Eining - 01.04.1957, Side 5
EINING
5
MeS þessum myndum úr ríki sumarsins óskar Eining öllum lesendum sínum gleöilegs sumars. — Fyrir 27 árum var ekki ein skógar-
hrisla þar sem nú er þessi yndislegi og allumfangsmikli skrúögaröur. Landnemarnir þar, Axel Meinholt og frú, völdu sér þenna slaS
skammt fyrir neSan Reyki í Mosfellssveit, kölluSu staSinn Skógarnes, þótt engin væri þar þá hríslan, og reislu sér sumarbústaS. Full
áslæSa væri til aS bera mjög lofsorS á skrúSgarS þenna og þaS verk sem þar hefur veriS unniS af mikilli vandvirkni, elju og snilli-
mennsku, en þaS er mér eiginlega bannaS, og verSa því myndirnar aS segja söguna.
P. S.
Kjartan hefur oft numið staðar við
tjörnina í Reykjavík. Hann kveður lip-
urt um kríuna og kríubörnin í vorgleð-
inni, en einnig um fugla í vök, og seg-
ir þá:
Úti á klakanum köld er sæng
kúra þar fuglar um dægrin löng.
Nú er ei létt fyrir lítinn væng
lamar hann kvíði og bjargarþröng.
Gefið þið fuglunum, góðir menn.
gleður það hjartað og yngir í senn.
Hugfró er á þessa leið:
Við skynjum kvöldsins kyrrð og frið,
þann kærleiksmátt á lífsins rós.
Við finnum opnast himins hlið
í hjartans borg við jólaljós.
Því dreifist myrkrið sorgar svarta
og sólin skín á hjarnið kalt..
Við finnum gegnum geislann bjarta,
að Guð er lífið bak við allt.
Jafnvel um horfna ljósastaurinn kveð-
ur Kjartan Ólafsson af viðkvæmni og
hlýju hjarta.. Og ekki hefur hann ætl-
að að ,,slá sér upp“ á því að kveða
skæting og níð um kirkju og guðstrú
manna. Þar andar þó allra hlýjast í
ljóðum Kjartans og er það vafalaust
meira lánsmannsmerki, en hinar rauðu
dulur kvefsninnar.
Kjartan hefur kosið sér það góða
hlutskipti að ganga um lotningarfyllst
í helgidómi lífsins og forðast þar alla
vanhelgun og óprúðmannlega um-
gengni, og þess vegna er hann áreið-
anlega oft sæll á óskastundum sínum.
I.O.G.T. í Xoregi 80 ára
Góðtemplarareglan í Noregi varð 80
ára 8. marz sl. Þann dag árið 1877
var stofnuð fyrsta góðtemplarastúkan
í Noregi. Tildrögin voru þau, að mað-
ur að nafni Reynolds, fæddur í Svíþjóð
árið 1840, hafði verið í siglingum árum
saman og farið víða um heim, og var
svo orðinn skipstjóri á flutningaskipinu
Constantia. Skip þetta, er flutti aðallega
timbur, var stundum í förum milli Eng-
lands og Canada. I Hull kynntist Rey-
nolds reglunni og gekk þar í stúku. Þá
var hin alkunna templarahetja, Joseph
Malins, æðsti maður stórstúku Eng-
lands og gaf hann Reynolds skipstjóra
umboð til þess að stofna stúkur í Nor-
egi.
Mánudaginn 5. marz 1877 komu
saman nokkrir menn í Vestre Pors-
grunn. Þeir voru: Reynolds skipstjóri,
Knud Johan Schancke, L. Balle mynda-
smiður, T. Brönlund seglgerðarmaður,
Jörgen Hansen formaður, I. A. Thorsen
málarameistari, og kaupmennirnir Edv.
Andersen og O. P. Pedersen. Átta alls.
Árangur þessa fundar var svo stofnun
stúkunnar Förste Norske.
Þessi sami skipstjóri stofnaði fyrstu
norsku sjómannastúkuna. Þá var hann
skipstjóri á skipi, er hét Hövdingen.
Stúkan var stofnuð um borð í skipinu
og fékk sama nafn og skipið. Hann átti
svo eftir á síðustu árum ævinnar að
verða umboðsmaður hátemplars í Nor-
egi.
Athyglisvert er það, í hvaða trú þessi
maður leggur hönd á plóginn. Er hann
hafði stofnað sjómannastúkuna um borð
í skipi sínu, ritaði hann í fundargerð
stofnfundarins þessi orð: „Þóknist Guði
almáttugum að líta með velþóknun á
þessa framkvæmd og gefi það, að stúk-
an eigi eftir að efla reglusemi til bless-
unar okkar kæru sjómönnum“. Þegar
sáð er í þessum anda, verður uppsker-
an góð. Nú er brautryðjandaverks þessa
velhugsandi skipstjóra minnzt um allan
Noreg endilangan. Og nú óska sam-
herjarnir á íslandi góðtemplarareglunni
í Noregi til heilla á þessum tímamótum
áttatíu ára sigurgöngu hennar.
Til afmælishátíðarhaldsins kom stór-
templar norsku stórstúkunnar, Johan
Mjösund, hæstaréttarlögmaður í Þránd-
heimi. Stórtemplar Stórstúku Islands
sendi stúkunni Förste Norske árnaðar-
óskir frá Stórstúku íslands, einnig stór-
templar Norðmanna. Hafa skeytin ver-
ið þökkuð með vinsamlegu bréfi, þar
sem stórtemplar Mjösund býður fulltrúa
frá Stórstúku íslands á norska stór-
stúkuþingið, sem haldið verður í Skien
seint í júlímánuði.