Íþróttablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 8

Íþróttablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 8
4 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ íþróttakennari. í Húnavatnssýslu er mikill áhugi fyrir íþróftaiðkunum. Samkvæmt beiðni fjelaga þar, hefir stjórn I. S. I. útvegað íþróttakennara, sem starfar í vetur á Blöndu- ósi og Hvammstanga. Er það Björn Jónsson frá Olvalds- stöðum. Ðókaútgáfa. Á síðastliðnu ári hafa komið út Knatt- spyrnulög í. S. í. og almennar reglur um knattspyrnumót. Ennfremur Leikreglur í. S. í. Fjelögum þeim, sem skuld- laus eru við sambandið hafa verið sendar bækur þessar, en vitanlega er hinum fjelögunum eigi síður nauðsynlegt að eignast þær. Þar er að finna þær rjeffu og fyrirskipuðu reglur um íþróttir hjer á landi, svo að fjelögin geta ekki án þeírra verið. Einstakir menn, sem íþróttir iðka verða einnig að eiga þessar bækur og kynna sjer þær, til þess að geta iðkað íþróttir sínar samkvæmt því sem fyrir er mælf. Hefir það sfundum komið fyrir, að menn hafa ekki komist að því fyr en á allsherjarmótum, að þeir hafa tamið sjer venjur, sem ekki voru íþrótfalögum samkvæmar. — Bækurnar eru svo ódýrar, að öllum er kleift að eignast þær. Verðlaunagrípír. Þrír gripir til að keppa um, fagrir og dýrmætir, hafa borist stjórn í. S. í. á síðastliðnu sumri. Er hinn fyrsti þeirra gefinn til verðlauna íslenskri glímu af Sir Thomas Hohler, sendiherra Breta fyrir fsland og yfir- boðurum á enska herskipinu „Adventure". Voru þessir menn viðsfaddir Ísldandsglímuna síðasfliðið sumar og dáð- ust mjög að. Eftir heimkomu sína sendu þeir í. S. í. að gjöf smástyttu af enskum sjóliða, úr silfri og báðu um, að gjöfin yrði höfð til verðlauna í íslenskri glímu. Hefir stjórn í. S. í. sent sendiherranum tillögu um skipulagsskrá fyrir þennan grip. Fjelag skotsku knattspyrnumannanna, sem hjer voru í sumar, „Glasgow University Assiciation Football Club“, hefir sent stjórn í. S. í. vandaðan silfurbikar og beðið um að semja reglur fyrir hann, sem verðlaunagrip fyrir knatt- spyrnu. Var bikarinn afhentur formanni eins þeirra fjelaga í Reykjavík er við Skotana keptu í sumar, er hann var á ferð í Glasgow nýlega. Verður gjör sagt frá bikarnum í næsta blaði og viðtökum þeim, sem íslendingurinn fjekk hjá stúdentunum í Glasgow. Þá hefir Olíuverslun íslands h. f. heitið vönduðu horni silfurbúnu til verðlauna handa bestu kappróðramönnum ís- Iands. Eins og áður hefir verið sagt frá hjer í blaðinu voru kappróðrar allmikið stundaðir hjer í sumar sem leið, og eru allar horfur á, að sú íþrótt eigi mikla framtíð fyrir höndum hjer á landi. Hafa Reykvíkingar nú eignast tvo kappróðrarbáta og voru þeir óspart notaðir í sumar. Heimboð. Sænska íþróttasambandið hjelt 25 ára afmæli sitt hátíðlegt dagana 24.—25. nóv. síðastl. og bauð þangað fulltrúa frá í. S. I. Því varð eigi við komið, að íslenskur fulltrúi sæti hóf þetta og varð heillaóskaskeyli að nægja. Ingvar Ólafsson hljóp 110 st. grindahlaup 20. júní, á 20.8 sek. Er hann í K. R. — 16 ára gamall. Sveinbjörn Ingimundarson, 27 ára, meðlimur f. R. stökk 12.87 metra f þrístökki 17. júní. Daginn eftir stökk hann 6.55 metra í langstökki með atrennu. Magnús Guðbjörnsson hljóp Maraþónshlaup 5. september ausfan af Hellisheiði til Reykjavíknr (c. 42 km). Endurbætti hann fyrri met sín í þessu hlaupi, svo um munaði og rann skeiðið á 2 t. 53 mín. og 6 sek. — Metaskýrslur berast sambandsstjórninni alt of seint. Það ætti að vera reglan, að fjelag það sem hlut á að máli sendi skýrslu um met undir eins og úrskurður dómnefndar er fallinn. Of seint. Það er ýmislegt fleira, sem vill dragast á lang- inn hjá sambandsfjelögum í. S. í. Til dæmis skýrslugerðirn- ar. Það á að vera sjálfsögð skylda fjelaganna, að skýrslur þeirra sje tilbúnar strax um áramót, svo að þær berist stjórn í. S. í. með fyrslu póstferð í janúar. Það virðist ekkert unnið við að draga slík störf á Ianginn, en hinsvegar mikill bagi að því fyrir sambandið, að verða að bíða von úr viti með að semja yfirlit sín — og sfundum alls ekki geta gert það, vegna þess að sum fjelögin senda alls enga skýrslu. íþrótta- mönnum úti um land þykir eflaust fróðlegt að sjá þann mælikvarða á viðgang íþróttanna, sem dreginn verður af skýrslunum, en skilyrði til þess að þetta sje hægt er það, að ekkert fjelag vanræki að senda skýrslur og öll fjelög geri það fljótt og vel. Að því er snertir skattgreiðslur til sambandsins er enn pottur brotinn hjá fjelögunum eins og fyrri. Verður að kenna þetta hinu sama og vanskilunum á skýrslunum: óþörf- um undandrætti. Regla þeirra fjelaga, sem góð vilja heita ætti að vera sú, að inna af hendi um hver áramót þær kvaðir, sem þau hafa gengist uedir, er þau gerðust með- limir sambandsins. Á öðrum stað í blaðinu er birt viður- kenning fyrir þeim tillögum, sem stjórn í. S. I. hafa borist síðan síðasta kvittun kom hjer í blaðinu (9.—10. tbl.). Ný sambandsfjelög. Þessi fjelög hafa gengið inn í í. S. I. á árinu sem leið: U. M. F. Huld, Nauteyrarhreppi. Fjelagstala 20. Form. Snorri Arnfinnsson, Brekku. U. M. F. Ólafur Pá, Ljárskógum, Dalasýslu. Fjelagatala 33. Formaður Hallgrímur Jónsson í Búðardal. U. M. F. Þröstur, Skógarströnd. Fjelagatala 61. Form. Jón V. Hjaltalín, Brokey. U. M. F. Unglingur, Ingunnarstöðum, Geiradal. U. M. F. Geislinn, Hrófbergshreppi. Fjelagatala 50. For- maður Filippus M. Gunnlaugsson. U. M. F. Breiðuvíkurhrepps, Arnarstapa, Snæf. Fjelaga- fala 55. Formaður Sigurður Eiríksson. Eru nú alls 110 fjelög í sambandinu. Ný met. Fjögur ný met frá umliðnu sumri hefir stjórn í. S. í. staðfest nýlega. Eru þetfa afrekin frá umliðnu ári:

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.