Eining - 01.03.1970, Qupperneq 5
EINING
5
Einar Hannesson:
Hvernig þeir haga vinnubrögðum sínum
I Svíþjóð reyna bindindismenn að
þjappa sér betur saman, mynda stærri
heildir, breyta ýmsu í starfsfyrirkomu-
laginu og hagnýta sem. bezt ýmis tæki,
svo sem fræðslustofnanir, blöð og önnur
áróðurstæki, sem þeir ná til og hafa yfir
að ráða. Fyrirhuguð sameining IOGT
og NTO, þessara tveggja öflugu sam-
taka þar í landi, er einmitt liður í þessu
starfi. Segja má að svipað hafi verið og
sé að gerast í Finnlandi og Danmörku,
eins og lesendur Einingar hafa haft
fréttir af. Þetta sýnir sameining hinna
ýmsu bindindissamtaka í þessum lönd-
um. Hið sama gildir um Noi’eg, þó að
lögð hafi verið rneiri áherzla á önnur at-
í’iði en t.d. í Svíþjóð. Þó er nú ofarlega
á baugi sameining þriggja templai’a-
reglna, IOGT, IOGTC, DNGTO, en af
þeirn er fjölmennust hin fyrstnefnda. Þá
hefur átt sér stað í Noregi endurskipu-
lagning hjá Landsnefnd bindindismanna
eða Afholdsfolkets Landsnemd, eins og
hún heitir á máli þarlendi'a. En innan
vébanda nefndarinnar eru 17 landssam-
tök bindindismanna, auk héi’aðsnefnda
bindindismanna og félags bindindis-
manna í stói’þinginu. Fjölmennustusam-
tökin í þessum hópi eru Bindindisráð
kristinna safnaða, IOGT, Hið norska al-
bindindisfélag, (DNT) og Bindindisfé-
lag ökumanna, (MA). Síðastnefndu
samtökin eru afar öflug bæði í Noi’egi
og Svíþjóð, en þar í landi eru þau fjöl-
mennustu bindindissamtökin meðan
IOGT og NTO hafa ekki sameinast. —
Þess má geta að það er einmitt Lands-
nefnd bindindismanna í Noregi, sem
gefur út blaðið FOLKET, en það er talið
af sænskum bezta bindindisblað í heim-
inum.
Á vettvangi hins opinbei’a í Noi'egi
hefur einnig átt sér stað endurskipu-
lagning á þessu sviði. Um áramótin
1968—’69 tók til stai'fa Bindindisstofn-
un norska ríkisins eða Statens Edru-
skapsdirektorat. Leysti það af hólmi
Bindindisráð ríkisins, sem var hliðstæð
stofnun Áfengisvai’narráði hér. Bind-
indisi’áðið hafði verið stofnsett árið
1936. Á vegurn hinnar nýju bindindis-
stofnunnar fer fram allt starf, sem
í’íkisvaldið lætur í té á þessu sviði. Sér-
stök 7 manna stjórn er yfir stofnuninni
FRAMHALD FRÁ FYRRA BLAÐI.
og er hún skipuð af konungi. Þá er starf-
andi 24 manna fulltrúaráð, en í því eiga
sæti fulltrúar opinberra stofnana, ráðu-
neyta, félagssamtaka atvinnulífsins og
bindindissamtakanna. — Eiga samtök
bindindismanna í’étt til að tilnefna 10
menn í ráðið. Ennfremur stai’far í sam-
bandi við fi’æðsludeild bindindisstofn-
unarinnar sérstök fagnefnd og eiga
bindindissamtökin helming fulltrúa í
nefndinni.
I seinni grein vei’ður vikið nánar að
starfsemi bindindisstofnunarinnar og
landsnefnd bindindismanna og rætt um
það, sem er að gerast hjá IOGT í Noi’-
egi.
Einar Hannesson.
Ljós á vegi
Fyrir síðastliðin jól kom út bók, sem
heitir Lj ós á vegi og er eftir séra Lárus
Halldórsson. Utgefandi er Styi'ktai’sjóð-
ur líknar- og mannúðarmála, en hann
er á vegum Elli- og hjúkrunarheimilis-
ins Gi’undar í Reykjavík.
Bók þessi er mjög aðgengileg og á
henni góður frágangur. Hún er ,,hug-
vekjur," ætlaðar hvei’jum degi ái'sins.
Þær eru stuttar, þetta 6—8 línur og
þreyta því engan, en sjálfsagt ætlaðar
hljóðri stund. Ein þeirra skal bii’t hér
sem gott sýnishorn:
„Vökum og verum algáðir." 1. Þess.
5, 6.
Guð vill kenna oss að nota tímann rétt
í hinu smáa. Enginn getur alltaf verið
að vinna stói’vii’kin, sumum er það aldrei
ætlað. En þeii’, sem stói'vii'kin unnu,
voru glaðvakandi við hið smáa. Það er
öllum ætlað — og enginn veit, hvenær
það er orðið stórt. Hverja stund getum
vér kappkostað að gera skyldu vora,
fyrst og fremst í bæn og hlýðni við
Drottin. Af því sprettur allt gott í lífi
manns.“
Á þetta atriði leggur bókin öll mesta
áherzlu, og er það heppilegt. Ég játa
það, að stundum ónáðar mig töluvei’t,
sérstaklega eftir því sem aldur minn
hækkar, viss guöfræði í sumum bókum
trúaðra manna, en það er hin látlausa,
einfalda og stei’ka boðun guðstrúarinn-
ar, sem er hin mikla þörf mannkynsins.
Hún er einmitt það, sem betrar rnenn í
guðstilbeiðslunni, en sundrar ekki eins
og fi’æðimennskan gerir oft.
I hinni ágætu bók, Helgi Sveinsson,
presturinn og skáldið, sem kom út á sl.
ári, er ein stólræðan hans öll í ljóðum.
Niðui’lag ljóðsins kemur sérstaklega í
hugann, þegar í'ætt er hér um trúna.
Hér skulu tilfærð aðeins þrjú stef:
Frá jörðu til himins er byggð sú brú,
sem ber allan þjóðanna skara.
Það heilaga stórvirki heitir trú.
Um hana skal mannkynið fara.
Af trú, sem er manninum mild og sterk,
skal mótast öll ævinnar saga,
svo líf hans sé málað sem listaverk
úr litbrigðum jarðneskra daga.
Því björt sé vor hugsjón og heil vor trú
í hverfulleik jarðneskra kjara.
Frá jörðu til himins er byggð sú brú,
sem bæn vor og líf á að fara. — H. Sv.
Tilgangur bókai’innar „Ljós á vegi,“
er að efla og styrkja daglega þessa trú.
Bókin er pi’entuð í Prentsmiðju
Suðurlands hf„ Selfossi.
P. S.
-k -K. -k
Heilaskaðar ofdrykkjumanna.
Sænskur dósent, Boris Silverskjöld, seg-
ir, að mjög hafi þessar heilaskemmdir of-
drykkjumanna orðið tíðari eftir að hætt
var áfengisskömtuninni í Svíþjóð. Að
meðaltali bætist við einn maður, með ó-
læknandi heilaskemmd, aðra hverja viku,
eftir langvarandi ofdrykkju.
Frásögn af þessum upplýsingum dósents-
ins birti Dagens Nylieter og fleiri blöð á
Norðurlöndum.
Eins og oft áður hefur þarna komið í
ljós, að það eru hömlurnar, áfengisskömtun
eða bann, sem bezt draga úr meinsemdinni,
halda henni í skefjum.
-k
Andstœður
Víst ertu fögur, veröld og góð,
og veitul á fyllingu gæða.
Menn elska þig, dá þig og yrkja þér ljóð,
öll ósköpin lofgerðarkvæða.
En svo geisar styrjöld og streymir þá
blóð,
og stórsárin þjóðanna blæða.
Hví getur þú verið svo grimm og svo flá,
að granda því bezta og hjörtun að þjá,
og himnanna bænir að hæða?
P. S.