Okkar á milli - 01.01.1986, Blaðsíða 4
FRÉTTABLAÐ VERALDAR:
OKKAR Á MILLI. © BÓKA-
KLÚBBURINN VERÖLD. ÁBM.:
GÍSLI BLÖNDAL. ÚTLIT: ÁS-
GRÍMUR SVERRISSON.
SETNING SAMSETNING. LIT-
GREINING, FILMUVINNA,
PRENTUN OG BÓKBAND:
ODDI HF. SENT ÁN ENDUR-
GJALDS TIL ALLRA FÉLAGA (
BÓKALÚBBNUM VERÖLD.
Agæti félagi!
S
Aliðnum vikum hefur Veröld
gengist fyrir félagaöflun.
Nýjum aðiium hefur verið
gefinn kostur á að ganga til liðs við
okkur og um leið boðinn til kaups
bókarpakki á gjafverði. Nokkrir
eldri félagar hafa spurst fyrir um
það hvort þeir eigi ekki einnig kost
á þessu tilboði. Því er til að svara
að öllum þeim sem gengið hafa í
klúbbinn hefur verið gefinn kostur
á ámóta tilboði. Tilboðin hafa
verið mismunandi á hverjum tíma
og í flestum tilfellum jafn rausnar-
leg og nú.
Við hina fjölmörgu nýju félaga
viljum við segja: VELKOMIN I
VERÖLD! Það er von okkar að þið
eigið eftir að njóta vel veru ykkar
í klúbbnum. Veröld er bókaklúbbur
allrar fjölskyldunnar með menning-
arauka í hverjum mánuði.
Rétt er að minna alla félaga á að
óski þeir EKKl að fá bók mánaðar-
ins verða þeir að afþakka með þvf
að senda inn svarseðilinn eða
hringja í síma 91-29055 áður en
afþökkun-arfresturinn rennur út.
Gleðilegt og gott bókaár!
Gísli Blöndal
framkvœmdastjóri.
ormur
GAMANSÖGUR
DRAUGASÖGUR
Hér eru á ferðinni tvær þrælgóðar
bækur fyrir unga lestrarhesta. í
bókinni DRAUGASÖGUR eftir Doris
Jannausch eru stórspennandi sögur af
dularfullum atburðum. Ein sú magnaðasta er
af blóðsugunni, öðru nafni Vampýrunni á
Kastalabergi. Bókin lesist við blaktandi
ertaljós.
MSÖGUR eftir Hans Baumann er
laust skemmtilegt safn af gamansögum,
p^em hugmyndfluginu er gefinn laus
inn. Og hláturinn lengir lífið.
NR. 1334
NORI
MÁLARALIST
Listaverkabók sem
stendur fyrir sínu.
Veröld býður félögum sínum listaverkabókina
„Norræn myndlist" á einstaklega góðu verði,
aðeins 569 krónur.
Bjöm Th. Bjömsson listfræðingur ritstýrði þessari
íslensku útgáfu, en bókin var á sínum tíma gefin út á
öllum Norðurlöndunum. Undirtitill bókarinnar er
„expressjónisminn ryður sér braut“.
í bókinni .Norræn málaralist" em um 40 litmyndir
af þekktum norrænum listaverkum og ritgerðir
listfræðinga um listamennina.
KLUBBVERÐ KR. 398
k.
NR. 13í !5
KLÚBBV ERÐ KR. 569
SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA VERALDAR
eraö Bræðraborgarstíg 7, Reykjavík. í vetur höfum við opið frá kl. 9 til kl. 17
(einnig í hádeginu).
Pöntunar- og afpöntunarsíminn er 91-29055 (sjálfvirkur símsvari utan
skrifstofutíma), almenn skrifstofa sími 91-29339.