Eining - 01.03.1970, Page 7

Eining - 01.03.1970, Page 7
EINING 7 manna, alþýðumaðurinn Hans Nielsen Hauge (1771—1824) ferðaðist um landið, þvert og endilangt í 8 ár (1796—1804) og boðaði trú og góða siði, og varð mikið ágengt. — Fylgjendur hans voru nefndir Haugianar, eða Lesarar. — Áhrifa frá hon- um gætir enn mikið í kirkjulífi og þjóðlífi Norðmanna. — í Gyldendals Konversasjons Leksikon (Alfræðabók) segir orðrétt: „Haugianere har efter Hauge været ledere baade i det aandelige og politiske liv.“ Yfirvöldin vildu þagga þessa hreyfingu niður. — Álitu að Hauge bryti lög og rétt og settu hann í fangelsi. Þó barðist Hauge engu síður fyrir verklegum framkvæmdum: Verzlun, iðnaði, landbúnaði, jafnvel verk- smiðjuiðnaði, og kunni sjálfur tök á mörgu af þessu. — Hreyfingin varð ekki þögguð niður með valdboði. Athyglisverðast fannst mér um helgi sunnudagsins hjá Norðmönnum: Flaggað um allan Noreg, og ekki með neinum smá- spírum, heldur með risatrjám úr skógum Noregs. — Þá mátti ekki vinna nema það allra nauðsynlegasta, þá mátti ekki hafa þvott úti, þá mátti ekki sinna peningamál- um. íslandsferð. — Á þessum Noregsárum mínum (1906) var hafin ferð til íslands í sumarfríinu. — Norskur kennari, Rustöen að nafni, gekkst fyrir henni, leigði skip og samdi ferðaáætlun. —- Ég þekkti þennan mann ekkert, en hann mæltist til þess að ég yrði með sem túlkur, og ég lét ekki segja mér það tvisvar. — Ekkert kaup fékk ég, en allt frítt. — Ferðafélagarnir voru 30—40, flest Norðmenn, en einnig nokkrir Danir og Svíar, allt íslandsvinir. — Norsk- ur prestur, Anders Hovden, skáld og rit- höfundur, var einn ferðafélaginn. — Þetta var góð ferð og skemmtileg. — Nokkurt reiptog varð um tillögu okkar, að ferða- mennirnir fengju ókeypis samastað á ís- lenzkum heimilum.—Var haldinn fundur um þetta. — Þar kom Ísafoldar-Björn, og lét að sér kveða sem fyrr: Sagði „að hverjum íslenzkum fyllirafti væri tekið með kostum og kynjum í Noregi, hvað þá öðrum, það væri ekki nema fjöður af fati okkar að hýsa þessa gesti nokkra daga.“ — Og þetta varð, og heimilin ekki af verri endanum. — Varð af æfilöng vinátta hjá mörgum. Presturinn vistaðist hjá ísafold, hann flutti stólræðu í Dómkirkjunni. — Það var farið til Þingvalla og Reykholts, og náttúr- lega á hestum, konurnar riðu í söðlum, og þætti hægt farið nú, en þetta blessaðist stórslysalaust, og allir voru ánægðir. Svo kom 1905, hið mikla skilnaðarár við Svía, eftir nær 100 ára samvinnu, sem oft var erfið. — Það var gaman að taka þátt í þessari baráttu, þessum sigri, þó ekki greiddi maður atkvæði (íslendingur). — Það stóð stundum tæpt með stríð milli frændþjóðanna þessa daga. — En fyrir milligöngu góðra manna og viturlega sam- vinnu fór allt vel. — Þjóðin var frjáls, fékk sinn konung og sjálfstjórn. Reyndist stjórn- in, með Chr. Michelsen, útvegsmann, í broddi fylkingar, ágætlega, í samvinnu við víðsýna blaðamenn. — Nansen gekk á milli Englands og Danmerkur og talaði máli Noregs. — Þjóðaratkvæðið var 13. ágúst 1905. 85.4% landsmenn greiddu atkvæði með skilnaði. Norska flaggið, fallega, var ,,hreint“ 9. júní. Já, mikið var um að vera þetta sumar. -— Ég var svo fræg að taka á móti konungi, ásamt hundruðum þúsunda, 25. nóvember, í slydduveðri. — Það voru miklir hátíðis- dagar. Það þurfti mikið harðfylgi, dugnað, þrautseigju og atorku til að ná sjálfstæði og áliti þjóða. — Landið var harðbýlt, en þjóðin harðdugleg, lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna, þótti stundum hörð í horn að taka, en var trygg og vinföst, nægjusöm og sparsöm. Eftir sjálfstæðið 1905, var unnið af kappi við allskonar framkvæmdir og framfarir: Verksmiðjurnar miklu í Rjukan á Þelamörk voru enn bættar, útvegurinn stóraukinn, skólar reistir, samgöngur bættar. Landið var stórt, víða strjálbyggt og harðbýlt, ekki sízt á hinni miklu strand- lengju. — En þar vermdi landið hlýr haf- straumur, svo epli spruttu jafnvel fyrir norðan heimskautsbaug. — Þarna var mikil sjósókn, fiskveiðar, siglingar, stórskipa- smíðar, útgerð. En mest fannst mér æfinlega til um hina miklu skóga Noregs, í dölunum og hinum breiðu byggðum. —• Það var landsins bezta eign. Mikið voru skógabændur voldugir, mikið var um skógarhögg. — Trjánum var fleytt niður árnar, að sögunarmyllum eða til hafs. — En ekki mátti ofbjóða skógin- um, þá fór illa. — Skógræktarfélag Norð- manna var stofnað 1898, til að jafna metin. Síðan hafa þúsundir og hundruð þúsund trjáa verið grædd um allan Noreg. Þessar endurminningar, um veruna í Noregi um aldamót, eru festar á blað til gamans. — Síðan eru tvær heimsstyrjaldir um garð gengnar með öllum sínum hörm- ungum. — En vinsemd Norðmanna til ís- lendinga hefur ekki breytzt. — Það er og hefur alltaf verið gott að vera íslendingur í Noregi. Verið í Guðsfriði, góðu Norðmenn! Sérprentun úr Heima er bezt. H. B. Raddir œskumanna: Spurningar og svör. íslenzkukennari 4. bekkjar Gagnfræða- skóla Siglufjarðar lagði fyrir nemendur sína eftirfarandi spurningar: Hvers vegna er það svo áberandi að ungl- ingum leiðist? Hvað gerir lífið skemmtilegt? Hvert liggur lífsbrautin ? Unglingarnir svöruðu svo skriflega í ís- lenzkutíma. Svörin birti svo blaðið Reginn, sem bindindismenn á Siglufirði gefa út stöku sinnum. Samkvæmt ósk nemendanna voru nöfn þeirra ekki birt. Spurt um leiðindin: 1 Ég held að það sé alltof mikið gert af því að hugsa fyrir þá. Þeim er rétt allt upp í hendurnar. Þegar þeir eiga svo að fara að gera eitthvað upp á eigin spýtur, finnst þeim það of erfitt og leiðinlegt að vinna að því sjálfir. Mörgum leiðist skólinn og það er af því, að þeir halda að þeir séu að gera það fyrir kennarana að vera í skóla og læra. 2. Okkur er rétt allt upp í hendurnar. Og það sem maður hefur ekkert fyrir eða hugs- ar um sjálfur, missir maður oft áhuga á. Ætlumst síðan til að okkur sé rétt nýtt verkefni upp í hendurnar og missum allan áhuga á að finna okkur sjálf áhugaefni að vinna að. 3. Leiðindi unglinga geta stafað af mörgum ástæðum. Mér leiðist ef ég hef ekki góðan vin, sem ég get treyst. Unglingar hafa mikla þörf fyrir góðan félagsskap og er því þörf á meiri samskiptum milli unglinga. Oft hafa unglingar sterka þrá eftir að fara eitthvað langt eða nálgast það sem litlir möguleikar eru á að hægt sé í raunveru- leikanum. Leiðir það oft til þess að við reynum að sýnast meiri en við erum og veldur það leiðindum og vonbrigðum. Við eigum að reyna að vera glöð og finna það bezta út úr lífinu. Til þess á skólinn og fullorðna fólkið að hjálpa okkur. 4. Þegar leiði kemur í ungt fólk, þá hygg ég að það stafi af því, að það hefur úr svo miklu að velja og veit ekki hvað það á að þiggja og hverju að hafna. Leiðinn stafar örugglega líka af því, að unglingurinn hef- ur ekki sett sér neitt visst takmark í lífinu til að stefna að. 5. Ástæðan fyrir því að unglingum leiðist er fyrst og fremst sú, að þeir hafa ekkert fyrir stafni. Meirihluti unglinga, sem er í skóla, nennir ekki að læra fyrir næsta dag. Og þeir sem læra heima eru að drepast úr leiðindum yfir því. Önnur ástæða fyrir leið- indum unglinga er peningaleysið. Það er sama hvað lítið þeir þurfa að veita sér, þá verður að fara og betla af foreldrum sínum. 6. Ég álít að unglingum leiðist af því að þau hafa enga ákveðna lífsstefnu. Velmeg- unin er orðin svo mikil, að fólk gerir sig ekki ánægt með það sem það hefur. Því finnst það aldrei hafa nóg. 7. Það sem fyrst og fremst veldur lífsleiða hjá unglingunum, er hið sífellda eirðarleysi hjá flestum þeirra. Þau keppast við að reyna sem flest, kynnast öllu, sem oft reyn- ist svo fánýtur hégómi. Þetta er af pví að of mikið er um að vera hjá fólki í dag. Of mikill hraði og hávaði. Lítill friður og ró, en það er einmitt það sem fólk þarfnast fyrst og fremst og unglingarnir ekki síður.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.