Eining - 01.12.1956, Blaðsíða 3
EINING
3
Alþjóðabindindisþingið í
Istanbul
(Frh.)
Ég benti á sitt hvað í íslenzku áfeng-
islögunum, sem fyrir finnst ekki í áfeng-
islöggjöf annarra vestrænna þjóða, og
sýndi fram á, að sumar venjur Islend-
inga í sambandi við sérstæða löggjöf
þeirra væru hagstæðar bindindishreyf-
ingunni, t.d. að drekka ekki sterkt öl.
Það er fyrst að telja, að áfengisgerð
hefir verið bönnuð með lögum samfleytt
170 ár hér á landi og reyndar ekki átt
sér stað hér margar aldir. Er ísland mér
vitanlega eina landið í Norðurálfu
heims, þar sem bannað er að búa til
áfenga drykki, og er það næsta eftir-
tektarvert.
Annað, sem sérstætt er í lögum
vorum, er að meðferð áfengs öls er
óleyfileg (þ. e. öls, sem hefur meira
áfengismagn en 2 lk (7o að rúmmáli)
nema handa varnarliðinu ameríska, en
sú framleiðsla er mjög lítil. — Þá er
og leyft að brugga sterkt öl til útflutn-
ings, en það er sama sem ekkert.
Hið þriðja, sem sérstætt má teljast í
löggjöf vorri, er, að útsölustaðir áfengra
drykkja eru færri miklu en erlendis,
þar sem áfengissala fer fram, éða aðeins
þrír — og vínveitingastaðir einnig færri
en annars staðar, þar sem meðferð
áfengis er leyfð — eða aðeins sex stað-
ir og allir í einum bæ, þ. e. höfuðstaðn-
um.
Engar ölkrár eða bjórstofur eru til á
íslandi, og öfúnda margir erlendis oss
af því. Verkamenn annars staðar sækja
allfast ölkrár, og kemur þráseta þeirra
þar oft illilega niður á heimilum þeirra.
En hér á landi er ekkert ölknæpustig,
sem betur fer. Verkamenn vorir eru líka
almennt reglumenn og algerir bindind-
ismenn margir hverjir. Er þetta mikils-
virði fyrir þjóðfélagið og menningarlíf
verkamanna.
Enn er þess vert að geta, að ríkið
hefur komið á fót stofnun til efling-
ar bindindi, þar sem er hið svo-
nefnda áfengisvarnaráð. Vinna vel sam-
an frjáls samtök bindindismanna og
þessi ríkisstofnun, og hafa fjárframlög
til bindindisstarfsemi hér á landi verið
aukin síðustu árin. — Lýsti ég í erindi
mínu nokkuð starfsemi áfengisvarna-
ráðs, (þ. á. m. stofnun og fyrirhugaðri
starfsemi félaga áfengisvarnanefnda,
einnig stofnun og starfi bindindissam-
taka og útgáfu rita til dreifingar.
Hið fimmta, sem einkennir íslenzku
áfengislöggjöfina og aðeins er í gildi í
þessu eina landi af öllum þeim, sem
hafa áfengissölu, er bann gegn áfengis-
auglýsingum, en það hefur verið í lög-
um nærfellt 30 ár, og má óhætt fullyrða,
að því sé framfylgt. —
Þá kom ég nokkuð inn á nauðsyn
þess, að koma, með starfi meðal barna
og unglinga allt til fullorðinsára, er þeir
eru nokkurnveginn öruggir orðnir sem
bindindismenn, — í veg fyrir áiengis-
nautn.
Það er mikilsvert að draga þá, sem
detta ofan í dýin, upp úr þeim, en það
er seinlegt verk og fær aldrei enda. Hitt
er meginlækningin að ræsa dýin fram,
svo að enginn detti ofan í þau og farist
þar. T ö k u m áfengið frá fólkinu !
Stimplum það réttum stimpli og ætlum
því réttan stað. Ef vér gerum það, sézt
það ekki lengur á veizluborðum eða í
skápum sölubúða og veitingahúsa. Það
er mikil blindni að láta áfengisdýin
óframræst og draga upp úr einn og
einn. Það er Sisyfosarstarf ! Gleym-
um því ekki að meginatriði í allri bind-
indisstarfsemi er að koma í veg fyrir
áfengisneyzluna ! Vakti erindi mitt
nokkra athygli. Komu ýmsir til mín og
spurðu nánar um starfsháttu innan
bindindishreyfingarinnar hér.
Erindi Forstén, deildarstjóra í félags-
málaráðuneytinu í Helsingfors, fjallaði
um áfengisvarnanefndir í Finnlandi.
Þær voru stofnaðar 1919 þar í landi.
Þær eru kosnar af sveitarstjórnum,
samkvæmt áfengislöggjöfinni frá 1932.
Hlutverk nefndanna e» að efla bindindi
og fylgjast með eftirliti áfengislaganna.
Hver nefnd kýs úr sínum f 1 o k k i
formann, ritara og framkvæmdarstjóra.
Það er í verkahring þessara nefnda að
stofna til ráðstefna og hátíða í sam-
vinnu við bindindisfélög og önnur
félagasamtök, einnig að stofna bindind-
isfélög, þar sem því verður við komið,
dreifa bindindisritum og blöðum meðal
safnaðanna, í bókasöfn, skóla, biðstof-
ur lækna, lestrarsali, veitinga- og kaffi-
hús o. s. frv. Enn fremur skulu nefnd-
irnar annast bindindisfræðslu, segja til
um fólk, sem þarfnast lækninga við
áfengissýki o. s. frv.
Áfengisvarnanefndirnar halda einnig
bindindis- og menningarsamkomur, í
samvinnu við aðrar nefndir. Skal þá
stofna til fjölbreyttrar dagskrár, svo sem
fyrirlestra um víðtæk menningarsvið,
bindindissýningar, sönglistar, þjóðdansa
og kvikmynda, íþróttaleika og annarra
skemmtana.
Áfengisvarnanefndirnar skulu árlega
eiga hlut að bindindisviku og fá flutt
erindi, þar sem sveitarstjórnir, lögreglu-
stjórar, prestar, kennarar, fulltrúar
vinnuveitanda og verkamanna og ann-
arra menningarstofnana eru boðnir.
Áfengisvarnanefnd er sveitar- eða
héraðsnefnd, og sveitin eða bærinn ber
kostnað af starfsemi hennar, en nefnd-
irnar eru þó undir stjórn ríkisins, þ. e.
deild þeirri, sem fer með bindindis- og
áfengismál í félagsmálaráðuneytinu.
Deild þessi hefur í þjónustu sinni sjö
erindreka, sem starfa meðal nefndanna,
og skulu þeir heimsækja hverja nefnd
í umdæmi sínu a. m. k. einu sinni á
ári, til þess að styðja þær með ráðum
og dáð og hafa eftirlit með starfsemi
þeirra. Stjórnir áfengisvarnanefndanna
skulu sækja hálfsmánaðarnámskeið,
þar sem þær njóta leiðbeininga og
þjálfunar ókeypis af háifu beztu manna,
sem völ er á. Samvinna er milli verka-
lýðsnefnda, íþróttastjórna og alþýðu-
skóla annars vegar og áfengisvarna-
nefnda hins vegar.
Ég hef nú aðeins minnst á tvö erindi
TaliS frd vinstri: Archer Tongue,
F. K. Gökay. í greininni eru
Tobio Voionmaa, Ruben Wagnsson,
þessir merku menn kynntir.