Eining - 01.01.1964, Blaðsíða 11

Eining - 01.01.1964, Blaðsíða 11
EINING 11 Fimmtíu ára: Hefur starfað hálfa öld. Hlúð að ríki guðs á jörð. Blessun lagt á barnaf jöld, og blessun yfir Hafnarfjörð. Bríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði var stofnaður 20. apríl og stóðu að stofnuninni um 100 kjósendur. Fyrsta guðs- þjónusta safnaðarins var í Góðtemplarahúsinu á sumar daginn fyrsta. Gerðist séra Ólafur Ólafsson, fríkirkjuprestur í Reykjavík einnig prestur fríkirkjunnar í Hafnarfirði, sá fyrsti, en hann var þjóðkunnur ræðugarpur og skörungur, atkvæða- maður í sinni stétt. Hafnfirðingar hugðu fljótt til kirkjubyggingar. Þeir reistu fyrsta templarahús landsins og fríkirkjusöfnuðurinn reisti fyrstu kirkju Hafnarfjarðar. Henni var valinn áberandi og góður stað- ur á nokkuð háreistu bjargi. Hlutafélagið Dvergur tók að sér að smíða kirkjuna fyrir 7900 krónur. Að öllu leyti var mikill röskleiki þarna að verki og fullsmíðuð stóð kirkjan snemma í desember þetta fyrsta ár safnaðarins, og vígð var hún svo 14. dag mánaðarins. Það var viðburður í bænum, er kirkjuklukkum var hringt þar í fyrsta sinn. Áður höfðu Hafnfirðingar þurft að sækja kirkju að Görðum á Álftanesi. Hn fyrsta guðsþjónusta í kirkjunni var mjög hátíðleg og talið að þar hafi verið 7—800 manns. Fyrsti organleikari kirkjunnar var Friðrik Bjamason, tónskáld og hafði hann æft sönginn fyrir vígsluathöfnina. Að kvöldi vígsludagsins var svo fagnaðarsamkvæmi í Góð- templarahúsinu. Víst var hinn nýstofnaði söfnuður heppinn í prestsvalinu og honum það mikill vinningur að fá að njóta séra Ólafs, þessa áhugamanns, um 17 ára skeið. Og heppnina hefur söfnuðurinn alltaf haft með sér, því að næst tók við einn bezti ræðumaður- inn í klerkastétt landsins, séra Jón Auðuns, nú dómprófastur í Reykjavík. 16 ár var hann prestur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Og nú er svo þriðji presturinn, séra Kristinn Stefánsson, búinn að vera prestur kirkjunnar rúm 17 ár. Eftir áratuga samstarf á sviði félagsmála, getur undirritaður um það borið með góðri samvizku, að séra Kristinn er mesti mannkostamaður, búinn þeim beztu, góðum gáfum, hyggni og vammlausu lífi, ræðumaður svo góður, að hann bregst helzt aldrei, en hann er svo hógvær maður, að eg geri ráð fyrir að þetta hrós mitt særi hann, en hann verður að þola það, og er hér ekki mikið sagt. Hann er þjóðkunnur fyrir sitt félagsmálastarf, var lengst allra annarra stórtemplar Stórstúku íslands, var um árabil skólastjóri Reyk- holtsskóla og hefur nú síðustu árin verið áfengisvarnaráðunautur og formaður áfengisvarnaráðs ríkisins. Eg vona, að eg geti við tækifæri sagt frá draum konu einnar í Hafnarfirði, sem ótvírætt bendir til þess, að séra Kristni hafi verið fyrirhugað prestsembætti Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Það er áreiðanlega ekkert smáræði, sem söfnuðurinn er búinn að fóma hinu kristilega starfi sínu undanfama áratugi alla, kosta hundruðum þúsunda króna til kirkju sinnar, viðhalda henni, endurbæta og fegra, leggja henni til mikið og vandað pípuorgel, nýja stóla. Við allt þetta og margt ótalið hafa verið að verki fórnfúsar sálir og þjónustufúsar hendur. Mætti þar nefna ekki sízt kvenfélag safnaðarins og einnig bræðrafélag. í afmælisgrein, sem Gísli Sigurgeirsson, fulltrúi í Hafnarfirði skrifar, minnist hann á sérstakan hátt tveggja manna, og seg- ir þar: „Jón Þórðarson frá Hliði tók við formennsku safnaðarstjórnar á öðru starfsári safnaðarins og gegndi því á meðan heilsa og kraftar leyfðu, og svo var hann meðhjálpari og umsjónarmaður kirkjunnar allt til þess að kraftar hans biluðu. Hann imni mjög þessari kirkju og fórnaði kröftum sínum fyrir hana. Hinn maðurinn er Guðmundur Einarsson, trésmíðameistari. Hann var einn af stofnendum safnaðarins og hefur komið mjög við sögu þar. Hann var einn þeirra, sem beittu sér fyrir bygg- ingu kirkjunnar í upphafi og það hafa engar breytingar farið fram í kirkjunni síðan, svo að hann hafi ekki verið með í ráðum og lagt þar hönd á plóginn og tekið lítið gjald fyrir. Þessum félögum svo og öllum, er lagt hafa lið til eflingar og til að breyta og prýða kirkjuna á liðnum árum, eru færðar þakkir á þessum merku tímamótum“. Það er ekki út í bláinn, að þessa merka afmælis Fríkirkjunnar er minnst hér í blaðinu, því að á liðnum áratugum hafa allmargir góðtemplarar í Hafnarfirði verið meðal sterkustu og áhugasöm- ustu manna safnaðarins. Einn þeirra, Kristinn Magnússon, mál- arameistari, er meðhjálpari og umsjónamaður kirkjunnar. Annar Guðjón Magnússon, skósmíðameistari, hefur verið formaður safn- aðarstjórnar 25 ár. Aðrir í stjóminni em: Jón Sigurgeirsson, fulltrúi, Gísli Sigurgeirsson, heilbrigðisfulltrúi, Jónas Sveinsson, forstjóri og Guðjón Jónsson, kaupmaður. 16 manns em í kirkju- kórnum. Organleikari er frú Marín Gísladóttir Neumann. AFMÆLISHÖFIÐ Það var haldið að kvöldi dags afmælisdaginn, laugard. 14. des- ember, í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði, og hófst með borðhaldi klukkan 7, um 120 manns sat hófið. Meðal gesta vom: prestarnir, séra Kristinn Stefánsson, prófasturinn séra Garðar Þorsteinsson og fríkirkjupresturinn í Reykjavík, séra Þorsteinn Björnsson og frúr þeirra, bæjarstjórinn í Hafnarfirði, Hafsteinn Baldvinsson og frú, auk margra annarra starfsmanna fríkirkjunnar og vel- uxmara hennar, kvenna og karla. Hófinu stjórnaði varaformaður safnaðarstjórnar, Jónas Sveins- son, en aðalræðuna — minni kirkjunnar, flutti Sigurgeir Guð- mundsson, skólastjóri. Auk þess fluttu ávörp áður taldir prest- amir þrír og bæjarstjórinn, einnig Guðmundur Einarsson, einn af stofnendum safnaðarins, og er hans getið hér að framan, enn- fremur Loftur Bjarnason, en Gísli Sigurgeirsson las upp skeyti, Fríkirkjan í Hafnarfirði, og þjónandi prestur hennar i 17 ár, séra Kristinn Stefánsson.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.