og fyrirspurnir um það. Því næst verða hin hefð- bundnu aðalfundarstörf. 1. Skýrsla stjórnar, 2. reikn- ingar samtakanna, 3. skipað í nefndir, 4. ýmis mál, a) má þar nefna rannsóknir á lífríki Hjaltastaðarblár, sem þeir Ein- ar Þórarinsson og Skarphéðinn Þórisson hafa annast í sumar, b) bygging radarstöðvar á Gunn- ólfsvíkurfjalli en um hana munu vera mjög skiptar skoðanir enda fjallið á náttúruminjaskrá, c) önnur mál. Að umræðum loknum verða nefndastörf, síðan afgreiðsla mála og fundarslit. Þá má minna á skoðun Náttúrugripasafnsins eftir nán- ari tímaákvörðun annan hvorn daginn. Fréttatilkynning. Fóstra eða kona vön barngæslu óskast að Hallormsstað frá miðjum september Húsnæði og mötuneyti á staðnum Möguleiki á mikilli vinnu Nánari upplýsingar í símum 97-1781 og 97-1849 HAFNARKAFFI Nætursala Laugardaginn 31. ágúst höfum við opið í lúgunni til kl. 4 eftir miðnætti Hafnarkaffi Restaurant ® 7320 Neskaupstað Norðfirðingar - Athugið Vegna hreinsunar í frystihúsi okkar eru allir þeir, sem geyma matvæli í frystihólfum, vinsamlegast beðnir um að tæma þau fyrir 8. september nk. Kaupfélagið Fram Neskaupstað Fasteignir til sölu Einbýlishús: Blómsturvellir 3 Blómsturvellir 15 Gauksmýri 6 Hesthús: 5 bása hesthús við Vindheim Söluskrá liggur frammi á skrifstofu Viðskiptaþjónusta Austurlands hf. Brynjólfur Eyvindsson hdl. Valur Þórarinsson Egilsbraut 11 Neskaupstað S 97-7790

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.