Eining - 01.03.1970, Page 14
14
E I N I N G
ÓFÖGNUÐUR SLYSANNA
Spakur maður hefur sagt, að ekkert
sé nýtt undir sólinni. Okkur eldri kyn-
slóðinni finnst þó æðimargt nýtt hafa
komið til sögunnar. Sumt mikill ham-
ingju- og blessunargjafi, ef menn kunna
að meta eitthvað, en margt hefur líka
reynst geigvænn slysavaldur.
Eftir að járnbrautir tóku að bruna
um löndin, urðu oft hörmuleg járn-
brautarslys. Svo dró úr þeim, en þá
komu bílarnir og urðu einn versti slysa-
valdur sögunnar. Síðan bættust svo við
flugvélarnar og urðu skæðustu mann-
drápararnir í styrjöldum, og á friðar-
tímum hafa flugslysin einnig verið hroll-
vekjandi, auk þess sem þær eru að gera
flestar þjóðir að eirðarlausum flökku-
lýð. Ekki virðist slíkt samt gera fólk
rólegra né óánægðara en afar okkar og
ömmur voru alla ævi sína í eina og sama
fjalldalnum, þar sem menn sungu af
hjartans sannfæringu:
„Inn til fjalla, inn til fjalla,
þar vil ég mína ævi búa,
að mér fjalladísir hlúa.
Þótt ég gangi frosnum fótum
fram með bláum jökulrótum.
Þar er ég svo frjáls og frí
fjallborg helgri luktur í.“
Flugslysin eru árlega bæði mörg og
mannskæð. Stundum ferst um hundrað
manns í einu og stundum miklu fleiri,
og því stærri sem flugvélarnar eru alltaf
að verða, eru slysin þeim mun mann-
skæðari. Þau eru að heita má ný viðbót
við öll slysin, sem fyrir voru.
Bílaslysin eru hryllilega mörg víðs-
vegar um heim. Til dæmis fórust í einu
landi — Bandaríkjunum 49 þúsundir ár-
ið 1965. (Mbl. 13. febr. 1965). Áfengis-
neyzlan á sinn drjúga þátt í umferðar-
slysunum. Árið 1968 voru um 560 öku-
menn teknir til blóðrannsóknaríReykja-
vík, vegna ölvunar við akstur. Einn ók
á Sjálfstæðishúsið. „Hann var einfald-
lega fullur," sagði fréttablaðið.
Einn slysavaldurinn eru sígaretturn-
ar. Enginn veit hve miklu tjóni þær
valda árlega, en vitað er að þær hafa
stundum valdið hótelbruna og grandað
mörgum mannslífum. Hvar fékk 5 ára
barnið, sem sat í rúmi foreldra sinna
og kveikti í rúmfötunum, eldspýturnar?
Lágu þær hjá sígarettupakka á borði hjá
rúminu ?
Ein brunafregnin var í spurningar-
formi: „Sígarettuglóö eldsupptökin?“
Eldsupptökin eru oft ókunn, en áreiðan-
lega er sígaretta þar oft að verki. Er
óhugsanlegt að hún hafi á átt einhvern
þátt í því, að „95 milljónir fuóruóu upp
hjá íslendingum árið 1968.“ (Mbl. 20.
febr. 1969).
Þenna slysalista er ekki vert að lengja
að þessu sinni, þótt af nógu sé að taka.
ÞESSI AUGLÝSIR
SlGARETTUNA
Á A\.VA\ HÁTT
E\ IILÖUIV
Áfengispúkinn
aS verki
Margar eru fréttirnar af illverkum
áfengispúkans. Seint á liðnu ári var ung-
ur marður ákærður fyrir manndráp, ók
ölvaður og fataðizt stjórnin á bílnum
og olli banaslysi. Ö1 hafði hann drukkið
og öl hafði hann meðferðis í bílnum og
vinstúlkuna hjá sér í framsætinu. Bæði
slösuðust þau.
Banaslysin af völdum ölvaðra öku-
manna eru alltíð í flestum eða öllum
menningarlöndum.
Annar ungur maður í Noregi hafði á
vissu tímabili kveikt í 22 kjöllurum og
einum stigagangi, auðvitað ölvaður, en
sagðist ennfremur hafa verið leiður á
lífinu og mjög einmana. Aldrei hefði
neitt gerst, sem hann hafði áhuga á.
Svo viðburðarlaus var heimur þessa and-
lega gjaldþrota unga manns.
❖
Oft eru fréttir innlendu blaðanna eitt-
hvað á þessa leið: „Alvarlegt umferðar-
slys á Glerárbraut.“ Þar slasaðist fólk
og tveir bílar urðu næstum ónýtir.
„Bílstuldur endar með dauðaslysi.“
Langferðabílnum var ekið út í Leirvogs-
á. Maðurinn sem komst lífs af játaði
„að þeir hefðu verið við skál.“
„Stal hrosshúð,“ sem metin var á 3720
kr. Seldi hana fyrir 400 kr. og „keypti
sér ákavítisflösku.“ Vann það til að geta
svalað áfengisþorstanum, að gerast þjóf-
ur.
„Ofdrykkja og óregla algengasta
heimilisbölið.“
Þessi er slóð áfengispúkans alls stað-
ar.
*
í Danmörku álíta sérfróðir menn á
sviði áfengismála, að þar í landi muni
vera um 1500 konur áfengissjúklingar.
Þannig er haldið áfram að eitra líf þjóða
margvíslega. Ljót sú rangnefnda menn-
ing.
*
Snemma á árinu 1969 kom ungur mað-
ur, „slæptur eftir nokkra drykkju, til
lögreglunnar og bað um húsaskjól vegna
þess að hann væri drukkinn og vildi
ekki fara heim. Um nóttina notaði ungi
maðurinn eitthvað af fötum sínum til
þess að hengja sig, fannst hann því
dauður að morgni.
Ein blaðafregnin bar eftirfarandi
fyrirsögn: NauSgaði 17 ára stúlku.
Maður þessi, kunnur áður af afbrot-
um, sat að drykkju með tveimur bræðr-
um og systur þeirra 17 ára. Bræður
hennar brugðu sér frá til að ná í meira
áfengi. Á meðan misþyrmdi hann ungu
stúlkunni.
Annað skipti voru menn að koma af
svokallaðri skemmtun. Þá var ungur
maður barinn til óbóta. Enn var þar
áfengispúkinn að verki, drukknir menn.
*
„Dæturnar komu heim í „annarlegu
ástandi.“— Eiturnautnir skyldar áfeng-
inu. — Alltaf sama sagan.