Okkar á milli - 01.06.1983, Qupperneq 6

Okkar á milli - 01.06.1983, Qupperneq 6
Sáldþiykk eftir GRAFÍKTTLBOÐ/ Asdísi Sigþórsdóttur /USTASAFN VERAUDAR Bók mánaðarins Jafnvel með afborgunum Eins og við höfum áður tekið fram mun Veröld bjóða félögum sínum myndlist og nytjalist með jöfnu millibili. Við höfum valið þá leið að biðja listamenn um að vinna sérstök verk fyrir okkur og leggjum áherslu á að þau séu í háum gæðaflokki. Fyrsti listamaðurinn sem við kynnum er grafíkerinn Asdís Sigþórsdóttir, sem vakið hefur verðskuldaða athygli fyrir myndir sínar undanfarið ár. Myndverk það sem hún hefur unnið sérstaklega fyrir Veraldarfé- laga.einungis í 60 eintökum, er sáldþrykk. Asdís hefur talsvert unnið með þeirri tækni, sem krefst mikillar ögunar og vinnuvöndunar af listamanninum. Varðandi efnis- val segist Ásdís oftsinnis setjast niður til að vinna að alvarlegum raunsæisverkum en ævintýrið beri sig oftast ofurliði. I þessari mynd Ásdísar eru 13 þrykk og hefur henni tekist afskaplega vel að skapa sterkt, en fallegt myndverk. Sýningar Ásdís hefur haldið eina einkas ingu í Gallerí Langbrók, en hún félagi í Islenskri Grafík og hef tekið þátt í samsýningu með hópi. Ásdís sýndi ennfremur á sýningu Gngra myndlistarmanna I að Kjarvalsstöðum og seldust öll eintök mynda hennar sem föl voru. Jafnframt vinnu við eigin verk hefur Ásdís verið mynd- menntakennari við Barnageðdeild Landspítalans. Ásdís er fædd í Reykjavík 1954 og var við nám í Grafíkdeild Myndlista- og hand- íðaskóla Islands þar sem hún útskrifaðist 1980. Árið 1981 opnaði hún eigið verkstæði og fæst nú eingöngu við myndi' HVAÐ ERVEROLD Ókeypis fréttablað Hliðstætt verk kostar ekki undir 1800 kr. á sýningum en Veraldarfélögum býðst það á 980 kr. Fyrsta mynd Veraldar Við viljum benda félögum okkar á að líklegastmunu margir sækjast eftir að eignast þessa fyrstu mynd sem unnin er fyrir Bókaklúbbinn Veröld. En eintökin eru einungis sextíu svo við verðum að láta þá sem fýrstir panta ganga fyrir. Sérstaklega skal þeim fjölmörgu aðilum sem sáu mynd Ásdísar á skrifstofum okkar og föluðust eftir eintökum, bent á að þeir verða sem aðrir að panta á pöntunar- seðlinum sem fylgir „Okkar á milli". Þeir sem hafa hug á að eignast sérstök númer verða að taka það fram og ef hæqt er að verða við óskum þeirra verður það qert. Myndina er bæði hægt að fá innrammaða og óinnrammaða. Við römmum inn fyrir þá sem þess óska í vandaða danska álramma sem sérstaklega eru litaðir hvítir fyrir þessa mynd og ólíklegt er að hægt sé að fá myndina innrammaða annars staðar í jafn vandaðan ramma fyrir jafn hagstætt verð. Stærð myndan 50x60 cm. Stærðramma: 55x70 cm. Eintakaljöldi: 60 Klúbbverð (óinnrömmuð): 980 krónur Klúbbverð (innrömmuð m/passe- partout): 1.580 krónur myn^f verði viðráðanlegu 7W • • • Þegar þú gengur í bókaklúbbinn Veröld greiðir þú ekkert félagsgjald og skuldbindur þig ekki til að kaupa neina bók né taka nokkru tilboði klúbbsins. Eina sem þú þarft að gera er að afpanta bók mánaðarins ef þú hefur ekki áhuga á að eignast hana. Þú getur sagt þig úr klúbbnum hvenær sem er án þess að hafa keypt nokkuð, en þér munu þá ekki bjóðast önnur tilboð Veraldar. I hverjum mánuði færðu heimsent fréttablað Veraldar „Okkar á milli'' ókeypis. Hverju fréttablaði fylgir pöntunarseðill er fylltur skal út af þeim er vilja taka einhverju hliðartilboðanna eða afpanta bók mánaðarins. En þeir sem vilja fá bók mánaðarins eina þurfa ekkert að gera, því hún er send öllum þeim er ekki afpanta hana. I hverjum mánuði kynnum við í fréttablaðinu bók mánaðarins sem valin er með það fyrir augum að sem flestir félagsmanna hafi af henni gagn og ánægju. Bókin er eins og áður sagði send til allra þeirra er ekki afpanta hana innan tiltekins.frests, sem að þessu sinni er 20. júní. Ef þú gleymir að afpanta og kærir þig ekki um bókina er þér heimilt að senda okkur pakkann óopnaðan innan tíu daga og greiða einungis sendingarkostnað til baka. ®VERÖLD [l^J ÍSLENSKI RÓKAKI.ÚBRURINN Með bókum og öðrum tilboðum Veraldar mun fylgja sérstakur gíróseðill sem greiða má í öllum bönkum, sparisjóðum eða pósthúsum innan tíu daga frá dagsetningu hans. Ef um stærri eða dýrari verk er að ræða munu félagar greiða með tveimur eða fleiri afborgunum.

x

Okkar á milli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.