Eining - 01.12.1971, Síða 3
Pétur Sigurðsson var ritstjóri og ábyrgðarmaðm* Einingar
frá upphafi. Samvinnunefnd Stórstúku Islands, Iþróttasam-
bands Islands, Ungmennafélags Islands og Sambands bind-
indisfélaga í skólum stuðluðu fyrst að útgáfu blaðsins. I
fyrstu ritnefndinni áttu sæti auk ritstjórans Páll S. Pálsson
stud. jur., Jón Gunnlaugsson stjómarráðsfulltrúi, Gísli Sig-
urbjömsson forstjóri og Guðmundur Sveinsson stud. theol.
1. tbl. Einingar kom út í nóvember 1942. 1. árg. endar í
desember 1943 og telur 14. tbl.
Sú breyting verður í júlí 1943, að Ingimar Jóhannesson
fulltrúi tekur sæti í ritnefndinní í stað Páls S. Pálssonar. í
október 1945 lætur Guðmundur Sveinsson af störfum í rit-
nefnd. Við sæti hans tekur Magnús Jónsson stud. jur., fyrrv.
f j ármálaráðherra.
I ársbyi’jun 1947 verður sú breyting, að auk áðurnefndrar
samvinnunefndar verða fultrúar í útgáfunefnd frá Presta-
félagi Islands, Áfengisvamanefnd kvenna, Alþýðusambandi
íslands og Sambandi íslenzkra baraakennara. 1 nefndinni
voru: Pétur Sigurðsson, formaður, Gísli Sigurbjörnsson, fé-
hirðir, Jón Gunnlaugsson, ritari, frú Sigríður Bjömsdóttir,
sr. Jakob Jónsson, Ingimar Jóhannesson yfirkennari, Stefán
Jónsson kennari og Stefán Runólfsson frá Hólmi.
I 3. tbl. 1948 er bréf frá Alþýðusambandi íslands, sem
óskar að hætta stuðningi við útgáfu Einingar. I sama tölu-
blaði eru ekki taldir upp áðumefndir nefndarmenn, en rit-
stjórinn getur þess, að blaðið sé gefið út með nokkrum fjár-
styrk frá Stórstúku íslands, íþróttasambandi Islands og
Sambandi bindindisfélaga í skólum. Eftir marz 1948 sér rit-
stjórinn einn um útgáfu blaðsins.
Lesa má í 3. tbl. 1950, að blaðið nýtur einungis styrks frá
Stórstúku íslands og Iþróttasambandi Islands. Þannig helzt
skipan mála, þar til í september 1953. Þá getur ritstjórinn
þess, að Eining njóti fjárstyrks frá Stórstúku íslands og
ríkinu. Stórstúkan mun liafa veitt blaðinu nokkurn fjárstyrk
árlega og hið opinbera frá árinu 1953.
Árið 1955, er Áfengisvarnaráð hafði tekið til starfa, veitti
það blaðinu Eining styrk, enda birti það fréttir af starfi þess.
Ýmsir einstaklingar og fyrirtæki studdu blaðið með fjár-
framlögum, og birti ritstjórinn oft nöfn þeirra.
Á fjárlögum 1948 var Pétri Sigurðssyni veittur styrkur
til bindindisstarfa og smáupphæð til erindreksturs. Þó var
hann engum háður með störf sín, og mun það sennilega eins-
dæmi, að menn hljóti slíkt traust hjá Alþingi. Styrks þessa
naut Pétur til dauðadags.
Kristján A. Kristjánsson fyrrv. kaupmaður og Pétur
Bjömsson erindreki veittu aðstoð við bókhald nokkuð á ann-
an áratug.
Islenzkir. ungtemplarar fengu til umráða blaðsíðu í Ein-
ingu í október 1957. Nánar er greint frá þessu undir „Sumar-
mál“ í efnisflokki um ungtemplara.
Pétur Sigurðsson ritstjóri og sr. Kristinn Stefánsson
áfengisvarnaráðunautur fóru þess á leit vorið 1969 við undir-
ritaðan að gera efnisskrá Einingar. Þegar ég tók að mér
þetta verk, gerði ég mér vart grein fyrir, hve umfangsmikið
það yrði og vandasamt. Fékk ég því til liðs við mig eftirtalda
nemendur í bókasafnsfræðum við Háskóla íslands: Matthildi
Marteinsdóttur, Kristínu Blöndal, Nönnu Bjamadóttur og
Eirík Einarsson. Kann ég þeim beztu þakkir fyrir mikils-
verða aðstoð.
Af ýmsum ástæðum, sem hér verður ekki skýrt frá, hefur
dregizt að láta prenta efnisskrána. Síðan gengið var frá
henni komu út árið 1971 fjögur tölublöð. En eins og kunnugt
er, lézt Pétur Sigurðsson í febr. 1972. Lagðist útgáfa blaðsins
þá alveg niður.
Ólafur Haukur Árnason núverandi áfengisvarnaráðunaut-
ur hefur verið þess mjög hvetjandi, að efnisskráin yrði prent-
uð og auk þess látið gera efnisyfirlit 29. árg. Ég þakka fyrr-
verandi og núverandi áfengisvamaráðunautum góða sam-
vinnu um framgang verksins. Þá vil ég einnig færa frá Maríu
Pétursdóttur þakkir fyrir áhuga þann, sem hún hefur sýnt,
um prentun efnisskrárinnar.
Eins og sjá má á efnisyfirliti hér á eftir, hafa birzt í Ein-
ingu ýmsar greinar um önnur mál. Höfundur allra nafn-
lausra greina í blaðinu, næstum undantekningarlaust, er rit-
stjórinn. Ekki er alltaf auðvelt að flokka efni, og vera má,
að sitthvað megi finna að flokkuninni. Nafnaskráin á að auð-
velda notkun efnisskrárinnar, þar sem þar má finna í einni
stafrófsröð nöfn einstaklinga og félaga.
Ýmiss konar annríki hefur orðið þess aldandi, að ég hef
eigi getað gengið frá þessari skrá eins vel og ég hefði kosið.
I ljós hafa komið nokkrir smágallar, sem vegna formsins
er ekki auðvelt að kippa í lag. En ég geri mér vonir um, að
þrátt fyrir það megi skráin ná tilgangi sínum og auðvelda
kynni af ýmsum greinum um bindindis- og áfengismál og
ýmsu öðru efni, sem í Einingu hefur birzt.
Vandalaust á að vera að nota efnisskrána. Dæmi: 17 2
(1959)9. Lesist: 17. árgangur, 2. tölublað, árið 1959, blaðsíða
9. Tölur í Höfunda- og nafnaskrá vísa til efnisskrár.
Hér fer á eftir yfirlit um efnisskrána og aðrar aukaskrár.
Efnisskránni er raðað í töluröð. Tölurnar aftan við efnis-
flokkana gefa til kynna stærð þeirra og eru um leið lykill að
þeim.
Afmælisgreinar og Islenzk tunga 3660-3699
mannamimii 1-382 íþróttir 3700-3749
Bindindis- og Kveðskapur 3750-4418
áfengismál 383-1889 Kvikmyndir 4419-4430
Áfengi Listir 4431-4449
Áfengissala Minningarsj óðir 4450-4459
Alþingi Náttúrufræði 4460-4476
Bann Sagnfræði 4477-4495
Lögbrot Samband bindindisfélaga
Tryggingar í skólum 4496-4517
Ö1 Skemmtanir 4518-4557
Bókmenntir 1890-1934 Smælki 4558-
Brunamál 1935-1941 Spakmæli 4559-4574
Eftirmæli 1942-2167 Stjómmál 4575-4610
Eining (blaðið) 2168-2344 Tóbaksbindindi 4611-4719
Eiturlyf 2345-2351 Tómstundir 4720-4722
E ndurminningar, Tónlist 4723-4766
frásagnir, sögur og Trúmál 4767-5098
ævintýri 2352-2408 Umferðamál 5099-5224
Félagsmál ýmis 2409-2459 U ngmennaf élög 5225-5251
Ferðir 2460-2502 Ungtemplarar 5252-5442
Góðtemplarareglan 2503-3053 Uppeldis- og skólamál 5443-5658
Hástúkur Velferðarmál 5659-5683
Jaðar Vísindi og tækni 5684-5692
Skemmtifélög Þjóðfélagsfræði 5693-5765
Stórstúka Islands Ritfregnir
Ýmsar stórstúkur Höfunda- og nafnaskrá
Umdæmisstúkur Línurit
Undirstúkur Myndaskrá
Ýmsar undirstúkur Félagsstarf
Unglingareglan Mannamyndir
Ýmsar bamastúkur Listaverk og teikningar
Þingstúkur Staðamyndir
Heilbrigðismál 3054-3135 Ýmsar myndir
Hjúskapur 3136-3173 29. árg. 1971. Efnisyfirlit.
Hugleiðingar 3174-3615
ísland 3616-3659 Ólafur F. Hjartcur
saga
staðir