Austurland


Austurland - 12.09.1985, Blaðsíða 4

Austurland - 12.09.1985, Blaðsíða 4
Alyktanir aðalfundar SSA NEISTAR Stofnskrá Kvennasögusafns íslands I dag - 1. janúar 1975 - á fyrsta degi alþjóðakvennaárs Sameinuðu þjóðanna - stofnum við undirritaðar heimildasafn til sögu íslenskra kvenna, sem ber heitið: KVENNASÖGUSAFN ÍSLANDS Hornsteinn safnsins er Æviminningabók Menningar- og minningarsjóðs kvenna. Stofn safnsins er að öðru leyti bœkur, handrit og önnur gögn, sem Anna Sigurðardóttir gefur safninu á stofndegi. Kvennasögusafn íslands á sér hliðstæðu í nágrannalöndun- um, og er tilgangurinn samur, sá að stuðla að því að rannsaka sögu kvenna. Markmið Kvennasögusafns Islands er: 1. að safna og varðveita a) hvers konar prentað mál um konur að fornu og nýju og um þau málefni, sem konur varðar sérstaklega svo sem lög og framkvæmd þeirra og siðvenjur ýmiss konar, b) bækur og rit eftir konur, án tillits til efnis, c) óprentuð handrit og bréf kvenna svo og önnur skjöl þeirra (ellegar afrit eða ljósrit af þeim) ogaðra vitneskju um líf íslenskra kvenna og störf þeirra á ýmsum sviðum þjóðlífsins, d) fundargerðir, starfsskýrslur og skjöl kvenfélaga, ann- arra samtaka kvenna og blandaðra félaga, þeirra sem ekki eiga vísa örugga framtíðarvarðveislu annars staðar, t. d. í héraðsskjalasafni, e) ýmiss konar nýsigögn, t. d. ljósmyndir, segulbönd, hljómplötur og því um líkt frá störfum, áhugamálum og baráttumálum kvenna, f) erlend rit, sem gildi hafa fyrir sögu kvenna, 2. að gera skrár yfir a) allt sem safnið eignast, b) ýmsar heimildir til sögu íslenskra kvenna, sem er að finna annars staðar, en safnið á ekki sjálft, c) listaverk kvenna og ýmsa muni og verkfæri við vinnu kvenna, sem eru í íslenskum og erlendum söfnum eða annars staðar, d) nöfn þeirra manna, sem gefa safninu bækur, handrit, bréf og önnur gögn eða benda á mikilvægar heimildir, 3. að greiða fyrir áhugafólki um sögu íslenskra kvenna eða um einstaka þætti hennar og veita því aðstoð við að afla heimilda og miðla þekkingu um sögu kvenna, 4. að hvetja fólk til að halda til haga hvers konar heimildum, sem gildi kynnu að hafa, 5. að gefa út fræðslurit og heimildaskrár, þegar ástæða þykir til og fjárhagur leyfir, 6. að hafa samvinnu við önnur kvennasögusöfn, einkum og sér í lagi á Norðurlöndum. 6. Skráning og flokkun efnis fer eftir svipuðum reglum og notaðar eru í kvennasögusöfnum á Norðurlöndum. 8. Kvennasögusafn íslands er sjálfseignarstofnun þar til öðru vísi verður ákveðið. Anna Sigurðardótlir - Else Mia Einarsdóttir - Svanlaug Baldursdóttir. Um kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði Aðalfundur SSA haldinn á Reyðarfirði 29. og 30. ágúst 1985, ítrekar fyrri ályktun sam- bandsins um kísilmálmverk- smiðju á Reyðarfirði. Fundurinn skorar á ríkisstjórn og iðnaðarráðherra að framfylgja lögum um kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði frá 1982. Fundurinn bendir á að þrátt fyrir sæmilegt atvinnuástand í fjórðungnum hefur Austurland ekki haldið hlut sínum í íbúa- fjölda, en þar hefur verið um beina fólksfækkun að ræða. Fundurinn telur að einhæft atvinnulíf í fjórðungnum eigi mikinn þátt í þessari þróun og því brýn nauðsyn, að þar verði breyting á. Bygging kísilmálmverksmiðju við Reyðarfjörð er góður kostur til aukinnar fjölbreytni í atvinnu- uppbyggingu Austurlands, en við hana hafa verið bundnar miklar vonir um árabil. Það er því áskor- un fundarins til ríkisstjórnar, iðn- aðarráðherra og þingmanna Austurlands, að tekið verði nú þegar á því máli af festu og harð- fylgi svo að framkvæmdir geti hafist sem fyrst. Um Fljótsdalsvirkjun Aðalfundur SSA haldinn á Reyðarfirði 29. og 30. ágúst 1985, ítrekar að ekki verði hvikað frá fyrri ákvörðunum um virkjunarröð, það er virkjun í Fljótsdal næst á eftir Blöndu- virkjun. Viðhald Skriðuklausturs Aðalfundur SSA haldinn á Reyðarfirði 29. og 30. ágúst 1985, skorar á fjárveitinganefnd Alþingis og ríkisvaldið að veita nú þegar nauðsynlegt fjármagn til viðhalds og endurbóta á húsi skáldsins Gunnars Gunnarsson- ar að Skriðuklaustri. íslenska ríkið þáði húsið að gjöf frá Gunnari Gunnarssyni á ÁRNAÐ HEILLA Afmæli Ásta Ólafsdóttir, húsmóðir, Hafnarbraut 20, Neskaupstað, varð 50 ára 9. sept. sl. Hún er fædd að Þjótanda í Villinga- holtshreppi í Árnessýslu og ólst þar upp. Hún fluttist til Reykja- víkur og hóf búskap þar 1956, en flutti til Neskaupstaðar 1980 og hefir átt hér heima síðan. sínum tíma og ríkisvaldinu ber skylda til að sýna því fyllsta sóma og virðingu. Aðalfundurinn samþykkir að stjórn SSA tilnefni af sinni hálfu tvo menn til að vinna að framgangi málsins með Þórami Lárussyni. Greinargerð Um langt skeið hefur ríkið vanrækt að viðhalda íbúðarhúsi skáldsins og ber það þess vott á margan hátt. Þórarinn Lárusson tilrauna- stjóri hefur unnið mikið að því að fá fé til þessa verks og þó nokkuð hafi áunnist er margt ógert. Þórarinn hefur einnig mikinn áhuga á að endurreisa Skriðuklaustur sem menningar- setur og m. a. koma þar upp að- stöðu fyrir fræði- eða listamenn. Þessa viðleitni Þórarins ber að styðja og það hlýtur að koma í hlut þingmanna okkar að tryggja framgang þessa máls á Alþingi í haust. Áskorun um jarðgangagerð Aðalfundur SSA haldinn á Reyðarfirði 29. og 30. ágúst 1985, skorar á Alþingi að veita við afgreiðslu á næstu vegaáætl- un nauðsynlegu fjármagni til rannsókna á mögulegum jarð- gangastæðum á Austurlandi. Fjárveitingin verði ekki tekin af almennu vegafé. Ýmis jarðgöng sem hafa verið til umræðu myndu hafa víðtæk áhrif á nærliggjandi byggðarlög. Það er því nauðsynlegt vegna áætlunargerðar á flestum sviðum að sem fyrst liggi fyrir hvar verður farið í gegnum fjöll og þá hvenær. Við mat á valkostum verði tekið mið af fjárhagslegri hag- kvæmni, öryggi og þeim félags- lega ávinningi sem viðkomandi göng fælu í sér. Leitast skal við að skoða áhrif ganganna í sem víðustu samhengi og í náinni samvinnu við forsvarsmenn við- komandi byggðarlaga. Fundurinn leggur sérstaka áherslu á að hraðað verði hönn- un varanlegs vegarstæðis milli Vopnafjarðar og Héraðs með jarðgöng í huga og að sú fram- kvæmd komi sem sérverkefni í vegagerð strax á næsta ári, sam- tímis að undirbúningur verði hafinn að öðrum sérverkefnum með sérstakri hliðsjón af hag- kvæmum jarðgangastæðum. Aukið fjármagn til vegagerðar Aðalfundur SSA haldinn á Reyðarfirði 29. og 30. ágúst 1985, bendir samgönguyfirvöld- um á að þrátt fyrir verulegar endurbætur í vegamálum í fjórðungnum á síðustu árum, vantar mikið upp á að viðunandi geti talist í þessu víðfeðmasta kjördæmi landsins. Ljóst er að fjárveitingar til vegagerðar á Austurlandi eru hlutfallslega mun minni en til annarra landshluta enda ber vegakerfið þess glögg merki. Fundurinn skorar því á þing- menn og samgönguráðherra að hlutast til um, að aukið fjár- magn fáist á næstu árum til þess- ara framkvæmda. Uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar verði hraðað Aðalfundur SSA haldinn á Reyðarfirði 29. og 30. ágúst 1985, fagnar ákvörðun um upp- byggingu Egilsstaðaflugvallar. Skorar fundurinn á samgöngu- ráðherra og ríkisstjórn að tryggja fjármögnun svo hraða megi framkvæmdum og auka þannig öryggi flugsamgangna í fjórðungnum. Stuðningsyfirlýsing um samstarf Austfirðinga og Færeyinga Aðalfundur SSA haldinn á Reyðarfirði 29. og 30. ágúst 1985, fagnar því góða og trausta samstarfi sem hefur tekist með Austfirðingum og Færeyingum. Má þar nefna sérstaklega áætl- unarsiglingar Norrænu milli Austurlands og nágrannaland- anna og aukin umsvif skipa- reksturs sameignarfyrirtækis Austfirðinga og Færeyinga. Aðalfundurinn legguráherslu á að þessi samskipti verði aukin sem kostur er, og felur stjórn SSA að fylgjast grannt með þróun þeirra, og styðja eftir föngum. Krafist nægra olíubirgða á Austurlandi Aðalfundur SSA haldinn á Reyðarfirði 29. og 30. ágúst 1985, mótmælir því óöryggi sem Austfirðingar búa við varðandi dreifingu á olíu til Austurlands frá Reykjavík. Á síðustu loðnu- vertíð kom margsinnis upp vandræðaástand af þessum sökum. Það er því krafa aðal- fundar SSA til viðskiptaráð- herra og þingmanna kjördæm- isins að fyrir veturinn verði tryggðar nægar olíubirgðir á Austurlandi með því að nýta birgðatank þann sem er á Seyð- isfirði, en hann hefur staðið nær tómur sl. 3 ár. Um atvinnumál Aðalfundur SSA haldinn á Reyðarfirði 29. og 30. ágúst 1985, vekur athygli á hinni al- varlegu búseturöskun sem nú á sér stað í landinu. Brýn nauðsyn er á að skapa frumatvinnugrein- unum, sjávarútvegi og landbún- aði, starfsgrundvöll til arðbærs reksturs og til að tryggja viðun- andi launakjör. Störf í þessum frumatvinnugreinum, einkum fiskiðnaði og landbúnaði, eru nú æ minna metin. Takist ekki að snúa af þessari braut hið fyrsta stefnir í enn al- varlegri byggðaröskun en nú þegar hefur orðið. Jafnframt verði kerfisbundið unnið að aukinni fjölbreytni í atvinnuháttum og stórauknum stuðningi við iðnþróun á lands- byggðinni.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.