Íþróttablaðið - 01.06.1925, Side 11

Íþróttablaðið - 01.06.1925, Side 11
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 51 því búist, að metið yrði lækkað um langan aldur, nema þessir sömu, eða aðrir tveir jafnfráir þreyttu aftur. Því að menn töldu engar líkur til þess, að nokkur gæti runnið 5000 st. á skemri tíma af eigin rammleik, heldur þyrftu þá að keppa tveir jafn- snjallir, og snjallastir allra, svo að þeir yrðu neyddir til þess að taka á öllu því, sem þeir ættu til, alt frá upphafi og til skeiðsenda. Þess varð þó ekki auðið, að Kolehmainen og Bouin þreyttu aftur. Frakkinn hlaut að láta lífið á vígvellinum fyrir »la patrie«, en Kolehmainen fór til Vesturheims og tók að iðka lengri hlaup. Viðureign sú, sem hér var lýst, var mönnum í minni þegar 5000 st. hlaupið skyldi hefjast á Ólym- píuleikunum í Antwerpen 8 árum síðar. Nú varð sem fyr, að tveir hlupu snemma fram úr og tóku forystuna, Finni og Frakki. Varð þeirra fundur ekki síður sögulegur, en hinna tveggja, en svo fóru leikar, að Frakkinn GuiUemot hafði sigur, — Bouins var hefnt. En metið stóð óhaggað. Paavo Nurmi hét sá, sem annar varð í 5000 st. hlaupinu. Þótt hann yrði að lúta í lægra haldi að þessu sinni, sýndi hann og sannaði, að hann átti engan sinn líka á því móti, því að hann vann sigur í 10000 st hlaupinu, víðavangshlaupi og 3000 st. flokkahlaupi, og var hann því ekki langt frá því að leika það eftir Kolehmeinen að vinna 4 1. verð- laun á þessu mikla allsherjarmóti. Kolehmeinen tók í þetta sinn að eins þátt í Maraþonhlaupinu og vann frægan sigur. En á Ólympíuleikunum þykir það einna mestur frami að hljóta lárviðarsveiginn fyrir að sigra í því hlaupi. Eftir þetta fór frægð Nurmi víða um lönd, enda hafði hann jafnan sigur, hvar sem hann kepti við aðra. Vann hann það afrek haustið 1922 að setja nýtt met í 5000 st. hlaupi, 14 mín. 35,4 sek., og er því meir um þetta vert sem hann hljóp einn í það sinn, þar sem keppinautur hans gafst upp, er þeir höfðu runnið þriðjung vegarins. Sumarið eftir setti hann heimsmet í enskri mílu (1609 st.) í Stokkhólmi, enda hljóp þá í köpp við hann maður, sem ekki ljet hlut sinn fyrri en í fulla hnefana, Svíinn Wide. Nurmi hljóp míluna á 4 mín. 10,4 sek., en Wide á 4 mín. 13,1 sek. Gamla metið átti Bandaríkjamaðurinn Taber, 4 mín. 12,6 sek. Vorið 1924 tóku Finnar að búa sig af kappi undir Ólypíuleikana í París. Fanst það brátt á, að Nurmi hafði ekki farið aftur, því að um þessar mundir lækkaði hann met sitt í 5000 st. hlaupi niður í /4 mín. 28 sek. En þá kom annar maður til sögunnar, Wille Ritola. Hann hafði dvalið vestanhafs árum saman og iðkað hlaup og verið jafnan í fremstu röð. Nú snéri hann heim til Finnlands og tók að æfa sig og keppa á íþróttamótum, og náði hann svo góð- um árangri, að undrum sætti. Töldu margir hann jafnoka Nurmi, ef ekki snjallari. Daginn sem Ólympíuleikarnir (útiíþóttir) hófust í París var kept til úrslita í 10000 st. hlaupi. Gerðu foringjar finska flokkins það til varúðar, að þeir neituðu Nurmi um að taka þátt í hlaupinu. Þóttust þeir öruggir um sigurinn, hvor þeirra sem kepti, Nurmi eða Ritola, en vissu, að báðir voru kappsamir mjög og hvor þóttist öðrum meiri. Voru menn hræddir um, að þeir mundu taka svo nærri sér, ef þeir fengju að keppa báðir fyrsta daginn, að þeir myndu ekki ná sér aftur áður en hin hlaupin skyldu fara fram. Undi Nurmi þessu banni illa, sem von var, en hlaut þó að hlýða. En Ritola vann frægan sigur og setti nýtt heimsmet, 30 mín. 23,2 sek. Annar varð Wide sá, sem fyr var nefndur. Hljóp hann 10 rastirnar á 30 mín. 50,8 sek., og er það nú sænskt met. En það var mál manna, að Nurmi mundi hafa getað hlaupið á skemri tíma en 30 mín., ef hann hefði fengið að keppa. í 1500 st. hlaupinu skyldi Nurmi keppa, og var mönnum mikil forvitni á að vita, hvernig það myndi fara, því að hann var óvanur svo stuttum hlaupum. Nurmi vann hlaupið, án þess hann virt- ist legga nokkuð að sér, og setti nýtt Ólympíu- met, 3 mín. 53,6 sek. Urslitahlaupið á 5000 st. fór fram 2 tímum eftir úrslitasprettinn í 1500 st. hlaupinu. Væntu menn þess, að Nurmi myndi þreyttur eftir þá raun, og væri því eins sennilegt, að Ritola yrði fyrstur, en hann tók ekki þátt í 1500 st. hlaupinu. Þegar í upphafi sprettu þeir fram úr hópnum, Wide, Ritola og Nurmi og hélst þessi röð góða stund. Þegar vegalengdin var hálfnuð tók Wide að dragast aft- ur úr, en Nurmi var þá orðinn fremstur. En á síðasta hringnum náði Ritola Nurmi aftur á ný, og nú mátti ekki í milli sjá fyr en markinu var náð. Var það Nurmi, sem fyrstur hljóp yfir mark-

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.