Okkar á milli - 01.02.1988, Blaðsíða 9

Okkar á milli - 01.02.1988, Blaðsíða 9
Eftirlætisréttir nútlmafólks Áhugi á mat og matreiöslu hefur fariö vax- andi hér á landi hin síðari ár eins og kunn- ugt er, og matreiðslubækur eru því vinsælli og eftirsóttari en áöur. Veröld hefur reynt aö bjóöa félagsmönnum sínum sem best úrval af matreiðslubókum, og í þetta sinn höfum viö valið bókina Nýir eftirlætisréttir, en í henni eru uppskriftirfimmtíu kunnra Islend- inga. Forvitni Ásta R. Jóhannesdóttir og Einar Örn Stef- ánsson hafa tekið bókina saman, en útgef- andi er Vaka-Helgafell. í formála segja þau m.a.: „Forvitni um fólk hefur löngum fylgt okkur Islendingum. Og á seinni árum ber svo viö, aö viö erum orðnir býsna forvitnir um mat og matreiðslu. í þessari bók er reynt aö sameina þetta tvennt meö þeim hætti, aö fimmtíu þjóökunnir íslendingar draga úr pússi sínu - eða sinna - uppskrift að ein- hverjum þeim rétti, sem þeir hafa sérstakt dálæti á...“ Úr öllum stéttum Þeir sem koma við sögu eru úr öllum stétt- um þjóðfélagsins: listamenn, íþróttamenn, fjölmiðlamenn, athafnamenn, stjórnmála- menn, verkalýðsforingjar og vinnuveitend- ur svo aö fáein dæmi séu nefnd. Og af hverjum þátttakanda birtist heilsíðu Ijós- mynd, sem Jóhannes Long og Inga Hulda Guömundsdóttir hafa tekið. Einnig prýöa bókina teikningar eftir Brian Pilkington. Önnur bókin Fyrir nokkrum árum kom út hjá Vöku bókin Eftiriætisrétturinn minn. Hún hlaut góöar viðtökur og seldist fljótt upp. ,,Nú er enn höggvið á sama knérunn,“ svo aö aftur sé vitnað í inngangsorð umsjónarmannanna, „enda orðið tímabært að fletta hulunni af matarsmekk annarra fimmtíu þekktra ís- lendinga, gægjast ofan í pottana og vita hvað er á seyði í eldhúsum þeirra.'1 Nr.: 1686 Fullt verð: 1.860 kr. Okkar verð: 1.579 kr. Ævisaga bandarískrar blökkukonu Ég veit afhverju fuglinn ibúrinu syngur eftir bandarísku blökkukonuna Maya Angelou er sjálfsævisaga eins og þær gerast bestar. Að margra dómi er hún ein besta lýsingin á hörmulegu kynþáttamisrétti, sem til er í bandarískum bókmenntum. Vald hvíta fólksins Maya Angelou fæddist árið 1928 í St. Louis í Missouri. Þegar foreldrar hennar skildu, flutti hún ásamt bróður sínum til ömmu þeirra, sem bjó í smábænum Stamps í Arkansas. Þar kynntist Maya valdi hvíta fólksins, sem býr í öðrum hluta bæjarins. Ástmaður móður hennar nauðgaði Mayu, þegar hún var átta ára gömul, og af þeim sökum var hún mállaus næstu fimm árin. Á unglingsárunum settist hún að í Kaliforniu og bjó þar hjá móður sinni, og þar opnaðist henni nýr og betri heimur. Fjörleg kímni Þessi saga hefur hlotið heimsfrægð. Mesta athygli hefur vakið, að þrátt fyrir hörmung- arnar sem lýst er, er frásögnin jafnan gædd fjörugri kímni. Kraftur og lífsgleði skín út úr hverri blaðsíðu þessarar bókar, og efni hennar lætur engan ósnortinn. Nr.: 1687 Fullt verð: 1.790 kr. Okkar verð: 1.520 kr. 9

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.