Okkar á milli - 01.02.1988, Blaðsíða 11

Okkar á milli - 01.02.1988, Blaðsíða 11
Sígild úrvalsverk frá Vöku-Helgafelli Ritsafn Jóns frá Kaldaðamesi Ritsafn Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðar- nesi er eitt hinna sígildu úrvalsverka, sem Vaka-Helgafell gefur út. I síöasta jólablaði bauö Veröld við góðar undirtektir Ritsafn Jónasar Hallgrímssonar, en þessi bók er í sams konar bandi. Skemmtilegur maður Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi naut mik- illar virðingar og almennra vinsælda fyrir þýðingar sínar, ekki síst á verkum Knut Hamsuns. Hann þýddi fjórar af bókum Hamsuns: Viktoríu, Pan, Sult og Að haust- nóttum. Þýðingar Jóns frá Kaldaðarnesi hafa haft áhrif á islenskt ritmál, sem enn sér merki í bókmenntum líðandi stundar. Öll verk hans, hvort sem er þýdd eðafrumsam- in, bera vitni meistara máls og stíls - og óvenjulega skemmtilegum manni. Ljóð, saga og ritgerðir Kristján Albertsson hefur safnað til þessar- ar útgáfu frumsömdum verkum Jóns frá Kaldaðarnesi, en þau voru áður á tvístringi eða óþirt: Ijóð, saga og ritgerðir. Ennfremur hefur bókina að geyma valdar þýðingar stuttra verka eftir ýmsa höfunda: Hamsun, Johannes V. Jensen, Maxim Gorki og fleiri. Framan við útgáfuna eru greinar eftir Önnu Guðmundsdóttur, Sigurð Nordal og Krist- ján Albertsson. Fæddur stílisti í bókmenntasögunni verður Jóns frá Kald- aðarnesi getið sem höfundar, er átti farsæl- an hlut að endurnýjun íslensks ritmáls á fyrri hluta þessarar aldar. „Ef nokkur var fæddur stílisi, gagnkunnur öllum forða tungunnar, jafnt mæltu máli sem rituðu, þá var þaö hann,“ segir Kristján Albertsson í grein sinni. „Smekkur hans var hárfínn - smekkur snillingsins." Nr.: 1689 Fullt verð: 1.890 kr. Okkar verð: 1.495 kr. AFÞOKKUNARFRESTUR TILGREINDUR A BAKHLIÐ Ég óska eftir að greiðsla verði ávallt □ / núna □ skuldfærö á Visa □ Eurocard □ Gildistími: □ □ / □□ Kort nr. mnp__npnn_nnnn_npnn UIJ III IIJU I_I LJ L J I_I UUULj Þeir sem skipt hafa um heimilisfang fylli út þennan reit: Heimili:__________________ Sími. ________ Póstnr.: ____ Staður: SPURNINGALEIKUR MANAÐARINS Hver er ritstjóri bókarinnar Þeir settu svip á öldina - íslenskir athafnamenn? Muniö eftir frímerki • • CP VEROLD ÍSLENSKI BÓKAKLÚBBURINN Bræðraborgarstíg 7, pósthólf 1090, 121 Reykjavík

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.