Eining - 01.12.1956, Blaðsíða 8
8
EINING
E I N I N G
MánaSarblaS um bindindis- og menningarmál.
Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Pétur Sigurðsson.
Blaðið er gefið út með nokkrum fjárstyrk frá Stórstúku íslands
og ríkinu.
Afgreiðsla þess er á skrifstofu blaðsins, Suðurbraut 6, Kópavogi.
Árgangurinn kostar 30 krónur. í lausasölu kostar blaðið 2 krónur.
Sími: 5956.
Huggun fyrirheitanna
ndislegt er að lifa í eftirvæntingu þess, sem hjart-
fólgnast er. T. d. að eiga von á samfundum bezta
vinarins eða ná því marki sem heitast er þráð.
Á öllum öldum hefur mannkynið lifað í eilífri
þrá, en sjaldnast gert sér ljóst, hvað það hefur
þráð, og enn síður, hver væri öruggasta leiðin
til uppfyllingar hinna hjartfólgnustu óska mannssálarinnar.
Sökum vöntunar á þessum skilningi og sjálfsþekkingu,
hafa menn oftast girnst að sitja við skilningstréð og njóta
ávaxta þess, öllu fremur en una í barnslegri einfeldni við
lífstréð. Við hlaupum ákaft eftir öllum fróðleik og trúum
slægum orðum freistarans, að á þann hátt getum við orðið
Guði líkir, og í þessari ákefð okkar gleymum við svo að
rækta góðleikann í hjörtum okkar og mannfélaginu. Þetta
er þó hin eina endanlega lausn allra vandamála þjóðanna.
Menn bera sig borginmannlega og telja sig ekki hafa þörf
fyrir neinn lausnara, en breytni þeirra afsannar þessa
hreystimennsku þeirra. Sést það bezt á því, hve fljótar þjóð-
ir eru að hnypra sig upp að einhverjum djörfum mönnum,
sem kjósa sig sjálfir til þess að vera leiðtogar þeirra. Þetta
á sér stað enn í dag og eru dæmin deginum ljósari.
Ef til vill hefur mannkynið aldrei þráð heitar en einmitt
nú lausn frá geigvænlegum vandamálum þess. Enn í dag
þarfnast það frelsara, og enn einu sinni eru jólin að koma
til þess að minna okkur, kristna menn á friðarhöfðingj-
ann. Hann kom í ,,fy|ling tímans“ og var fylling fyrirf
heitanna, sem verið höfðu huggun undanfarinna kynslóða.
Þegar hann kom voru þar nokkrir, sem „væntu huggunar
fsraels." Hin mikla hætta okkar er enn þessi, að friðarhöfð-
inginn er ekki hávaðamaður, hann hrópar ekki eins hátt og
sumir þeirra manna, er kjósa sig leiðtoga þjóða, og þess
vegna fá þeir oft meira fylgi en hann.
Enn í dag er heimsins mesta þörf friður, rósemd hjartans
og huggun. Að minnsta kosti um jólin megum við unna sál-
um okkar hvíldar frá öllum eltingaleiknum um fróðleik og
ástunda í þess stað góðleik og flytja þannig Guðs ríkið niður
á jörðina.
Við snúum okkur þá að fyrirheitunum og finnum þar
hugsvölun.
Sá, sem leitar hælis hjá mér, mun erfa landið og eignast
mitt heilaga fjall. Og sagt mun verða : Leggið braut, leggið
braut, greiðið veginn, ryðjið hverjum ásteitingarsteini úr
vegi þjóðar minnar ! Því að svo segir hinn hái og háleiti,
hann sem ríkir eilíflega og heitir Heilagur : Ég bý á háum
og heilögum stað, en einnig hjá þeim, sem hafa sundurkram-
inn og auðmjúkann anda, til þess að lífga anda hinna auð-
mjúku og til þess að lífga hjörtu hinna sundurkrömdu. —
Jesaja 57,13-15.
Þér þekkið náð drottins vors Jesú Krists, að hann, þótt
ríkur væri, gerðist yðar vegna fátækur, til þess að þér auðguð-
ust af fátækt hans. — 2. Kor. 8, 9.
Og engillinn sagði við þá : Verið óhræddir, því sjá, ég
boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum,
því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur drott-
inn, í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks : Þér munuð
finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu. Og í sömu svipan
var með englinum fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu
Guð og sögðu :
Dýrð sé Guði í upphœðum,
og friður á jörðu með þeim mönnum,
sem hann hefur velþóknun á.
Og sjá, í Jerúsalem var maður að nafni Símeon, og maður
þessi var réttlátur og guðrækinn og vænti huggunar ísraels,
og heilagur andi var yfir honum. Og honum hafði verið birt
það af heilögum anda, að hann skyldi ekki dauðann sjá,
fyrr en hann hefði séð drottins smurða. Hann kom af tillaðan
andans í helgidóminn, og er foreldrarnir komu inn með barn-
ið Jesúm, til að fara með það eftir reglu lögmálsins, þá tók
hann það í fang sér og lofaði Guð og sagði :
Nú lcetur þú, herra, þjón þinn í friði fara,
eins og þú hefur heitið mér
því að augu mín hafa séð hjálprœði þitt,
sem þú hefur fyrirbbúið í augsýn allra lýða,
Ijós til opinberunar heiðingjunum,
og til vegsemdar lýð þínum ísrael. —
GLEÐILEG JÓL. Lúk. 2,10-14; 25-32.
Hinn mikli misskilningur
rottinn alvaldur sat í hásæti sínu. Um hann var
hin mikla hirð : höfuðenglar, fulltrúar, hjálpar-
sveitir og vérndarenglar þjóða.
Frá Jörðu berast kynleg tíðindi, sagði drottinn
alvaldur. Hver vill fara til Jarðar og kynna sér til
hlýtar lífskjör og háttu mannanna ?
Þá stóð upp höfuðengillinn, Réttsýnn og sagði: Ég skal
fara.
Gott er það, sagði drottinn alvaldur. Þú sér alltaf hið
rétta og munt skýra frá satt og rétt.
Höfuðengillinn Réttsýnn brá sér til Jarðar, fór víða um
álfur og lönd, kom á mörg heimili ríkra og fátækra, í kirkj-
urnar, skólana, kvikmyndahúsin, leikhúsin, danssalina, veit-
ingahúsin og knæpurnar, í löggjafarþingin, herbúðir her-
mannanna, fangelsin, sjúkrahúsin, í skipin til sjómannanna,
verksmiðj urnar, kolanámurnar, og yfirleitt alls staðar þar sem
menn búa og hafast að eða dvelja sem fangar eða frjálsir.
Að loknu öllu sínu mikla rannsóknarverki á Jörðu, hvarf
höfuðengillinn Réttsýnn heim aftur og gekk fyrir drottinn
alvaldan.
Mér sýnist þú vera orðinn fremur fölur yfirlitum og hár
þitt hafa gránað, herra Réttsýnn, sagði drottinn alvaldur.
Er svo, herra ? sagði höfuðengillinn Réttsýnn. Það er
ekki sársaukalaust að litast um hjá Jarðarbúum og kynnast
lífi þeirra.
Búa Jarðarbúar við þjáningar ? spurði drottinn alvaldur.
Já, herra, svaraði Réttsýnn. Margir þeirra búa við þjáning-
ar. Sumir eru sjúkir og þjáðir, aðrir líða skort, og þeir, sem
hafa alls nægtir, skapa sér alls konar armæðu og erfiðleika,
og búa því margir í ósátt við sína nánustu og samverkamenn
sína. Slys eru tíð á sjó og landi er valda miklu manntjóni,
einnig náttúruhamfarir, jarðskjálftar, flóð og eldgos. Og svo
heyja þjóðirnar hryllilegar styrjaldir, milljónir manna farast,
fjöldi manna sitja fangar við illa aðbúð, milljónir barna verða
munaðarleysingjar, konur einstæðingar og fjöldi manna að-
þrengdur á marga vegu. Margir eiga um sárt að binda, tára-
flóð rennur, angistarstunur stíga víða upp til himins, og á
öðrum nær hatur og gremja tökum.
Hvar unir fólkið sér bezt og um hvað hópast það helzt ?
spurði drottinn alvaldur. Leitar það sér ekki huggunar og