Eining - 01.06.1956, Blaðsíða 9

Eining - 01.06.1956, Blaðsíða 9
EINING 9 Samþykkftir U M F í um bindindi Á landsmóti Ungmennafélags Is- lands 1955 var lögð sérstök áherzla á skrá í sex liðum um bindindisfræðslu og bindindisstarf. Þakklætisvert má bað teljast, að á flestum eða öllum þingum góðra manna í landinu eru nú samþykktar árlega ein- hverjar slíkar tillögur, en meira má þó ef duga skal. Við Góðtemplarar þekkj- um það manna bezt, hve auðvelt það er að semja og samþykkja slíkar tillög- ur, en að því búnu er verkið sjálft ævin- lega eftir. Ungmennafélag íslands hefði átt að halda fast við sína upprunalegu stefnu, að krefjast algers bindindis af öllum félögum sínum. Það er það eina, sem að fullu gagni mætti koma frá slíkra samtaka hálfu. Upphafsorð síðustu þingsályktunar sambandsins eru þessi: „Þingið lítur svo á, að áfengisbölinu verði aldrei útrýmt með öðru en al- mennri bindindissemi, og telur því, að eitt veglegasta og mikilvægasta hlut- verk ungmennafélaga sé að berjast fyr- ir þjóðarbindindi“. Þetta er fallega mælt, og fer svo þar á eftir upptalning á ýmsu varðandi bind- indisfræðslu og áfengisvarnir. — En hvernig vilja menn koma til Ieiðar full- komnu þjóðarbindindi? Með allri þess- ari fræðslu, sem öll blessuð þingin tala um ár eftir ár? Á hverju byggja menn vonir sínar um, að slík fræðsla dugi? Eru líkur til þess, að hún verði árangursríkari en undanfarna áratugi? Hvað um alla bindindisfræðslu Svía og allan drykkjuskapinn þar, og svo mætti lengi telja upp önnur lönd. Engir menn hafa betri þekkingu á skaðsemi áfengis en t. d. læknarnir. Þó sanna skýrslur, að tíu sinnum fleiri læknar og kjúkrun- arkonur falli fyrir eiturlyfjanotkun og áfengi en almenningur. Hvers vegna? Eingöngu vegna þess, að þessar stéttir manna eiga greiðari aðgang að þessum skaðlegu lyfjum og áfenginu en flestir aðrir. Gegn þessu virðist fræðslan vera mjög vanmáttug. Hana ber þó auðvitað ekki að vanþakka, en bezt er að sætta sig ekki áratug eftir áratug við eitt- hvert fálm, en gera sér heldur ljósan sjálfan raunveruleikann. Og hann er sár að áfengisbölinu verður ekki út- rýmt nema hver einasti maður, sem vinna vill gegn áfengisböli, sé sjálfur alger bindindismaður og fylli svo flokk þeirra manna, sem krefjast löggjafar, er bannar alla áfengissölu og áfengis- framleiðslu. Öll mannkynssagan sýnir og sannar, að allt velmeinandi tal um fræðslu gegn einu og öðru skaðlegu, nær skammt til að sigra ágirnd og gróðafíkn þeirra, sem verzla með á- fengið og eiturlyf, og alla auglýsinga- starfsemi þeirra, er jafnan ber mjög góðan árangur. Einnig nær öll þessi blessaði áferðarfallega fræðsla enn harla skammt til þess að hafa fullan hemil á hinum óæðri kenndum manna, er hneigjast til skaðnautna. Þess vegna hafa flestar þjóðir tekið það ráð að banna sölu hinna skaðvænustu eitur- lyfja, en því þá ekki að banna einnig áfenga drykki, því að almennara tjón vinna þeir en nokkuð annað? Gifftingaraldur Fyrir mörgum árum birli Vísir eftirfar- andi grein. Talið er nú, að yfirleitt gefizt þau hjónabónd vel, sem stofnað er til á unga aldri, en ekki er það í samræmi við skoðanir Vesturheimsmannsins, er greinin segir frá. Þar stendur skráð: Um margt er skýrslum safnað. Hag- fræðingur einn (Vesturheimsmaður) hefir tekið sér fyrir hendur að rannsaka, hvort ýmsir mestu menn sögunnar séu einkum fæddir af ungum foreldrum eða rosknum eða hvorttveggja. Hann hefur leitað upplýsinga um for- eldra 1028 mikilla manna. Og hann hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að heppilegast sé fyrir afkvæmið,, að for- eldrarnir séu sem elztir, því að börnin verði þá oftast nær færari um að ,,kom- ast áfram“ í heiminum. — Alexander mikli, Napóleon mikli, Friðrik mikli og Roosevelt forseti fæddust allir eftir að foreldrar þeirra urðu þrítugir að aldri. — Nú kunna einhverjir að segja, að sumir þessara manna hafi verið í her- skáara Iagi og óþarflega umsvifamiklir, og því sé ekki æskilegt, að margir verði Listamannastyrkir Einu sinni á ári hverju birta blöðin all- langan lista um styrki og listamenn, og hina svokölluðu listamenn. Eisti þessi er jafnan dágott aðhlátursefni og munu marg- ir spyrja sjálfan sig, fyrir hvað sumir þess- ara manna séu verðlaunaðir, öðru fólki fremur. Hver er list þeirra, og hver eru afrekin? Er hinum sönnu listamönnum lítil sæmd að samfylkingunni. Þótt menn geri sér til dundurs, jafnvel ekki veglegra verk en það, að setja saman í bundnu eða óbundnu máli einhverjar lofgerðarromsur um stórglæpamenn og morðingja eða rubba upp einhverju sögu- dóti, sem hvorki er sniild né mannbætandi, þá eru þeir verðlaunaðir, og þótt verk þeirra orki því einu að æsa til léttúðar, óknytta og spillingar, þá eru þeir verð- launaðir. Hvílík rausn! þeim líkir. — En Vesturheimsmaður þessi nefnir líka ýmsa listamenn og höfðingja í andans ríki. Bach, Beethov- en, Mendelsohn, Goethe, Sheakespe- are, Rafael og Rembrant fæddust allir eftir að foreldrar þeirra urðu fertugir að aldri. Og ekki er síðri hópur speki- manna og stjórnvitringa, er fæðst hafa af foreldrum, er komnir voru hátt á fimmtugsaldur. Þeir eru meðal annarra, þessir: Confusius, Cromwell, Bismark, Gladstone, Franklin og Bacon. — Á hinn bóginn þykist hagfræðingur- inn hafa orðið þess vísari, að 90 af hverju hundraði glæpamanna séu fædd- ir af ungum foreldrum. Heldur hann því fram, að börn ungra foreldra erfi að jafnaði fremur hina lakari eiginleika foreldranna. Sömuleiðis heldur hann því fram, að konur þær, sem eignast mörg börn, megi vænta þess öðrum fremur að komast til hárrar elli. — En hætt er við að slíkt geti brugðist til beggja vona. — Enda munu þessar skýrslur mannsins fremur vera til gam- ans gerðar, en að ætlast sé til, að fólk treysti þeim sem óbrigðulum sannleika. Þessi grúskari hefði sennilega bætt Grími Thomsen við lista höfðingjanna í ríki andans, ef honum hefði verið kunnugt um Grím. Frá kaupendunum ■Sóðar fréttir fita beinin“, segir hinn spaki höfundur orðskviðanna, „giver marv i benene“, svo er þetta orðað í danskri og norskri þýðingu. Einingu berast ofl sérlega góð og upp- örfandi bréf. Ef til vill á ekki við að hafa orð á slíku, en slík bréf eru vissulega orku- gjafi þeim, sem fær þau. Fjarri er það rit- stjóra blaðsins að miklast af hans þætti við blaðið. Honum er það vel ljóst, að blaðið þyrfti að vera alla vega veglegra, eigi að síður eru uppörvunarorðin þökkuð lijart- anlega. Ungur embættismaður kemst að orði í bréfi sínu á þessa leið: „Að lokum þakka ég þér svo fyrir Ein- ingu, sem er eitt fegurst skrifaða blað, sem í dag er gefið út á íslandi, og vil ég bæta við: eitt þarfasta og nauðsynlegasta blaðið. Það er ómetanleg brjóstvörn bindindis- málsins á íslandi og ekki aðeins þess eins, heldur'einnig kristinnar trúar og siðgæðis yfirleitt. Fyrir starf þitl við blaðið átt þú sannarlega skilið rniklar þakkir og meira bergmál og, e. t. v., meiri uppörfun frá þeim, sem kunna þó að meta það, en vill gleymast að geta þess“. Eining vildi gjarnan eiga þenna vitnis- burð skilið, en hvað sem því líður, er góð- vild kaupendanna bálft líf blaðsins. Skólastjóri einn skrifar: „Það eru of fáir, sem berjast á móti efnishyggjunni, en fyrir guðstrú og sannri menningu“.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.