Eining - 01.07.1955, Qupperneq 7
EINING
7
Dr. Normann Vincent Peale
svarar spurningum
sína, en björninn var að veita honum
athygli og sá þá hundana og réðst á
einn þeirra, þá náði Hjálmar byssu
sinni, en í því reið af skot hjá Nansen
t og björninn lá. En þarna hafði staðið
alvarleg glíma upp á líf og dauða, sem
ekki hefði hentað taugabiluðum scelker-
um kaffihúsamenningar. Félagarnir tveir
voru ceðrulausar hetjur.
Þeir voru fjóra mánuði á leiðinni til
eyjanna, sem kallaðar eru Franz Jósefs-
land, komu þar snemma að haustinu
og höfðu þar vetursetu, ekki blíða. Þeir
drápu birni og rostunga og söfnuðu sér
y vetrarforða, en birnir og refir reyndu
oft að stela frá þeim, jafnvel gagnlegum
áhöldum, sem voru þó ekki œt. Það
voru döpurleg jól, sem þeir félagar
héldu þarna í hreysi sínu. Mat höfðu
þeir þó ncegan, því að þeir höfðu drepið
19 ísbirni.
Um vorið héldu þeir áfram suður á
leið og hittu þá óvœnt og sér til mikillar
undrunar enska heimsskautafarann Fre-
derick Jackson, sem var þar með leið-
, angur sinn syðst á eynni og hafði verið
að kanna Franz Josefsland. Með skipi
Jacksons komust þeir félagar til Noregs.
Þar varð nú aftur mikill fagnaðarfund-
ur, er Nansen kom heim eftir nýja
frœgðarför. Símafólkið fékk nóg að
starfa, því að mikill fjöldi símskeyta
var sendur út um allan heim og Nansen
bárust skeyti hundruðum saman. Nan-
sen var nú mesti könnuður Norðurís-
hafsins.
* Ncsst kemur nýr þáttur í œvintýralífi
þessa ágœta manns, og hann er af allt
annarri gerð en ferðir hans um Grcen-
landsjökla og Norðuríshafið. En Nansen
var sama hetjan, hvar sem hann stóð og
sami farsœli drengskaparmaðurinn, öll
vandamál hans leystust vel. Við hann
gcetu átt hin huggunarríku orð ritningar-
innar:
,,Allt, sem hann gerir, lánast hon-
66
y um .
Slíkum mönnum er gott að vera sam-
ferða, þótt ekki sé nema í sögu.
Þettca þarf aS segja oft:
Það er sundrungin, sem liefur staðið og
enn í dag stendur þjóðinni fyrir öllum sönn-
um þrifum. Hún hefur unnið íslendingum
þúsund sinnum meira mein, en konungs-
valdið og kirkjuvaldið, verzlunaránauðin og
bændaánauðin, eldgosin, harðindin og drep-
sóttirnar til samans. Það er hreint og beint
lífsskilyrði fyrir þjóðina að fá þessa óvætt
kveðna niður fyrir fullt og allt, og það sem
fyrst.
Jón J. Aðils. — ísl. þjóðerni.
Merkisafmæli
Stúkumar Verðandi í Reykjavík og
Morgunstj arnan í Hafnarfirði hafa átt
sjötugsafmæli í sumar. Þeirra verður
getið nánar í blaðinu síðar.
Spurning: Hvernig farið þér að verj-
ast þreytu, dr. Peale, í öllu annríki yðar?
Svar: Með því að vera önnum kafinn,
vera áhugasamur um allt, reyna að
koma einhverju góðu til leiðar og lifa
fagnandi. Vissulega kannast eg við hina
heilsusamlegu og góðu þreytu. Þá geng
eg til náða og sef. Næsta morgun vakna
eg fullur af áhuga og hæfur á ný til
starfa. Ein af mínum eftirlætisritningar-
greinum skýrir að nokkru lífsskoðun
mína: „Þeir, sem vona á Drottinn, fá
nýjan kraft. Þeir fljúga upp á vængjum
sem ernir, þeir hlaupa og lýjast ekki,
þeir ganga og þreytast ekki“.
Hvernig fáið þér varðveitt trú á Guð
í þessum heimi vandrceða og öfug-
streymis?
Mér veitizt auðvelt að trúa á Guð,
sökum þess, að heimurinn er svo auð-
ugur af því, sem sigrast á vandræðum
og öfugstreymi.
Hvernig get eg sigrast á skapgerðar-
göllum mínum? Eg reiðist fljótt og segi
þá og geri ýmislegt, sem eg iðrast•
Bezta ráðið við reiðinni er að bíða,
hafast ekki að, segja ekkert og gera
ekkert í þeim efnum í lengstu lög. Því
lengri bið, þeim mun meiri stjálfstjórn.
Legg stund á að tala lágt. Erfitt er að
hvíslast á rifrildi. Talaðu þannig, að það
efli rósemd þína. — Reiði, æsingahiti
lækkar fljótt, ef þú notar ískalda rök-
hyggju.
Hvað, öðru fremur, veitir manninum
framgang og sigursceld?
Það er í sex liðum: 1. vinna, 2. vinna,
3. vinna. 4. Að gleyma sjálfum sér.
5. Eiga markmið. 6. Að lynda vel við
fólk.
Hvernig má bezt takast að lynda við
fólk?
Með því að vera eðlilegur. Það reynist
ævinlega aðlaðandi. Þá er nauðsynlegt
að þroska sem bezt hæfileikann til þess
að láta sér geðjast einlæglega vel að
mönnum, að tala við þá um þá sjálfa,
en ekki sjálfan sig, að vera þægilegur,
ekki ákafur, virða alla og særa aldrei
metnað neins. Þann, sem vekur hið
bezta í mönnum og eflir getu þeirra,
munu þeir elska fyrir slíkt.
Hvað auðveldar bezt umburðarlyndi
gagnvart öllum þessum mismunandi trú-
arskoðunum?
Mér geðjast ekki orðið „umburðar-
lyndi“, því að það felur í sér þetta, að
umbera aðeins. Hér þarf meira en um-
burðarlyndi. Það þarf skilning, samúð
og heilhuga góðvild. Oftast reynist hver
maður betur, er við kynnumst honum,
en við höfðum gert ráð fyrir. Við þurf-
um að kynnast trú og lífsskoðun manna
sem bezt. Því meir sem við vinnum sam-
eiginlega til almenningsheilla, þeim mun
betur semur okkur, því að kunnings-
skapur samlaðar og sameinar menn. —
Gamla fordóma má uppræta með því að
gera þá ekki arfgenga. Við uppvaxandi
kynslóð eigum við að tala aðeins vel um
trúarskoðanir annarra.
/ sunnudagaskólanum rceddum við
um það, hvort menn fengju ekki bcen-
heyrslu. Hvað segir dr. Peale um þetta?
Engin bæn er til án bænheyrslu. Eg
trúi því, að Guð svari bænum allra
manna á þrjá vegu: Já. Nei. Bíddu. —
Þeim mun öflugri sem trúin er, verður
svarið oftar já.
Vandamál mitt eru áhyggjur. Hugur
minn er haldinn ótta og kvíða. Gef mér
nokkur góð ráð við þessu.
Hinn frægi sálfræðingur William
James taldi,að mesta uppgötvun þess-
arar kynslóðar væri sú, að lífi sínu gæti
maðurinn breytt með því, að breyta
hugsunarhættinum. — Legg alla stund
á að tæma hugann gersamlega af ótta,
ergelsi og vonbrigðum, en lát koma í
þess stað hugrekki, von og glaðlyndi.
Ger þér minnisstæðar þær ritningar-
greinar, sem fjalla um trúartraust og
hugrekki, eins og t. d. þessa: „Ef Guð
er með oss, hver er þá ámóti oss?“ Tak
fasta ákvörðun um að byggja ekki dag-
legt líf á grundvelli óttans, en ger hug-
rekkið að undirstöðunni. Eitt sinn gaf
elskulegur öldungur mér heilræði á
þessa leið: „Ver stórtækur í hugsun,
stórtækur í bæn, stórtækur í trú“.
Hvert er bezta ráðið við því, að skelf-
ast dauðann og það, sem þá tekur við?
Mönnum myndi standa minni ótti af
dauðanum, ef þeir vissu meira um hann.
Læknar segja, að dauðastundin sjálf sé
ekki þjáningarfull. Sjúkdómar, er leiða
til dauða, geta verið þjáningarfullir,
en læknar og hjúkrunarkonur segja, að
á dauðastundinni virðist koma yfir
manninn máttugur friðarandi, er lyfti
honum yfir í annað líf. Óttinn við dauð-
ann grundvallast á hugmyndum um hið
ókunna. Sókrates sagði: „Ekkert illt get-
ur hent góðan mann, hvorki lífs né lið-
inn“. Dauðinn er eðlilegur hlekkur í
lífskeðjunni og áhrærir aðeins líkam-
ann. Það er eins og maðurinn leggi til
hliðar slitið fat. Bezt er því að hafa ríkt
í huga hina róandi trúarvissu 23. sálms
Davíðs: „Jafnvel þótt eg fari um dauð-
ans skuggadal (fyrir orðin „dauðans
skuggadal“, hefur íslenzka Biblíuþýð-
ingin aðeins „dimman dal“), óttast eg
ekkert illt, því að þú ert hjá mér“.