Jafnaðarmaðurinn - 10.03.1928, Blaðsíða 2

Jafnaðarmaðurinn - 10.03.1928, Blaðsíða 2
2 JAFNAÐARMAÐURINN Alþýðuflokkurinn í Danmörku 50 ára. Hinn 12. febr. s. I. varð Al- þýðuflokkurinn í Danmörku (Socialdemokratisk Forbund) 50 ára. Hvergi munu verkamenn vera jafn vel og traustlega knýtt- ir saman í faglegum og póli- tískum fjeiagsskap sem í Dan- mörku, enda er dönsk alþýða talin vera ein hin best mentaða í heimi. Saga verklýðshreyfing- arinnar í Danmörku er í mörgu lærdómsrík fyrir þá, sem enn eru stutt á veg komnir í þeim efnum, eins og t. d. okkur ís- lendinga. Fram til ársins 1878 voru eng- in jafnaðarmannafjelög til í Dan- rnörku. Verklýðsfjelögin voru sá grundvöllur, sem jafnt stjórn- málastarfsemi, sem kaupgjalds- og vinnutímakröfur byggist á. En eftir því, sem verklýðsfjelög- in urðu fjölmennari, fór að bera meira og meira á því, að stjórn- málastarfsemin var höfð í fyrir- rúmi og hitt komst síður að. Þessu þurfti að breyta. Þess- vegna varð það ákveðið, að gera hina pólitísku starfsemi verka- lýðsins sem sjálfstæðasta, en keppa þó jafnframt að þvr, að halda lifandi sambandi milli verkiýðsfjelaganna og stjórn- málafjelaganna. Hinn 12. febrúar 1878 var boðað tii stofnfundarins og hinn pólitíski fjelagsskapur grundvall- aður. Fjelagarnir urðu um 200. Síðan hefir verið haldið áfram í sömu átt. þá var jafnaðarmanna- flokkurinn sá minsti í landinu og svo stórkostlegt fyrirbrigði þótti stofnun þes:-a fjelagskapar, að lögreglustjórinn í Kaupmanna- höfn sendi gagngert eftir for- manni fjelagsins, A. C. Meyer, sem þá var 19 ára að aldri, til þess eins að fá að sjá hann. Nú er þessi flokkur hinn stærsti í Danmörku og að mörgu leyti heilsteyptasti stjórnmálaflokkur í heimi. Hefir hann fjölda ágætis- manna á að skipa og hefir kom- ið mörgu því, er verkalýðinn varðar mestu svo fyrir, að til fyrirmyndar er talið. Verk þess flokks er þjóðfjelagslöggjöf Dana, sem talin er fremst alira í sinni röð. Af yfirliti því, sem Social- Demokraten birtir 12. febr. um atkvæöafjölgun flokksins, sjest best hve hröðum skrefum hann hefir vaxið. Hjer fer á eftir yfir- lit þetta, lesendum til fróðleiks: 1879 767 atkv. 1881 1.689 — 1884 6.806 — 1887 8.408 — 1890 17.232 — 1892 20.094 — 1895 • 24.508 — 1898 31.872 — 1901 42.972 — 1903 55.593 — 1906 76.612 — 1909 93,079 — 1910 98.079 — 1913 107.365 — 1918 262,775 — 1920 (apríl) 300.394 — 1920 (sept.) 389.653 — 1924 479.845 — 1926 498.125 — Atkvæðamagn flokksins var við síðustu kosningar 117 þús. at- kvæðum meira en bændaflokks- ins, 222 þúsund atkvæðum meira en íhaldsflokksins og 347 þús. atkv. meira en Linna „frjálslyndu“. Nú eru í stjórnmálafjelögum 150 þúsund meðlimir — og fjölg- ar þeim dag frá degi. Auk þess, sem jafnaðarmanna- fjelögin hafa eflst svo mjög og náð svo langt á stjórnmálasvið- inu, hafa þau stutt að fjölda fyrirtækja, er flokkncm hafa mátt verða til styrktar, s. s. samvinnu- fjelagsskap, fræðslustofnunum, bóka- og blaðaútgáfu o. s. frv. Með gleði geta danskir jafnað- armenn litið yfir farinn veg og sjeð í hverju sínu spori heilbrigð- an vöxt, er lyft hefir þjóð þeirra upp í fremstu röð menningar- þjóða. Jaf naðarmann astjórni n f Noregl varð ekki langlíf. Eftir að hafa setið við völd í 14 daga fjekk hún vantrautsyfirlýsingu, er stuðn- ingsflokkur hennar — þeir „frjáls- lyndu“ — báru fram, og var samþykt. Hvergi hafa óheilindi „frjálslyndra,, komið jafn skýrt fram og í Noregi nú í þessu stjórnarstríði. Jafnaðarmenn höfðu ákveðið að mynda ekki stjórn fyr en þeir hefðu hreinan meirihluta. En svo reyndist hin- um flokkunum ókleyft að mynda stjórn. Mowinkel, foringi „frjáls- lyndra“ vildi mynda stjórn, en Melleby bændaforingi þóttist eiga að taka völdin. Hann reyndi og alt mistókst. Bað konungur þá afnaðarmenn að reyna. Lofuðu „frjálslyndir“ hlutleysi og mynd- aði þá Hornsrud jafnaðarmanna- oringi fyrstu jafnaðarinanna stjórn Noregs. Þegar er Hornsrud hjelt stefnuskrárræðu stjórnarinn- ar og flokksins og lýsti því yfir, Viðskiftakjör og verkalaun austfirskrar alþýðu. Nokkrar umræður hafa orðið nú undanfarið um verð á nauð- synjavörum hjer eystra og er þess síst vanþörf, að sú hlið á kjörum austfirskrar alþýðu sje athuguð nokkuð, þvíhvergi munu viðskiftakjör manna vera jafn slæm og hjer á Austurlandi. Eimir allmjög enn eftir áf þeirri „gömlu og góðu“ viðskiftavenju liðinna ára, að menn sjeu fjötr- aðir á viðskiftaklafa hjá einstök- um verslunum. Hjer í blaðinu mun reynt að skýra frá, hvereru hin raunveru- legu viðskiftakjör og verkalaun alþýðu í kaupstöðum og kaup- túnum hjer eystra og verður þá Noröfjörður tekinn fyrstur til athugunar og síðan hin kauptún- in og Seyðisfjörður, eftir því sem unt verður að afla upplýsinga. Ekki verður annað sagt, en að láns- og skuldaverslunin gamla haldist að mestu enn hjer á Norðfirði. Að vísu hefir dálítið losnað um hana á síðustu tveim árum, bæði af því, aö smákaup- mönnum hefir fjölgað, en þeir eiga algerlega tilveru sína undir því, að peningagreiðsla eigi sjer stað á vinnulaunum og afurðum — en þó einkum fyrir tilverknað Verkslýðsfjelag Norðfjarðar, er fjekk því ákvæöi komið inn í vinnusamninga fjelagsins við vinnurekendur 1925, að kaup- gjald alt skyldi greitt vikulega í peningum. Til þess að fá jafn sjálfsögðu ákvæði komið inn í samninga varð alt verkafólk að lækka kaup sitt um 5 aura á hverri klukkustund, og getur það því ekki talist fyrirhafnarlaust fengið. Það er því staðreynd, sem ekki verður hrakin, að fram til árs- ins 1925 var kaupgjald alment ekki greitt í peningum, heldur urðu verkamenn að taka á kaup sitt vörur við verslanir þær, er þeir unnu hjá, án tillits til þess, hvort þær væru þar dýrari eða ódýrari en annarsstaðar. Verkafólkið fer þannig á mis við lækkun þá á vörum, er hin marg- lofaða samkepni kaupmanna get- ur haft í för tneð sjer. Alment var þess vænst, er fjelagið hafði komið ákvæði þessu inn í samn- inga sína við atvinnurekendur, að nú yrði horfið frá hinni gömlu láns- og skuldaverslun og at- vinnufyrirtækin greiddu nú launin í peoingum. En hvað skeður? Aðeins eitt af atvinnufyrirtækjun- um — Verslunin Konráð Hjálm- arsson — greiðir kaupið viku- lega í peningum, eins og um var samið. Allir aörir, er samning- .inn höfðu undirskrifað og nokkra vinnu höfðu, komu sjer að mestu hjá allri peningagreiðslu og eng- inn annar greitt kaupið út reglu- lega, eins og þó líka var um samið. Þegar svo samningar fóru fram að nýju um áramótin 1927 var þetta ákvæði samningsins rýrt svo mjög, að nú er það einkis nýtt að heita má, enda greiðir nú ekki einn einasti atvinnurek- andi reglulega út kaup verka- fólks nema einn útlendur atvinnu- rekandi — Fóðurmjölsverksmiðj- an. þessi hlið málsins er tekin svo skýrt fram hjer, til þess að benda á, að þýðingarlaust er að halda því fram, að almenningur geti keypt vörurnar þar sem þær sjeu ódýrastar. Svo er ekki, nema þar sern kaupgjaldiö 'er greitt reglu- lega i peningum. þá nýfur sam- kepni kaupmanna sín, ef hún er nokkur, en fyr ekki. Þó nú sje búið að lögbjóða að kaupgjald skuli greitt vikulega í peningum, og enga samninga þyrfti þessvegna um það framar við atvinnurekendur, er það ekki gert að heldur. Það verður því að telja, að eins og nú er ástatt sje ekki unt að fá verkakaup greitt í peningum, sem neinu nemur, nema fyrir þá, sem ekk- ert þurfa að versla, s. s. ein- hreypa menn. Auðvitað eru ein- hverjar undantekningar til í þessu efni sem öðru, þær gera ekki annað en sanna regluna. En þó almenn útborgun kaup- Byggingasamþykt fyrir Neskauptún öðlaðist gildi 1. janúar þ. á. Samkvæmt henni verða allir þeir, er byggja vilja ný hús eða mannvirki, breyta eldri mannvirkjum eða flytja þau til, að sækja um leyfi bygginganefndar til þess. Leyfið fæst ekki nema umsókn hafi áður verið send til byggingafulltrúa kauptúnsins og honum fengin öll þau gögn, sem áskilin eru til þess að leyfið fáist, svo sem uppdrættir og því um líkt. Taki smiöir að sjer framkvæmd verks, án þess leyfi nefndar- innar sje fyrir, sæta þeir sektum eða annari ábyrgð samkvæmt fyrirmælum samþyktarinnar. Fyrir því er hjermeð skorað á alla þá, sem hlut eiga að máli, að hegða sjer í öllu eftir fyrirmælum bygginganefndar og bygg- ingafulltrúa. Byggingafulltrúi er Sigurður Hannesson, trjesmiðui og varafulltrúi Eiríkur Elísson, trjesmiður. Veita þeir allar upplýsing- ar þeim er þess óska. . Norðfirði. 1. mars 1928. Oddviti Neshrepps. að stjórnin teldi sjer skylt að starfa í öllu með hag hinnar vinnandi alþýðu einnar fyrir aug- umogfara sínu fram án tillfts til þess, hvað kæmi bönkunum og auðmönnum betur, kom það í Ijós, að stuðningur þeirra „frjáls- lyndu“ var búinn. Mowinkel lýsti því yfir, að hann mundi þá þegar flytja vantrautsyfirlýsingu á stjórnina og kváðust bændur og íhaldsmenn greiða henni at- kvæði. Þegar undir umræðunum kom í ljós hver væri ástæðan fyrir hinni skyndilegu breytingu „frjáls- lyndra“. Hún var sú, að bank- arnir töldu fyrirsjáanlegt, að stór- kostlegar innstæður auðmanna og verðbrjef yrðu flutt úr landi, gjalds hafi enn ekki unnist, þá hefir þó annað unnist, sem líka er talsvert mikils virði. Það er að verðlag á nauðsynjavöru hefir orðið jafnara en það var áður. Þær verslanir, sem jafnframt reka aðra atvinnu, hafa lækkað til muna verð á flestum nauð- synjavarningi, svo litlu lakara virðist vera að skifta við suma þeirra en smákaupmennina. Er það strax beinn vinningur verka- fólki með þó ófrelsið sje það sama fjármuni þá, er þeim inn- heimtist. Verklýðssamband Austurlands samjDykti á síðasta þingi sínu, að safna í hverju kauptúni skýrslu um verð á nauðsynjavörum, svo hafa mætti það til hliðsjónar í kaupdeilum. Hjer fer á eftir skýrsian fyrir Norðfjörð. Verð nokkurra nauðsynjavöruteg- unda við helstu verslanir á Norðfirði 1. mars 1928. Vörutegund * . ir ’Tn g— o > Versl. Sigf. Sv.* ** Versl. Bj. Bj.*** * 2 QJ u. <D > t: o 2 03 £ iri > _ o,4o o,6o o,6o o,8o (080) o,8o 13,- 1,6o l,2o 0,95 0,85 (330) 2,7o 1,95 (075) o,3o 1,00 (040) Rúgmjöl . . pr. kg. Hveiti ... Hrfsgrjón . . Sagogrjón. . Hafragrjón . Kartöflumjöl. Kartöflur . pr. sekk Rúsínur . . pr. kg. Sveskjur . . Sykur (höggv.) Strásykur . . Kaffi (óbrent) Kaffibætir. ■ Smjörlíki . • Dósamjólk . pr. dós Sódi . • • • Pr- kg- Sápa ... Steinolía . . o,4o 0,60 o,55 0,80 0,55 o,8o 13,50 1,90 1,30 0,90 0,80 3,55 3,00 2,20 0,80 0,25 0,80 0,38 0,42 0,60 0,65 0,90 0,65 0 90 16,00 1,80 1,40 0,95 0,85 3,60 2,70 2,10 0,80 0,30 0,90 0,40 0,35 0,54 0,54 0,72 0,54 0,68 12,60 1.70 1,25 0,85 0,78 3,00 2.70 1,60 0,68 0,27 0,90 0,4 o 0,39 0,60 0,60 0,75 0.60 0,80 12,00 1,20 1,40 0,90 0,80 3,30 2,70 2.10 0,75 0,3o o,9o (040) Meðaltal .... Meðaltal peningav. 33,08 29,77 35,92 32,33 30,1C 30,10 30,49 28,66 32,00 28,80 Kol . . pr. loo kg.| 5,5oj 5,5o| ef jafnaðarmannastjórnin tæki við. Bankarnir höfðu farið fram á við stjórnina, að stofnað yrði einskonar innlánssamband, er all- ar lánsstofnanir tækju þátt í og stjórnin tæki ábyrgð á. Þessu neitaði verkamannastjórnin. Sneru þá bankarnir sjer til Mowinkels og tókst að fá hann til þess að afstýra hættunnil! Vantraustsyfirlýsing þeirra „frjálslyndu“ var samþykt með 88 atkv. gegn 63. Losnaði liorns- rud og samherjar hans þannig við það, að verða „karklútur“ banka- valdsins í Noregi eins og hann orðaði það, en Mowinkel tókst það veglega hlutverk á hendur. Af skýrslu þsssari er augljóst, að talsverður verðmunur er enn á nauðsynjavarningi verslananna. — Nú ber að gæta þess, að þær verslanir, sem hafa yfir mestri atvinnu að ráða, eru strangastar með að krefjast við- skifta verkafólksins. Er það því augljós óhagur fyrir verkamann- inn, að verða að kaupa þar nauðsynjavörur sínar hœrra verði en annarsstaðar er hægt að fá þær. Munar það fljótt á mikilli verslun. Aldrei verður hægt að koma því viö, að krefjast þess, aö þær verslanir, er jafnframt versluninni hafa yfir vinnu að ráða, selji alt jafn ódýrt og ó- dýrustu smákaupmenn eöa sjer- verslanir geta selt, og þessvegna verður krafan um peningagreiðslu á kaupgjaldinu alveg jafn eðli- leg og sjálfsögð. Annað aðalatriðið, sem fyrir verður, þegar ræða á um lífskjör og afkomu verkafólks, er vintiu- tíminn. Hjer á landi er ennþá enginn vinnutími lögboðinn eins og allvíða er orðið í öðrum löndum. Víðast hvar hefir þó verkalýðsfjelögunum tekist að fá 10 stunda vinnudag viðurkend- an og kaudgjaldið miðað við hann. Qengur þetta sennilega þar, sem um tímavinnu er að ræða, og taxtar eru ákveðnir fyrir eft- irvinny og næturvinnu. Aftur á móti er þessi vinnudagur enn ekki viðurkendur fyrir þá, sem eru árs- eða mánaðarráönir. Mán- * Peningaverð versl. er lo prc. lægra. ** Peningaverð versl. er 6 prc. lægra. *** Peningaverð. — Þær vörur, sem verðið er tilfært á innan sviga, hafa verslanir þegsar ekki, en er, vegna meöalv'., sett sem næst veröi þeirrar verslunar, er líkast verð hefir að öðru leyti.

x

Jafnaðarmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.