Eining - 01.06.1962, Blaðsíða 7

Eining - 01.06.1962, Blaðsíða 7
EINING 7 þessu æskufólki örlítið föstudagskvöldið 19. maí, þá var danskvöld í æskulýðsheimilinu. Ég sá unglinga dansa eftir grammófóns og segulbandsmúsík. Mér var þá hugsað til ís- lands, þar sem helzt duga ekki minna en 3—4 hljómsveitarmenn, svo unga fólkið geti dansað. En þarna í Kiel blessaðist þetta á- gætlega, og ekki var annað að sjá en allir skemmtu sér hið bezta. Þess skal getið að dansað var í tveimur stofum. í annarri dönsuðu 14—16 ára unglingar, en í hinni 17 ára og eldri. Nagler hefur slík danskvöld vikulega í æskulýðsheimilinu. Mér sýndist mjög geðþekkur blær yfir þessu kvöldi, sem mér gafst tækifæri að sjá og fylgjast með. Unga fólkið dansaði af miklu fjöri og Nagler umsjónarmaður sagði mér að þýzk æskulýðsheimili teldu mikinn ávinning að slíkum unglinga dansleikjum, þar sem ung- lingar skemmtu sér án áfengis og foreldrar gætu verið óhrædd um börn sín fyrir spill- andi nætursvalli og slæmum félagsskap. í samræðum við unga fólkið heyrði ég, að það taldi áfengið mesta slysavald í hinni miklu umferð bæjanna, spillti hamingju fjölda heimila og stefndi æskunni á óhollar brautir. Dagurinn ber mér ijúfar minning- ar um æskuglaða unglinga með heilbrigðar lífsskoðanir. G. Þ. -K -)< -K Gunnar Þorláksson, for- maöur UT-félags stúkunn- ar Einingar, var á vor- þingi Umdæmisstúkunnar nr. 1 kosinn umdæmis- gæzlumaður ungtemplara á Suöur- og Vesturlandi. — Við bjóSum Gunnar vel- kominn til slarfa. -x -K * Ágætur félagsskapur, ÞjóSdansafélagiS, hefur starfað í Reykjavík um rúmlega 10 ára skeið. Þjóðdansafélagið vinnur merki- legt brautryðjendastarf á sviði þjóðdansa. Tilgangur félagsins er fyrst og fremst sá, að endurvekja gamla íslenzka dansa og þjóðlög og gamla búninga. Árlega efnir fé- lagið til námskeiða í þjóðdönsum, bæði fyr- ir börn og fullorðna, en kenndir eru þar hvorutveggja íslenzkir og erlendir dansar, auk söngkennslu. Hefur starfsemi þessi not- ið vinsælda. Félagslíf hefur verið gott hjá þjóðdansafélaginu. Á samkomum og skemmtunum þess hefur alltaf ríkt heil- brigt skemmtanalíf, þar sem áfengisneyzla er óþekkt. Mgnd þessa af Grund í EyjafirSi lók norskur ferðamaður, P. .1. Sörk, fyrir nokkrum áratugum. Hættum að dýrka heimskuna Sl. Sunnudag hélt Félag ungra Fram- sóknarmanna unglinga-„Bingó“ að Hót- el KEA. Húsfyllir var og mikill áhugi ríkti meðal hinna ungu samkomugesta. Guðmundur Karl Pétursson, yfir- læknir, flutti þarna kjarnyrt og þrótt- mikið erindi um skaðsemi tóbaks. Yf- irlæknirinn skýrði m. a. frá niðurstöð- um nefnda, sem skipaðar voru færustu vísindamönnum, og komust þær allar að sömu niðurstöðu, að sígarettureykingar auka og margfalda hættuna á lungna- krabba, hjartasjúkdómum og bronkítis, og eru því viðsjárverð drápstæki. Þá minntist yfirlæknirinn líka á, að lungna- krabbi er þjáningarfullur og ógnvekj- andi sjúkdómur. Og þar sem reyking- ar eru höfuðorsök hins ört vaxandi lungnakrabba er ljóst, að við sjálf höf- um það á valdi okkar, að fækka stór- lega lungnakrabbatilfellum með því ein- faldlega, að reykja ekki. Þeir, sem aldrei byrja á því að reykja, eiga ekki á hættu að verða lungnakrabbanum að bráð. Því mælir öll skynsemi með því að byrja aldrei á þeirri vitleysu, því að enginn veit fyrirfram um afleiðingarn- ar. Að lokum hvatti ræðumaður hinn fríða hóp til að mynda öflugt tóbaks- bindindisfélag, sjálfum sér til heilla og hamingju, en Akureyrarbæ til mikils sóma og vegsauka. Yfirlækninum var þökkuð þessi ágæta ræða með dynjandi lófataki. Ég þakka F.U.F. fyrir þeirra góða framtak, sem var þeim til sóma og ég vona góðu málefni ávinningur. — Þessi skemmtun var til fyrirmyndar og ein- mitt þannig á allt ungt fólk að skemmta sér — hvar sem er — í skólunum, á opinberum stöðum, úti og inni — án tóbaks og án áfengis. Æskufólk, þið vitið, að áfengi og tóbak á ekki neina jákvæða hlið, en fjölmargar neikvæðar, sem þið öll þekkið, fleiri eða færri. Tó- baks- og áfengisnautn flytur með sér sjúkdóma og sorgir, og oft fjárhagslega erfiðleika og áhyggjur. Það eru því síð- ur en svo æskilegir förunautar, og þið eigið að hafna þeim skilyrðislaust. Einhvers staðar stendur: „Mannap- inn horfði svo lengi upp í himininn, að hárin hættu loks að vaxa á enni hans.“ Við viljum víst ekki láta telja okkur til apa, nú á tímum, og hárið er löngu dottið af enni okkar. En sýnum það þá, að við stöndum öpunum eitthvað fram- ar. Hættum að apa heimskuna hvert eftir öðru. Horfum til himins, til ljóss- ins. Þar býr gæfa okkar í nútíð og framtíð, og það mun áreiðanlega auð- velda okkur að vaxa frá soranum og gleyma jafnauvirðilegum hlutum sem áfengi og tóbak vissulega er. J. K. -□- GJAFIR OG GREIÐSLA TIL BLAÐSINS Stefán Guðmundsson, Hólum, Dýrafirði, 150 kr., frú Hjaltína M. Guðjónsdóttir, Núpi, Dýrafirði, 150 kr., frú Sigurlaug Er- lendsdóttir, Laugarvatni, 100 kr., NatManael Mósesson, Þingeyri, Dýrafirði, 100 kr., Sig- urður Kristjánsson, Leirhöfn, N-Þing., 500 kr., Kristján Sigfússon, kaupmaður, Reykja- vík, 200 kr., frú Guðný Gilsdóttir, Arnar- nesi, Dýrafirði, 100 kr., Árni Vilhjálmsson, Reykjavík, 100 kr. frú Bjargey Pétursdóttir, ísafirði, 300 krónur. Guðjón Jónsson, Tunguhálsi, Skagafirði, 300 kr. Þórarinn Magnússon, Reykjavík, 100 kr., Carl Ryden, kaupmaður, Reykjavík, 100 kr. Sigurður Vilhjálmsson, Hánefsstöðum, Seyðisfirði, 100 krónur. Bezlu þakkir.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.