Eining - 01.06.1962, Blaðsíða 6
6
EINING
Islenzkir
ungtemplarar
Ritstjórn blaósíSunnar:
Guðmundur Þórarinsson
og Einar Hannesson.
<?>
J
Um hvítasunnuhátíðina í fyrra, skyldum
við Þýzkalandsfarar, sem vorum í hoði
æskulýðsfélaga í Slésvík-Holstein, dveljast
hjá fjölskyldum í Kiel eða nágrenni borg-
arinnar. Gestgjafi minn var Nágler umsjón-
armaður við æskulýðsheimilið í Ellerbek.
Á annan í hvítasunnu segir gestgjafi
minn, að í dag eigi fjögur ungmenni, tveir
piltar og tvær stúlkur að veita mér leið-
sögn um Kiel og kynna mér borgin'a eftir
föngum. Dagurinn er lilýr og sot skín í
heiði, svo þetta eru mér hin mestu gleði-
tíðindi.
ÞJÓÐDANSAFÉLAGIÐ
Á myndinni hér að neðan sjáum við
nokkra félaga í Þjóðdansafélaginu, þar sem
þeir kynna íslenzka búninga. Frá v. t. h.
Krókfaldur frá átjándu öld, sama, annar
höfuðbúnaður, tveir piltar í búningum sam-
svarandi krókfaldi, nútímaupphlutur,
peysuföt. Stúlkan, sem situr, búningur
ungrar stúlku frá sama tíma og krókfaldur.
Stúlka á skautbúningi. Búningarnir eru all
ir ekta. þeir elztu fengnir að láni hjá Þjóð-
minjasafninu.
Um klukkan 10 leggjum við af stað. Unga
fólkið er mjög glatt og kátt, það eru mennla-
skólanemar á aldrinum 17—18 ára. Það
fyrsta sem við augum hlasir eru hinar tröll-
auknu skipasmíðar, en í miðborginni tek-
ur við ein bygginging annarri meiri og
fegurri. Á einum stað gnæfir Nikulásar-
kirkjan og Ráðhúsið, á öðrum Hótel Astoria
og pósthúsið mikla og þarna er járnbraut-
arstöðin með öllum sínum umferðaæðum.
Jú, hér er margt að skoða, raunar heldur
margt, ein myndin birtist af annarri og
maður á erfitt með að fanga nokkra svo að
gagni sé. Brátt erum við komin að stolti
Kielarborgar, skurðinum mikla, þeim
þriðja stærsta í lieimi, sem tengir saman
Eystrasalt og Norðursjó og er 99 km langur
og 104 metra breiður. Á einum stað er
geysihá brú yfir skurðinn, það er gaman
að sjá skipin skríða undir liana. Sleppur
siglutréð, jú, það sleppur, en ekki mátti
tæpara standa, þetta fellir nú bara toppinn,
það er víst ekki austurþýzkt, þá mundi
það ekki hneigja sig svo djúpt. Við spjöll-
um glaðklakkalega saman með ýmsum at-
hugasemdum og svo tökum við far yfir
skurðinn mikla og hreiðrum um okkur á
ljómandi fögrum stað fyrir framan fallegt
veitingahús, þar fáum við okkur mat og
njótum jafnframt hins mikla iðandi lífs
við mynni Kielarskurðar. „Og skipin koma,
og skipin blása, og skipin fara sinn veg“. —
Á fáum stöðum eiga þessi vísuorð betur
við. Eftir matinn göngum við fram á hafn-
arbakkann, gægjumst ofan í geysidjúp hólf-
in, undrumst liin tröllauknu stálþil, sem
opnast og lokast eftir því sem við á. Skipin
renna hjá rétt fyrir framan okkur eitt af
öðru inn í skurðinn, svo lokast sú renna,
en önnur opnast fyrir skipin út í Eystra-
salt.
Seinni liluta dagsins er farið í skemmti-
siglingu um ána Schwentine. Margt manna
er í snekkjunni. Fólkið streymir út úr borg-
inni til að njóta náttúrufegurðarinnar.
Græn og grösug héruð blasa við með ökrum
og trjálundum og skógiklæddum hlíðum,
þannig er haldið upp eftir ánni. Eftir
nokkra siglingu er stanzað og við förum í
gönguferð um yndislegt umhverfi með ás-
um og skógarlundum. Kaffi er drukkið úti
fyrir fögru sumarhóteli. Ánægjulegur dag-
ur líður að kvöldi í félagsskap þessa æsku-
glaða unga fólks. — Ég var stórhrifinn af
því hve framkoma þess öll var hugþekk og
aðlaðandi. — Ég vissi raunar að þetta var
forustulið Náglers við æskuheimilið og
hann margsagði mér, ef við höfum slíka
unglinga til að leggja hornsteinana, þá er
manni borgið. — Ég hafði raunar kynnst