Eining - 01.01.1964, Blaðsíða 15

Eining - 01.01.1964, Blaðsíða 15
EINÍ NG 15 Eins og fleiri þjóðir standa Tyrkir andspænis vaxandi áfengisvandamáli. Þeir hafa því lögleitt þá ráðstöfun, að í hverjum skóla skuli vera góðtemplara- deild, til þess að nemendur geti sam- kvæmt frjálsu vali tekið þátt í slíku félagsstarfi. Hverri slíkri deild skal stjórna sérstakur kennari og veita fræðslu um áfengisvandamálið. Góð- templararnir leitast við að dreifa fræðsluritum og bókum í alla skóla. Þörfin er mikil, segir blaðið. Stjórnarvöldum landsins lízt vel á þessa starfsemi. Góðtemplaraeyjan Fyrir nokkru keyptu tyrkneskir góð- templarar dálitla eyju við strönd Izmir (Smyrna). Þar reisa einstöku félagar sér sumarbústaði, en allstór strand- lengja er þó tekin frá sem ferðamanna- dvalarstaður, eins og áður sagt og gera menn ráð fyrir templaragestum þar frá öllum löndum heims. Svæði við Marmarahafið hefur einnig verið keypt sem dvalarstaður ferðamanna, einnig önnur lóð í Antalíu við suðurströndina. 1 Istanbul hefur félagsheimili góðtempl- ara verið gerð góð skil, og fleira telur sænska tímaritið fram. Um eitt hundr- að þúsund félagar eru nú í góðtempl- arahreyfingunni í Tyrklandi. Þetta eru vissulega töluverðar fréttir. Geta þær ekki hitað ofurlítið blóðið í okkur, eða erum við um of haldnir aura- hyggju og ofmettaðir gæðum? -K + Alltaf gleðja Sóum minna, seðjum heldur svanga munna úti um heim, ángri skortur öllum veldur, indælt er að líkna þeim. Reynum sérhvert böl að bæta bróður vors, ef þjáist hann. — Alltaf gleðja, aldrei græta eða særa nokkurn mann. P. S. EE! IVSeðmælavísa Kaupandi blaðsins sendir því eftirfarandi vísu og kynnir hana um leið: Einar Ólafsson í Skáleyjum, Breiða- firði, sendi Eyjólfi Einarssyni, Eyja- jarli, bónda í Svefneyjum, vísuna um Ólaf Teitsson og með honum sem vitnis- burðarseðil. Frómur, dyggur, fáorður, furðuhagur er hann, sinnistryggur, siðprúður, svona reyndist mér hann. (Rauðskinna 3. hefti). >000000000000000000000 Um síðustu jól var eg að velta fyrir mér jólakorti, sem eg fékk í fyrra frá norskum manni. Ætti eg að senda hon- um enn eitt kort? Fannst eg þurfa að stytta þann lista minn. Eftir skamma stund barst mér norska blaðið Folket og þar var mynd af þessum ágæta reglu- bróður og vini,og nú var hann dáinn í hárri elli, 86 ára. Hann var hraust- menni og hetja. Seinast er fundum okkar bar saman, kom hann og settist hjá mér við veizlu borð í Bergen, hress og sterkur eins og áður, en þá yfir áttrætt. Maður þessi hét Ola Sande, kennari að mennt. Hann var einn þeirra manna, sem ekki gleymast. Fyrstu kynni okkar verða mér ógleymanleg, og eg vil geyma mæta minningu hans í fám orðum hér í blaðinu. Árið 1946 féll mér það happ í skaut að fá að vera eins konar fulltrúi Stór- stúku. Islands á fyrsta stórstúkuþingi Norðmanna eftir síðari heimsstyrjöld- ina. Þingið var háð í Álasundi, bæ sem mér er kær frá æskuárum mínum. Þá var Ola Sande stórtemplar Norðmanna og stjórnaði því þinginu. Það gerði hann mjög röggsamlega. Yfir þinginu og öllu í sambandi við það var viss fögnuður, sem vonlegt var eftir hörmungar undan- farinna ára. Öll norska þjóðin var þá fagnandi, þótt víða blæddu djúp sár. Frá árinu 1937 til 1949 var Ola Sande stórtemplar norsku stórstúkunnar, það er öll styrjaldarárin. Um dugnað hans og afrek á þeim erfiðu árum fyrir góð- templararegluna veit líklega enginn til Laxness svarar spurningum Á þessum blaðamannafundi útvarps- ins voru spyrjendur Bjarni Guðmunds- son, blaðafulltrúi og Matthías Johann- essen, ritstjóri. Forvitnin varð að þessu sinni yfirsterkari venju minni, því að oftast sinni eg ekki þessum spurninga- þætti og ekki heldur þættinum: Efst á baugi. Meðal annars hef eg andstyggð á tónhrotunum sem fylgja þessum þátt- um. Mætti ekki bjóða eitthvað geðugra? Mikið taldi eg mig sælan, þar sem eg sat og hlustaði, að hafa ekki lesið neitt eftir alla þá menn, sem minnst var á í sambandi við stefnur ísma og skáldskap, ekki einu sinni orð, svo að eg muni, eftir Hamsund. Hlæja má nú hver sem vill að þessu hrósunarefni mínu. Auðvitað hef eg lesið sumt af bókum Nóbelsverðlaunaskáldsins. Lax- ness gaf mér eina þeirra og skáldið veitti mér þá ánægju að heimsækja mig eitt sinn, er eg átti heima í Canada. Hefur mér verið ljóst síðan, að hann er mikið prúðmenni, skáld er hann mik- ið einnig, þótt umdeildur hafi verið. Að eg legg orð í belg í sambandi við blaðamannafund útvarpsins, er ein- göngu vegna þess, að eg vil láta í Ijós sérstakt þakklæti mitt til skáldsins fyr- ir það, hve djarflega og hreinskilnislega hann talaði um hina þýzku heimspeki sem yfirgripsmikla plágu. Þótt eg sé ófróður í þeirri veröld, hef eg lengi verið sannfærður um, að til íslands barst mikil óhollusta frá Bran- des-isma og Nietzche-isma. Við menn- irnir erum oft of fljótir á okkur að gleypa alls konar kenningar og taka trú á ýmsar stefnur, ef þær eru nógu ákaft boðaðar. Blaðamannafundur útvarpsins veitti hlustanda stöku sinnum hjartanlegan hlátur, og hann er alltaf mikils virði. Pétur Sigurðsson. fulls, segir ritstjóri Folkets, öystein Söraa, en þá sögu þyrfti að skrifa, segir ritstjórinn. Það var víst engin hálfvelgja til í lífi þessa manns. Öll framkoma hans vitnaði um festu og merka skapgerð, og samkvæmt því rækti hann skyldur sínar og svo langt fram yfir það, sem skyldan bauð. Hann var kennari við bæði lægri og hærri skóla. Sögu hans kann eg auðvitað ekki að rekja, en hans er gott að minn- ast. Pétur Sigurðsson.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.