Eining - 01.03.1970, Síða 2
2
EINING
Frá Stórstúku ís
Heimsþing Hástúkunnai' verður háð í
Istanbul í Tyrklandi dagana 27. júní
til 2. júlí 1970. Á vegum Stórstúkna
hinna Norðurlandanna er þegar hafin
skipulagning hópferða templara til
Istanbul. Er boðað að ferðakostnaður
og uppihald verði á mjög hagkvæmu
verði.
Hástúkuþingið er að þessu sinni háð í
meiri fjarlægð frá Islandi en oftast áð-
ur og af því leiðir að ferðakostnaður til
þingsins og heim aftur verður meiri en
til landa í Vestur-Evrópu, en aftur á
móti er dvalarkostnaður lægri þar aust-
urfrá.
Að þessu sinni hefur ferðaskrifstofa
templara í Svíþjóð, Accent Esor, skipu-
lagt tiltölulega ódýrar hópferðir flug-
leiðis frá Málmey og Kaupmannahöfn.
Er þetta mögulegt vegna þess, að hér
er um að ræða svo mikinn fjölda fólks,
sem pantað hefir far á þingið í Istanbul.
Getur fólkið valið milli viku dvalar í
Istanbul, þ. e. þingdagana og fram-
lengdrar dvalar um viku, yrði síðan vik-
an notuð til ferðalaga um Tyrkland og
viðdvalar á baðströnd.
Tyrkland er forvitnilegt land fyrir
Vesturlandabúa, þar mætast Evrópisk
og austurlenzk menning og þjóðfélags-
hættir og landið er víða fallegt og bygg-
ingastíll borga og bæja víða með mið-
alda svip.
Talið er að þingið í Istanbul verði
merkisþing. Frá því síðasta hástúku-
þing var haldið í Lausanne í Sviss 1966,
hefur verið unnið að endurskoðun á lög-
um og starfsháttum I.O.G.T. og verður
endanlega fjallað um margþætt atriði
þeirra á hástúkuþinginu í sumar.
Má ætla að þetta verði tímamótaþing
í sögu Góðtemplarareglunnar.
Þeir templarar íslenzkir, sem hafa
hug á að sækja hástúkuþingið á næsta
sumri og vilja njóta niðursetts ferða-
kostnaðar, láti skrifstofu stórstúkunnar
vita, og mun hún gefa allar nauðsynleg-
ar upplýsingar um ferðatilhögun og
kostnað við ferðalagið.
a--------------------------------ö
10. norræna góðtemplaranámsskeiðið
verður 1970 í Askov-lýðháskóla í Danmörku
dagana 5.—13. ágúst. Aðalefni námsskeiðs-
ins verður alþjóðlegt samstarf og bræðra-
lag. — Gott viðfangsefni.
ands IO G T
PÁSKEMORGEN
Þetta fagra páskaljóð mun Helgi
Valtýsson hafa ort á 17 ára aldri.
Þvi miður er það ekki til á ís-
lenzku, og ekki mjög auðvelt að
þýða. Ritstj.
Deilig er du Páskemorgen.
Lys og höy som takkebönn.
Gudsbörns hjerter glemmer sorgen,
nár du rinner jubelskjönn.
Jesus Krist stod opp fra döde.
Döden tapte. Livet vant,
og i Páskens morgenröde
Dödens rædsel helt forsvant.
Hjertens takk, du Frelser kjære,
for ditt Korsets dyre blod.
„Lov og takk og evig ære“ *
fordi du igjen oppstod.
* tlr gömlum páskasálmi mjög vinsælum.
FRÁ HÚSAVÍK
Góður unnandi Einingar og málefnis
hennar, Jóhannes Guðmundsson, fyrrv.
kennari á Húsavík, skrifar ritstjóra blaðs-
ins á þessa leið:
„Héðan er lítið að frétta af bindindis-
málum. Þó má geta þess, að hér starfar
alltaf barnastúkan Pólstjarnan nr. 126 með
miklum blóma. Hefur Kára Arnórssyni
skólastjóra tekizt prýðilega að halda í
henni lífinu síðan Sigurður Gunnarsson fór
héðan. Heita má að í henni séu öll þau börn
hér, sem til þess hafa rétt. Álít ég, að þetta
stafi m.a. af því hvernig starfseminni er
hagað. En það er í fáum orðum þannig, að
kennurunum er falið að undirbúa í deildum
þeirra stúkufundina. Má vera að með þessu
móti komi til nokkur samkeppni, og ekki
stendur á börnunum að leggja sig fram. Er
ánægjulegt að fylgjast með þessu starfi.
Stúkan fagnaði 25 ára afmæli sínu í vetur
mjög myndarlega og fékk þá elzti bekkur
skólans að bjóða foreldrum sínum til af-
mælisfagnaðarins."
Um áratugaskeið hefur þetta samstarf
kennara, skólastjóra og barnastúkna gefizt
prýðilega, en nú gerizt með ári hverju sem
líður erfiðara að fá þá góðu menn til gæzlu-
starfs barnastúknanna, og er það skaði, því
það hefur löng reynsla sýnt og sannað, að
góðar barnastúkur, sem er vel stjórnað, eru
hinn bezti uppeldisskóli. Um margra ára
skeið átti ritstjóri blaðsins þess kost að
kynnast allrækilega starfi barnastúknanna.
Þá var það víða mjög blómlegt og til fyrir-
myndar, stjórnað af ágætum áhugamönn-
um. Slíka starfsemi þarf nauðsynlega að
efla á ný.
Kennari og börn
Átökin við skaðvaldinn mesta.
Engan þarf að undra, þótt Hannes J.
Magnússon, skilningsríkur á mikilvæg-
ustu þætti mannlífsins, legði baráttunni
gegn áfengispúkanum ósvikið lið sitt.
Um þenna skæðasta skaðvald segir
hann:
„Drykkjutízka er sterkasta afsiðunar-
afUð í þjóðfélaginu. Hún brýtur niður
það, sem skólarnir og aðrar menningar-
stofnanir byggja upp.“
Hryggilegt er það, að þjóðir, sem kalla
sig siðmenntaðar, skuli enn í dag leggja
þessa háskalegu snöru fyrir börn sín.
Já, Hannes lagði bindindisstarfinu lið
sitt. Hann minnist á þetta nokkrum orð-
um á þessa leið:
„Auk skólastjórastarfsins, sem er
nægilegt starf hverjum meðal manni,
hafði ég mörgu öðru að sinna. Ég var
til dæmis yfirmaður unglingareglu Góð-
templara um sjö ára skeið. Því fylgdi
mikið skrifstofustarf og bréfaskriftir.
Þá var ég um leið ritstjóri tveggja tíma-
rita, Vorsins og Heimili og skóla. Ég
var æðstitemplar í stúku minni, Isafold,
og gæzlumaður barnastúkunnar minnar,
Samúðar. Það var mikið starf. Auk þess
var ég í mörgum félögum og í stjórn
margra þeirra. Þetta voru aðallega
menningar- og mannúðarfélög. Það var
að vísu ekki mikið starf í hverju einu,
en safnast þegar saman kemur.
Ég fann aldrei til neinnar verulegrar
þreytu þessi ár, þótt ég ynni frá því
klukkan 9 á morgnana og til klukkan
10—11 á kvöldin með tiltölulega litlum
hvíldum." — 138. og 234. bls.
Gott var að Hannes minntist þessum
fáu orðum á þetta veigamikla aukastarf
sitt, því að „gleymt er, þegar gleypt er.“
Svo fer oft um hin óeigingjörnustu
störf, að fljótt fyrnist minningin um
þau í iðukasti áranna.
Við elztu mennirnir eigum góðar
endurminningar um marga dugandi
samstarfsmenn, og heill öllum þeim, sem
hafa lagt og leggja enn fram lífsorku
sína til að rækta allt hið fagra og góða
í mannheimi og hlúa að því.
-K -K -X
Árið 1969 óx ölneyzlan í Finnlandi um
40%. Afbrotum fjölgaði um 30% og ölvun
við akstur um 13%.
Aðeins 30% af áfengissjúklingunum ná
nokkrum bata eftir læknismeðferð um viss
tímabil. — Godtemplarbladet.