Austurland


Austurland - 31.10.1985, Blaðsíða 2

Austurland - 31.10.1985, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 31. OKTÓBER 1985. ---------Austurland------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjamason, Einar Mér Sigurðarson, Sigrún Þormóðsdóttir og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) S7750 og 7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir - Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað - ©7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað ©7750 og 7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Burt með bræðslumengunina Allir kannast við margs konar tal og skrif um hina frægu „peningalykt“ síldaráranna og í hugum margra er hún og reykurinn úr síldarbræðslunum rómantískum ljóma vafin. Ætíð var þó þessi reykur og lykt einnig mörgum þyrnir í augum og það í bókstaflegri merkingu. En menn lærðu að búa við þetta m. a. vegna þess, að menn eygðu enga leið til að losna við þennan leiða fylgifisk síldarinnar, sem var að öllu öðru leyti kærkomin. Nú eru menn hættir að tala um síldarbræðslur, en loðnu- bræðslur hins vegar komnar í staðinn og ekki fer á milli mála, að reykurinn og lyktin eru verri en áður eða a. m. k. sætta menn sig verr við þetta en áður. Á þessum tíma hafa menn líka hætt að sætta sig við ým- islegt, sem áður þurfti að gera. Má þar nefna malargötur í bæjum, sem nú eru þó orðnar í minni hluta, en hins vegar ekki horfnar. Nú vita menn líka það, sem á síldarárunum virtist fjarlægt, að það er unnt að viðhafa þær mengunarvarnir, að lítt eða ekki þurfi að gæta reyks frá loðnubræðslunum og lyktin geti líka, ef ekki horfið þá a. m. k. minnkað að miklum mun. Það er því orðin almenn krafa fólks, að hreinsitækjum verði komið upp í loðnuverksmiðjunum og aflétt því ófremd- arástandi, sem ríkir í nágrenni loðnubræðslanna, þegar þær eru í gangi. Þetta ástand er óþolandi og það er þeim mun verra og tilfinnanlegra sem veður er kyrrara og betra. Ást- andið er eitthvað breytilegt eftir staðháttum, en verst er það, þar sem bræðslurnar eru inni í þröngum fjörðum, eins og mjög víða er. Þannig mun búið að þessum fyrirtækjum, að þau geta vart haldið í horfinu með endurbætur, sem eru beinlínis peninga- lega hagkvæmar og nauðsynlegar. Mengunarvarnir verða því útundan, því að ekki eru nema ákveðnir þættir þeirra fjárhagslega hagkvæmir fyrir fyrirtækin. Mengunarvarnirnar eru engu að síður nauðsynlegar og að margra dómi enn nauðsynlegri en afkastaaukandi endur- bætur, sem virðast svo aldrei skila þeim hagnaði, sem þarf til að unnt sé að koma upp viðunandi hreinsibúnaði. Á síðasta Alþingi var samþykkt þingsályktun um mengun- arvarnir í fiskimjölsverksmiðjum, þar sem m. a. var gert ráð fyrir, að verksmiðjurnar ættu kost á hagstæðum lánum til að koma mengunarvörnum í viðunandi horf. Ríkisstjórnin hefir hundsað þessa samþykkt hingað til, en þess verður að krefjast, að þegar verði hafist handa um að hrinda henni í framkvæmd. Sýnilegt er, að á meðan ekki fást sérstök lán til mengun- arvarnanna, komast þær ekki á í bráð. Það er hins vegar brýnt, að svo verði hið fyrsta, fólk getur ekki búið við þessa mengun lengur. Og stjórnvöld verða að stuðla að jafn sjálf- sögðu mannverndarmáli. B. S. Úrslit á Austur- lands- meistara- móti UÍA í sundi 1985 haldið í Sundlaug Neskaup- staðar Meistaramót UÍA í sundi fór fram í Sundlaug Nes- kaupstaðar 31. ágúst og 1. sept. sl. Mótið var bæði fjölsótt og skemmtilegt, en keppendur voru yfir 50 frá fjórum félögum. Þau voru: Valur, Reyðarfirði, Samvirkjafélag Eiðaþing- hár, Huginn, Seyðisfirði og Þróttur, Neskaupstað. Sunddeild Þróttar sá um framkvæmd mótsins. Margt fólk kom til að fylgjast með .hinu unga og efnilega sundfólki og varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Úrslit mótsins birtast í þessu og næsta blaði og sparafrekariorð. M.S. Félagsvist Félagsvist Alþýðubandalags- ins í Neskaupstað byrjar nk. fimmtudagskvöld, 7. nóv. kl. 2045 í fundarsal Egilsbúðar. Kirkja Messa í Norðfjarðarkirkju nk. sunnudag, 3. nóvember kl. 2 e. h. Sóknarprestur. Frá Báru Verð fjarverandi til 10. nóvember Guðmundur Formaður Þróttar, Guðmundur Bjarnason, úthlutar verðlaunum fyrir50 m skriðsund meyja 11-12 ára. Ljósm. Ragnar K. Guðmundsson. Laugardagur 31. ágúst 100 m skriðsund telpna 13 - 14 ára Félag Mín. 1. Guðlaug Sigfúsdóttir’72 Þróttur 1:13.35 2. SandraJóhannsdóttir’72 Þróttur 1:17.88 3. GuðrúnRagnarsdóttir’71 Þróttur 1:19.36 100 m bringusund pilta 15 ára og eldri 1. Þórarinn Stefánsson ’70 Valur 1:29.16 2. GunnlaugurKristinsson’68 SE 1:32.45 50 m baksund meyja 12 ára og yngri 1. SveinaMaríaMásdóttir’73 Þróttur 0:43.73 2. SesseljaJónsdóttir’74 Þróttur 0:49.57 3. AnnaJónsdóttir’74 Þróttur 0:50.44 50 m flugsund sveina 12 ára og yngri 1. Emil Gunnarsson ’74 2. Ásgeir Jónsson’73 3. Hans Jóhannsson’74 '200 m fjórsund stúlkna 13 ára og eldri Þróttur Þróttur Þróttur 0:49.87 0:57.59 1:01.11 1. Guðlaug Sigfúsdóttir’72 Þróttur 3:08.48 2. Guðrún Jónína Sveinsdóttir’70 Þróttur 3:14.73 3. ElvaRutHelgadóttir’72 Þróttur 3:31.82 200 m fjórsund pilta 13 ára og eldri 1. Ásgeir Ásgeirsson ’70 Valur 3:16.88 2. Þorgeir Jónsson’71 Þróttur 3:24.24 50 m skriðsund meyja 10 ára og yngri 1. SigrúnHaraldsdóttir’75 Þróttur 0:43.11 2. Sigrún Ferdinandsdóttir’75 Valur 0:47.15 3. Erla Bj arney Árnadóttir ’75 Valur 0:48.74 50 m bringusund sveina 11 - 12 ára 1. Emil Gunnarsson ’74 Þróttur 0:46.73 2. Sigurjón Rúnarsson ’73 Valur 0:47.70 3. HeimirSteindórsson’74 Þróttur 0:51.80 50 m bringusund sveina 10 ára og yngri 1. Daníel Borgþórsson '15 Valur 0:51.54 2. Halldór Sveinsson’75 Þróttur 0:54.74 3. Rafn Hermannsson ’75 SE 0:57.11 50 m skriðsund meyja 11 - 12 ára 1. Sveina María Másdóttir ’73 Þróttur 0:35.78 2. Sesselja Jónsdóttir’74 Þróttur 0:38.16 3. AnnaJónsdóttir’74 Þróttur 0:38.42 100 m skriðsund stúlkna 15 ára og eldri 1. Guðrún JónínaSveinsdóttir’70 Þróttur 1:15.73 2. Guðrún Júlía Jóhannsdóttir’70 Þróttur 1:22.42 100 m bringusund drengja 13 - 14 ára 1. Þorgeir Jónsson ’71 Þróttur 1:30.68 2. Páll Jónsson’72 Þróttur 1:39.28 3. Emil Gunnarsson’74 Þróttur 1:42.04

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.