Íþróttablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 7

Íþróttablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 3 eigin hyggjuviti fundið rjettustu aðferðina. Það er mjög farið að tíðkast, að kennarar í íþróttum ferð- ist um sveitirnar og haldi námskeið. Þetta er að svo stöddu eina leiðin hjá flestum til þess að læra undirstöðuatriði ýmsra íþrótta og væri vel, að fje- lögin tækju sig til í vetur og útveguðu sjer kenn- ara, meðan nokkurn er að fá. Næsta vetur er það of seint, því þá er lími nemandans orðinn of stuttur til þess hann geti notfært sjer það, sem hann hefir lært hjá kennaranum. Þó enn sje eigi fyllilega ákveðið um íþróttirnar á Þingvelli 1930 og ef lil vill verði eigi sýnt þar nema lítið af íþróttum, þá mega menn ekki gleyma því, að allsherjarmótið í Reykjavík á að verða veglegra en ella það sumar. Því er það, að íþrótta- menn íslands verða að vera við öllu búnir þetta sumar og búa sig undir mótið, hver svo sem þeirra grein er. Við erum enn þá í öllum íþróttum eftirbátar nágrannaþjóða vorra, nema þeirri einu, sem þær kunna ekki. Iþróttamenn ættu að gera heitstreng- ingu nú þegar, að endurbæta hvert einasta íslenskt met á næstu tveimur sumrum og helst að reyna að þoka einhverju íslenska metinu upp fyrir met nágrannaþjóðanna. Sje sú heitstrenging gerð í nógu mikilli alvöru — og aldrei gleymt — er ekkert ólíklegt að metaskrárnar okkar taki miklum breyt- ingum til bóta á næstu missirum. Og fyrst er að vilja. Það væri leiðinlegt að hafa íþróttasýningar fyrir alheimi á mestu hátíð íslensku þjóðarinnar, ef á- rangurinn yrði eigi að eins sá að staðfesta að vjer værum í öllu aftastir. Frá Sambandinu. íþróltaráð. Til þess að annast íþróttaframkvæmdir þar sem langt er að ná til stjórnar f. S. í. hafa svo nefnd 'þróttaráð verið stofnuð, og eru þau einskonar undir-sam- bandsstjórn fjelaganna í sínu umdæmi og annast ýms þau storf, sem stjórn í. S. í. annars bæri að annast, svo sem forgöngu íþróttamóta í sínu umdæmi, útnefning dómara við kappleiki og sýningar o. fl. Eitt „ráð“ hefir verið starfandi ' nokkur ár, en það var nokkuð annars eðlis, með því að það hafði umsjón með aðeins einni grein íþrótta. Það var Knattspyrnuráð íslands og skipuðu svo bæirnir knattspyrnu- ráð hver fyrir sig. Þessi íþróttaráð sem fyr eru nefnd eru nú komin á á þremur stöðum: íþróttaráð Akureyrar var stofnað fyrir ári Iiðnu, með- fram vegna þess, að þá stóð til, að allsherjarmótið 1928 skyldi haldiö á Akureyri. Skipa þessir menn ráðið: Axel Kristjánsson (form.), ]ón Sveinsson borgarstjóri, Armann Dalmannsson, Magnús Pjetursson og Lárus Rist. En vara- menn eru: Páll Einarsson, Halldór Aspar og Qunnar Schram. íþróttaráð Vestmannaeyja. Stofnað 1. júlí 1928. í því sitja: Páll V. Kolka (form.), Qeorg Gíslason, Friðrik ]es- son, Haraldur Eiríksson og Oskar Sigurhansson en til vara Hallgrímur Jónasson kennari, Qísli Finnsson og ]óhannes Jónsson. íþróttaráð Vestfjarða, ísafiröi, tekur til starfa um nýjár. Er það þannig skipað: Qunnar ]. Andrew (form.), Quðm. ]ónsson frá Mosdal, Einar Ó. Kristjánsson, Þórhallur Leós- son og Finnur ]ónsson póstmeistari en til vara Elías Hall- dórsson, Eyjólfur Leósson og Kjartan Ólafsson. íþróttaráðin eru skipuð af stjórn í. S. í. eftir tillögum hlutaðeigandi fjelaga. — Er enginn vafi á því, að þau geta unnið mikið gagn og komið á auknu samstarfi og samkepni meðal nágrannafjelaga. Ráðin eru skipuð til þriggja ára. Leikfimin. Vegna þess að nú hefir verið ákveðið að koma upp stórri hópsýningu í leikfimi á Þingvelli 1930, hefir stjórn f. S. í. skrifað ýmsum íþróttafjelögum úti um land, þeim er þess eru umkomin að iðka leikfimi, og skor- að á þau að búa sig undir þátltöku í sýningunni og að leggja stund á glímur. Hafa svör borist frá mörgum fjelög- unum og undirtektirnar sýna glögt, að áhuginn er mikill fyrir þessu. í Reykjavík er meiri þátttaka í fimleikum í vetur en verið hefir um margra ára skeið, og iðka margir flokkar frá sumum fjelögunum fimleika að staðaldri og glíma er mikið stunduð. En húsnæðisleysi fyrir þessar iðk- anir er mjög mikið, jafnvel þótt í sjálfri höfuðborginni sje. Hefir stjórn í. S. í. því farið þess á leit við bæjarstjórnina, að hún láti hið allra bráðasta fullgera hinn nýja og vand- aða leikfimissal barnaskólans, sem nú er verið að byggja, og Iáni hann til æfinga handa því úrvalsliði, sem Reyk- víkingar ætla að senda á Þingvallasýninguna. Skautasvell. Skautaíþróttin er ein þeirra, sem stunda mætti við miklu meir orðstír en gert er hjer á landi. Reyk- víkingar eru að vísu ver settir í þessu tilliti en margir aðrir landsbúar, því veðráttan á Reykjanesskaganum er með af- brigðum umhleypingasöm. Skautafjelag var til hjer um 30 ára skeið, en varð einkum frægt fyrir útreiðartúra á sumr- um og sálaðist eftir harða baráttu. Bærinn hefir veitt 1000 krónur til þess að lagfæra skautasvell á tjörninni og hefir í. S. í. beðið íþróttafjelögin Ármann, „í. R.“ og „K. R.“ að tilnefna þrjá menn í nefnd til þess að annast um svellið. Þessir menn hafa verið skipaðir í nofndina: Vagn ]óhann- son (Árm.), Karl ]ohnson (í. R.) og Kjartan Ólafsson (K. R.). Veðráttan hefir engan fulltrúa skipað, og er því ósjeð, hversu miklu nefndin fær áorkað.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.