Austurland


Austurland - 14.11.1985, Blaðsíða 3

Austurland - 14.11.1985, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR, 14. NÓVEMBER 19X5. 3 Egilsstaðir: Fjölskyldu- námskeið SÁÁ SÁÁ gcngst l'yrir fjölskyldu- námskciði á Egilsstöðum dag- ana 22.-24. növcmhcrnk. fyrir þá, sem við áfcngis- cða önnur fíkniefnavandamál hafa að stríða. Námskciðiö cr lyrst og frcmst byggt upp fyrir Ijölskylduna og aðra þá, sem viö vandamálið þurfa að fást eða lifa við það. Fjallað er um hegðunareinkenni sjúkdömsins og leitað er eftir réttum viðbrögðum aöstand- enda. Námskeiö sem þctta er liöur í fræðslu og aðstoð, sem SÁÁ veitir um áfengismál og er ætlunin í þessu tilfelli að ná til sem flestra í fjórðungnum. Fyrirhugað er, að inn í nám- skeiðið veröi felldur opinn kynningarfundur um áfengismál og þróun alkoholisma og er fólk almennt hvatt til að sækja þann fund. Feim sem vilja skrá sig á námskeiðið eða leita annarra upplýsjnga er hent á aö hringja ísíma 1397 eða 15X7. Fréltatilkynning. DANSLEIKUR nk. laugardagskvöld 16/n kl. 23°° - 3°° Bumburnar leika EGILSBÚÐ Alþýðubandalagið í Neskaupstað heldur félagsfund að Egilsbraut 11 sunnudaginn 17. nóv. kl. 16 Landsfundarfulltrúar segja fréttir af landsfundi AB Stjórnin Bæjarmálaráð Fundur verður í Bæjarmálaráði Alþýðubandalagsins í Neskaupstað nk. miðvikudagskvöld 20. nóvember kl. 2030 Dagskrá: 1. Æskulýðs- og íþróttamál 2. Cnnur mál Stjórnin „Fjármagnskostnaðurinn er alveg að drepa okkur“ Framh. af 4. síðu. markað. Til þess er ekki láns- fjármagn eða styrkir að neinu leyti. Það tekur eitt til tvö ár og lengri tíma, ef menn ætla í út- flutning, að koma vörunni á markað, en mcnn þurfa að byrja að borga af þessum lánum eftir svona 7-8 mánuði. Menn eru raunverulega byrjaðir að borga peningana til baka í stórum stil, áður en menn eru búnir að koma framleiðslunni af stað. Það gengur ekki. Þetta er bara tnál, sem ekki gengur upp. Sérstaklega á þetta við í iðn- aði, sem er ekki þekktur hér, þar þarf rýmri tíma til að koma vörunni á markað. □ En vextirnir? ■ Ja, vextirnir, þctta eru allt verðtryggð lán og þaö vita allir, hvernig það er. Fjárhagsstaðan er mjög slæm, og fjármagns- kostnaðurinn er alveg að drepa okkur, sérstaklega vegna þess, hvað lengi er verið að ná mark- aðnum. Það tekur okkur t. d. á annað ár að ná markaðnum með þessa hringi. □ Hvert seljið þið þá annars? ■ Þeir fara til Danmerkur, í samsetningarverksmiðju þar og er síðan dreift frá henni. Þar erum við í samkeppni við verk- srniðju íÞýskalandi. Viðgrædd- um eingöngu á því, að við vor- Vim með betra efni. □ Og svona i lokin, Karl, hvernig hefir gengið að koma mottunum á markað, t. d. í frystihúsunum? ■ Þessar motturerusérstaklega hentugar ekki aðeins í frystihús, heldur einnig í saltfiskverkanir, rækjuvinnslur, síldarplön og sláturhús. Það er mjög gott að þrífa þær og þær halda ekki í sér óhreindindum. Við frani- leiðum þær í einni breidd. en nánast í hvaða lengd sem er, svo eru þær pressaðar saman. Við höfum verið með þær í prófunum og þær virðast koma mjög vel út. Sum frystihúsin eru búin að skipta alveg yfir í þessar mottur, eins og t. d. Síldar- vinnslan í Neskaupstað, sem var eitt fyrsta fyrirtækið, sem keypti af okkur. Nú nýlega er Skjöldur á Sauðárkróki búinn að skipta yfir í þessar mottur. Þær hafa líka reynst vel í sláturhúsum, eins og t. d. hér á Egilsstöðum. Það er mikill markaður fyrir hendi, en það tekur tíma að vinna hánn. Við ætlum að fara að prófa motturnar í frystitogurunum, en það cr líklegt, að þær séu mjög hentugar þar. Það á að fara að prófa þær í frystitogara á Ólafs- firði. □ Og þið eruð samkeppnisfœrir með verð við innfluttar mottur? ■ Já, við erurn vel samkeppnis- færir með verð eins og er, hins vegar getur hallað undan fæti. þegar aðflutningsgjöld verða felld niður. En það er ein af þeim reglum. sem við verðum að hlíta, úr því að við erum í svona bandalögum eins og EFTA. Það sem á móti þarf að koma. er að styðja betur við iðn- aðinn en gert er. Allar þjóðir reyna hins vegar að komast framhjá þessum tollareglum sent lengst til að vernda innlendan iðnað. en inn- flytjendur hér virðast vera miklu strangari en annars staðar í því að krefjast þess, að þeim sé framfylgt. því að það eru inn- flytjendur. sem þar knýja á, en ekki viðkomandi ráðuneyti. Varðandi okkar framleiðslu var það svo. að það var búið að fara frant á að fella niður tolla af erlendu vörunni, þegar við vorum búnir að framleiða að- eins tvö tonn af vörunni. sem var nánast tilraunaframleiðsla. □ Petta sagði Karl Sigurðsson að lokum og AUSTURLAND þakk- ar honum viðtalið. Gúmmí- vinnslan Vakt og framleiðsla þess fyrirtœkis sýnir, að á Austurlandi er hœgt að reka hinn merkasta iðn- að á alveg nýjum sviðum og það er illt til þess að vita, að stjómvöld skuli ekki styðja við bakið á heima- mönnum, sem í slíkum nýjungum brjótast, betur en raun ber vitni. Hvað er meint með öllu talinu um að efla íslenskan smáiðttað? B. S. Vísnahom Austurlands í vísnahorninu að þessu sinni eru nokkrar vísur, sem Stafkarl hefir sent blaðinu. Fyrrtu vísuna kallar Stafkarl HEIMBOÐ og þarf ekki að skýra tilefnið. Ríkisstjórnin sýndi sóma Sovétmanni er heimboð þáði Flugvélum.með tanka tóma til og frá um völlinn stráði. Þegar ráðherrar deildu um, hvort leyfa ætti hernum að flytja inn ósoðið kjöt, kom í ljós, að samkvæmt lögum frá 1928 var þetta stranglega bannað, en Albert einn ráðherranna krafðist þess, að farið yrði að íslenskum lögum. Þá urðu þessar vísur til. Aðrir ráðamenn orðlausir stóðu, en Albert senunni stal. „Islenskt kjöt með illu’ eða góðu ofan í herinn skal.“ Athygli eg vekja vildi, - varnagla þann ber að slá, - að lögin öðlast aðeins gildi, ef að herinn segir já. Það kemur meira frá Stafkarli síðar. En látum þetta nægja í dag. B. S. PNESKAUPSTAÐUR--------------- Forstöðumaður Starf forstöðumanns Fjórðungssjúkrahússins Neskaupstað er laus til umsóknar Launakjör samkvæmt kjarasamningum Starfsmannafélags Neskaupstaðar og bæjarstjórnar Umsóknarfrestur er til 8. desember 1985 Umsóknir sendist til bæjarstjórans í Neskaupstað, sem einnig veitir allar nánari upplýsingar Bæjarstjóri VEIÐARFÆRI VERKFÆRI VINNUFATNAÐUR Hvers vegna að leita langt yfir skammt? Við höfum: Veiðarfæri fyrir togara jafnt sem trillur Verkfæri og alls kyns útgerðarvörur Vinnufatnað fyrir sjómenn og landverkafólk Eflum austfirskt atvinnulíf Verslun SÚN --NeskaupstaðS 97-7133

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.