Íþróttablaðið - 01.06.1925, Blaðsíða 12

Íþróttablaðið - 01.06.1925, Blaðsíða 12
52 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ línuna, en Ritola var þó ekki nema einu skrefi á eftir. Runnu þeir skeiðið á 14. mín. 31,2 sek., og er það Ólympíumet. Enn þreyttu þeir með sér tvisvar á þessu móti, Nurmi og Ritola, í víðavangshlaupi (10000 st.) og 3000 st. hlaupi. Vann Nurmi í bæði skiftin, en Ritola varð annar, og var Nurmi langt nokkuð á undan. Bæði þessi hlaup voru auk þess flokka- hlaup (3 manna flokkar), og unnu Finnar í þeim báðum, áttu 1., 2. og 12. mann í víðavangshlaup- inu, en 1., 2. og 5. í hinu. Enn var kept í tor- færuhlaupi (3000 st.), og varð Ritola fyrstur, en næstur honum annar Finni, Katz að nafni. Nurmi hljóp ekki. Loks er þess að geta, að Finni vann sigur í Maraþonhlaupinu, A. Steenroos, gamall íþróttamaður, sem hafði tekið þátt í Ólympíuleik- unum 1912. Finnar höfðu þannig náð enn frægari árangri í þolhlaupum en áður. I Stokkhólmi hafði Koleh- mainen fern L verðlaun. I Antverpin vann hann enn 1. verðlaun, en Nurmi þrenn og 2. verðlaun í fjórða hlaupinu. En í París unnu Finnar í öllum hlaupunum yfir Iengri vegalengd en 1500 st., að því meðtöldu, og náðu auk þess 2. verðlaunum í 4 hlaupum og unnu tvenn flokkahlaup. Er líklegt, að þess verði langt að bíða, að nokkur þjóð geti bent á slíkan árangur, í jafnharðri samkepni sem er á þessu alheimsmóti. íþróttafréttir. Knattspyrnumót fyrir II. flokk var háð í Reykjavík í byrjun þessa mán. Fóru svo leikar, að Valur vann Fram með 5 : 0 og Víking með 3 : 0, en K. R. vann Fram með 7 : 0 og Víking með 4 : 1. Jafntefli varð milli Fram og Víkings (0 : 0). Á úrslitakappleiknum milli Vals og K. R. gerði hvor- ugur flokkurinn mark á venjulegum leiktíma. Var þá framlengt um 1/2 kl.stund og skoruðu Valsmenn þá 3 mörk, en K. R. ekkert, og hlaut Valur því bikar þann, sem um var kept. hlaupari á Norðurlöndum í 200—800 st. hlaupi. Hoff var, þar til nú fyrir skömmu, blaðamaður við norskt íþróttablað. í fyrra átti hann í blaðadeilum við ýmsa af forkólfum íþróttasambandanna í Noregi, og þótti hann svo stórorður, að þeir, sem hann átti í höggi við, kærðu hann fyrir norska íþróttasam- bandinu. Nýlega er dómur fallinn í máli þessu, og er hann á þá leið, að Hoff er meinuð öll þátttaka í íþróttamótum um 6 mánaða skeið. Knattspyrna. Á Bretlandseyjum er kappleikum lokið að þessu sinni. I Englandi vann meistara- tignina Huddersfield Town, en í Skotlandi Glasgow Rangers. Bæði þessi félög unnu einnig í fyrra. Jafnframt því sem félögin keppa um meistara- tignina með því að þreyta tvívegis eilt við öll og öll við eitt (þau eru 22 í I. flokki í Englandi, en 20 í Skotlandi, og verða kappleikirnir því 42 og 38), heyja þau aðra kappleiki um bikara forkunnar mikla (English Cup og Scottish Cup) með þeim hætti, að það félag, sem tapar einu sinni, er alveg úr leik, og þykir jafnvel enn meira í varið að vinna í þessari samkepni. En svo er jafnt á komið með félögunum, að mjög sjaldan ber það til, að sama félagið vinni bæði bikarinn og meistaratignina á sama ári, og mun það ekki hafa komið fyrir það sem af er þessari öld. I þetta sinn vann Sheffield United enska bikarinn, en Celtic frá Glasgow hinn skozka. Alt eru það atvinnumenn (professionals), sem keppa í þessum félögum. ht-----------------------------“ae mS~ ÍÞRÓTTABLAÐIÐ ’W kemur út einu sinni í mánuði fyrst um sinn. Árgangurinn kostar 5 krónur. Blaðið vill fá útsölumenn í hverri sveit á landinu. Sölulaun 20%. Um afgreiðslu blaðsins og inn- heimtu sér hr. Steindór Björnsson, frá Gröf; Grettisgötu 10. — Gjalddagi blaðsins er 1. júlí ár hvert. — Utanáskrift blaðsins er: íþróttablaðið, Pósthólf 546, Reykjavík. Æ______________________________Æ Charles Hoff heitir frægasti íþróttamaður Norðmanna. Hann hefir sett heimsmet í stangar- stökki (4,21 stikur), og auk þess er hann snarpasti Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Pétur Sigurðsson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.