Eining - 01.04.1957, Page 2

Eining - 01.04.1957, Page 2
2 EINING dvaldi hér einn dag, miðvikudaginn 20. marz sl. Okkur, Brynleifi Tobiassyni og undirrituðum, gafst færi á að vera með honum mestan hluta dagsins og kynn- ast starfi hans eftir föngum. Forsetinn, herra Asgeir Ásgeirsson, og forsætis- ráðherra, hr. Hermann Jónasson, veittu honum góðfúslega áheyrn. Á fundi með blaðamönnum og nokkrum forgöngu- mönnum bindindismála sagði prófessor Scharffenberg okkur svo nokkrar frétt- ir af ferðalögum sínum og bindindis- starfinu. Að þessu sinni var hann boð- inn sérstaklega til Þýzkalands til þess að flytja fræðsluerindi í hópi yfirmanna Bandaríkjahers í Þýzkalandi. Voru þeir um 250 talsins, og tjáðust ekki hafa fengið neina slíka fræðslu áður um á- fengismál, en yfirmönnum hersins er uppálagt að hvetja til bindindis, sjá um að hófs sé gætt, en refsa óreglu. Fordœmi þjóðhöfðingja og þjóðstjóra. Eitt af því, sem prófessor Scharffen- berg vinnur að á ferðum sínum, er að fá konunga, forseta, ráðherra, þing- menn, háskólarektora og fleiri slíka fyr- irmenn til þess að undirrita loforð um, að veita ekki áfenga drykki í neinum þeim veizlum, er þeir ráða yfir. Scharf- fenberg sýndi okkur slíkt skjal og skildi það eftir hjá nokkrum mönnum hér til athugunar. Einn þurfti ekki að hika neitt við að undirrita það, Pétur Ottesen al- þingismaður. Fimm ríkisstjórnir hafa þegar undir- ritað plaggið: Indlands, Burma, Ceyl- ons, Egyptalands og Saudi-Arabíu. For- sætisráðherra Indlands hafði reyndar sagt, að hann þyrfti ekki að undirrita þetta skjal, því að í Indlandi færu þeir lengra, þeir bönnuðu áfengið algerlega. Engin þjóð tekur nú þau mál eins föst- um tökum og Indverjar, og þeim gefst áfengisbannið vel. Magsaysay, hinn vinsæli forseti Fil- ippseyja, sem nýlega fórst í flugslysi, var góður vinur Scharffenbergs, og harmaði hann mjög fráfall þess manns, er var mjög sterkur og ákveðinn bindindismað- ur um bæði vín og tóbak. Auk ríkisstjórnanna, er hér voru nefndar, er vitað, að konungur Svía er bindindismaður og veitir ekki áfenga drykki. Hið sama gildir, fullyrti Scharf- fenberg, í Hvíta húsinu í Bandaríkjun- um. Forsætisráðherra Hollands tekur líka algera afstöðu gegn áfengisneyzl- unni. Um 25 ráðherrar í ýmsum lönd- um hafa undirritað heitið um áfengis- lausar veizlur á þeirra vegum. Þá hafa um hundrað þingmenn í Englandi ýmist undirritað það eða tjáð sig fúsa til þess. 7 af 15 ráðherrum Finnlands eru bind- indismenn. Fleira af þessu mætti telja fram, og allt eru þetta góðar og upp- örvandi fréttir. Markmiðið með þessari liðsbón hjá forustumönnum þjóða er það að hnekkja valdi drykkjusiðanna, bæði í veizlum ríkisstjórna og annarra fyrir- manna og einnig í samkvæmum. Drykkjusiðirnir eiga ekki að tilheyra því, sem talið er ,,fínt“, heldur þvert á móti að víkja sem leifar af fornri villi- mennsku. Þetta alþjóðaráð, sem hér hefur verið greint frá, hefur nána samvinnu við al- þjóðabindindissambandið — Internatio- nal Temperance LJnion, sem hefur að- albækistöðvar sínar í Sviss og stendur m. a. fyrir alþjóðabindindisþingum. Prófessor Scharffenberg var hér gest- ur áfengisvarnarráðs, Stórstúku Is- lands og landssambandsins gegn áfeng- isbölinu. Hann var góður gestur og flutti góðar fréttir. Að síðustu má hér geta þess til gam- ans, að prófessorinn var gestur hans há- tignar konungsins í Saudi-Arabíu í átta daga. Honum var fengið til umráða á meðan á dvölinni stóð, bæði bíll, bíl- stjóri og vörður, var vistaður á hóteli, þar sem allir vissu að hann var gestur konungsins þessa daga og öll bezta þjónusta var í té látin. Og svo komu fjórir sendimenn konungs á flugvöllinn með gjafir frá konungi, er Scharffen- bergg hélt leiðar sinnar. Konungurinn hefur óskað þess, að fyrsta þing hins fjölmenna, 250 manna alþjóðaráðs verði haldið í landi hans. I höfuðstað þessa ríkis gildir sú regla, að sjáizt mað- ur þar reykjandi, er hann tekinn fastur. Allt bendir til þess, að þeim valdhöf- um og áhrifamönnum fjölgi víðs vegar um heim, sem nú snúast gegn erkióvini mannkynsins — áfengisneyzlunni. P. S. Draumbíllinn Motorföreren, inálgagn sambands bind- indisfélaga ökumanna í Noregi, getur þess, að ekki liafi aðeins mörg mannslíf farizt og milljóna virði af margs konar dýrmœti, þegar liafskipin miklu Stockholm og Andrea Doria rákust á og hið síðarnefnda sökk, heldur hafi þar og glatazt hlutur, sem óbœt- anlegur sé Chrysler-bílagerðinni í Ameríku. betta var nýr bíll, sem skírður hafði verið Norséman. Hann átti að sýna hámark snilld- ar stáliðnaðar og bílagerðar. Margir kunn- áttumenn höfðu unnið að gerð bílsins á þriðja ár, og til þessa hafði verið v.arið því, sem svarar til hálfri annarri milljón norskra króna. Sagt er að einn forstöðumanna Chryslers hafi grátið, er lionum barst fregn- in um afdrif bílsins, sem nú liggur á hafs- botni. Bíll þessi var hin mesta nýjung í allri gerð, en ekki verður hennj lýst hér, auk þess voru þar margir leyndardómar. Bíllinn var vel tryggður og nú er hafin gerð á öðr- um af sömu gerð. Blaðið segir, að þessi nýja bílagerð muni örva hjartslátt allra bílaunnenda. Áttrœður: Hannes Jónasson bóksali á Siglufirði Hannes Jónasson, bóksali, Siglufirði, varð áttræður 10 apríl s. 1. Hannes er ættaður úr Eyjafirði, fæddur að Ytri- Bakka 10 apríl 1877, og voru foreldrar hans Jónas Jónasson, sjómaður og Maria Sigfúsdóttir. Ungur missti hann föður sinn og átti við erfið kjör að búa í æsku, en í Möðru- vallasókn, æskustöðvum Hannesar, var Möðruvallaskóli, helzta menntasetur Norðurlands og þangað sá Hannes unga menn streyma úr öllum landsfjórðung- um. Þar lögðu þeir grundvöll að mennt- un sinni, er þeir síðar juku við í skóla reynslunnar. Möðruvellingar urðu marg- ir þjóðkunnir menn og forystumenn í menningar- og félagsmálum sinna hér- aða. Hannes þráði í æsku að komast í Möðruvallaskóla, og honum varð að ósk sinni og útskrifaðist úr skólanum 1898, var hann jafnan síðan þakklátur fyrir þá skólavist. Á árunum 1899—1907 dvaldi Hannes við verzlunarstörf á Akureyri, en fluttist 1908 til Siglufjarðar. Ekki mun hann í fyrstu hafa ætla sér að setj- ast þar að, en hér fór sem oftar, að dvöl- in varð lengri en í fyrstu var ætlað, og hefur Hannes átt heima í Siglufirði öll þessi ár og komið þar mjög við sögu. Fyrstu árin var hann við verzlunar- störf, en síðar verkstjóri hjá Sören Goos, síldarkaupmanni, um 15 ára skeið. En 1927 gerðist hann bóksali og rekur enn bókaverzlun í Sigðlufirði. Hannes Jónasson hefur komið mjög við sögu Siglufjarðar um hálfrar aldar skeið. Hann hefur gegnt fjölda trúnað- arstarfa fyrir bæjarfélagið, verið í bæj- arstjórn, stjórn sjúkrasamlags og bóka- safns, sögufélags Siglufjarðar, svo nokkuð sé nefnt.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.