Eining - 01.06.1962, Side 8
8
EINING
H / l\lI /\/f ___ Mánaðarblað um áfcngrismál, bindindi og önnur
■L-'J-d. ' -L-L V V-Z menningrarmál.
Ritstjóri og ábyrgCamaður: Pétur Sigurðsson
Blaðið er gefið út með nokkrum fjárhagsstyrk frá ríkinu og Stórstúku
íslands, kostar 50 kr. árg., 4 kr. hvert eintak.
Utanáskrift til blaðsins og ritstjórans er: Pósthólf 982. Reykjavik.
Sími: 15956.
StofnaÖ bindindissamband
kristinna safnaÖa
gTJÓRN Landssambandsins gegn áfengisbölinu sendi öll-
umþjónandi prestum í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópa-
vogi, einnig öllum formönnum sóknarnefnda á þessu svæði,
bréf 24. apríl 1961 og óskaði þess að þeir kæmu til fundar
við stjórn landssambandsins föstudaginn 28. sama mánaðar.
Auðvitað gátu ekki allir prestarnir sinnt þessu, en nokkrir
komu þó og meiri hluti formanna sóknarnefndanna.
Við áttum saman mjög notalegan fund og þar ræddi stjórn
landssambandsins við fundarmenn um hugsanlega stofnun
bindindissambands kristinna safnaða í landinu. Undirtektir
fundarmanna voru hinar beztu, og samkvæmt ósk þeirra
sendi svo stjórn landssambandsins bréf til allra sömu aðilj-
anna, sem fengið höfðu fyrra bréfið, og gerði nokkra grein
fyrir starfsemi slíkra samtaka í nágranna löndunum og hver
tilgangurinn væri með því að stofna einnig hér bindindissam-
band kristinna safnaða.
1 bréfinu var þess óskað, að hver söfnuður tilnefndi svo
sem þrjá fulltrúa til þess að koma aftur til fundar við stjórn
Landssambandsins gegn áfengisbölinu og ræða þar stofnun
bindindissambands kristinna safnaða og helzt ganga frá
stofnun þess. Sumir söfnuðirnir kusu fljótlega þessa fulltrúa,
en nokkur dráttur varð á því hjá öðrum, og sumir söfnuð-
irnir hafa enn ekki sagt hvorki já eða nei. 7. maí 1962 sendi
stjórn landssambandsins svo öllum söfnuðunum bréf, full-
trúum þeirra safnaða, sem þegar höfðu verið kosnir, en einn-
ig prestum og sóknarnefndaformönnum hinna safnaðanna og
boðaði fund 11. maí sl.
Séra Árelíus Níelsson og formaður sóknarnefndar Lang-
holtssafnaðar, Helgi Þorláksson, skólastjóri, höfðu boðið ó-
keypis húsnæði fyrir fundinn í safnaðarheimilinu, og þar
var gott að koma. Þar leið okkur vel og móttökur voru svo
sem bezt varð á kosið, og er hlutaðeigendum hér með fluttar
alúðar þakkir.
f hinum vistlega sal, sem nú er kirkja safnaðarins, hófum
við fund okkar með sálmasöng og bæn, sem prestur safnað-
arins flutti. Þannig var af stað farið í trú á blessun drottins
kristninnar og góðvild og samstarf kristinna safnaða í land-
inu um eitt mesta vandamál þjóðfélagsins.
Næst var gengið í fundarsalinn og tekið til starfa. Fund-
arstjóri var valinn séra Kristinn Stefánsson, áfengisvarna-
ráðunautur, en ritari Tryggvi Emilsson, ritari Landssam-
bandsins gegn áfengisbölinu. Formaður þe,ss flutti svo stutt
ávarp um tilgang hins fyrirhugaða bindindissambands krist-
inna safnaða. Hófust þá umræður og meðal þeirra sem til
máls tóku var séra Björn Magnússon, prófessor, sem flutti
ágætt erindi um slíka starfsemi á Norðurlöndum.
Sumir fundarmanna töldu sig ekki hafa fullt umboð safn-
aða sinna til að samþykkja að svo stöddu stofnun þessa sam-
bands, þörf væri á meiri undirbúningi. Samþykkt var tillaga
um að æskilegt væri, að stofnað yrði bindindissamband
kristinna safnaða, og þar sem nokkrir safnaðafulltrúar
höfðu fullt umboð frá söfnuðum sínum, skyldi þetta heita
stofnfundur, kosin bráðabirgða stjórn og efnt svo hið fyrsta
til framhalds stofnfundar.
Lengi höfum við, kristnir menn í landinu, sungið:
„/ fornöld á jöröu var frækorni sáð,
þaö fæstum var kunnugt, en sums staðar smáð.
Það frækorn var guðsríki’, í fyrstunni smátt,
en frjóvgaðist óðum og þroskaðist brátt.
Og frækornið smáa varð feiknastórt tré “
Flest líknar- og siðbótarfélög hafa lagt vanmáttug í upp-
hafi til atlögu við ýmislegt það, sem kalla mátti ofurefli.
En yfir öllu slíku verki hvílir jafnan blessun Guðs, og því
hefur hið upphaflega veikburða orðið máttugt til að leysa
margan fjötur, gefa mörgum frelsi, græða margt sár, lækna
marga meinsemd og breiða blessun yfir óteljandi heimili.
Og „þar sem vér erum umkringdir af slíkum fjölda votta“,
reynum við að „létta á oss allri byrði og viðloðandi synd, og
þreytum þolgóðir skeið það, sem oss er fyrir sett, og bein-
um sjónum vorum til Jesú, höfundar og fullkomnara trúar-
innar.“
Vel fer sjálfsagt á því, að Bindindissamband kristinna
safnaða fer hægt og varlega af stað. Lofar ekki miklu, en
undir vernd hans, sem sigurinn gefur, hefur það göngu sína
í von og trú. Engar kröfur er þar að hræðast, og það verður
í hendi safnaðanna sjálfra að búa því framtíð og setja því
lög og reglur. Söfnuðir hvar sem er í landinu geta nú gerst
félagar þessa Bindindissambands kristinna safnaða. Þar með
geta þeir greitt góðu málefni jákvætt atkvæði og gert veikan
þráð að óslítandi björgunartaug, sem margir munu blessa í
fylling tímans.
fltiarp
Frá konungshöllinni í Stokkhólmi, 16. febrúar 1962.
Án efa er æskulýðurinn og áfengið eitt mesta
vandamál þjóðarinnar um þessar mundir. Því mið-
ur fer áfengisneyzlan vaxandi, og sérstaklega með-
al hinnar uppvaxandi kynslóðar. Vegna þeirrar
framtíðarhættu, sem þetta hlýtur að hafa í för
með sér, verður að gera allar hugsanlegar ráðstaf-
anir til þess að ráða bót á þessu böli.
„Veitið ekki æskumönnum áfengi“ er kjörorð
þeirrar sólmar, sem nú er hafin á sem víðtækast-
an hátt í öllu þjóðfélaginu, og er orð í tíma talað.
Heilshugar tjái ég þessum góða tilgangi samúð
mína og hollustu, og óska að þessi sókn nái sem
allra bezt, fyrst og fremst til þeirra, sem að er
stefnt, en veki einnig bergmál og umhugsun meðal
æskumannanna sjálfra.
Einbeittur vilji og gott samstarf gefur góða von
um mikinn árangur hins góða verks í þágu æsku-
lýðsins.
Gustav Adolf.